Fréttablaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 54
 6. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR Félagið Íslensk Grafík opnar á morgun klukkan 16 sýninguna Íslensk Grafík 40 ára í Norræna húsinu. Á sýning- unni sýnir meirihluti félagsins, eða rúmlega fjörutíu manns, verk eftir sig. Þar má sjá hefðbundna grafík á papp- ír en einnig framsækna nútímavædda þrykktækni með nýjum útfærslum og framsetningu. Megintilgangur sýning- arinnar er að gefa mynd af því sem er í deiglunni í íslenskri grafík í dag. Gunnhildur Þórðardóttir er í sýn- ingarnefnd og var beðin um að segja aðeins frá sögu Íslenskrar Grafíkur en sýningin er sett upp í tilefni af 40 ára afmæli félagsins. „Íslensk Grafík, eða Grafíkfélagið, var upphaflega stofn- uð árið 1954 og voru upphafsmennirn- ir Kjartan Guðjónsson, Jón Engilbert, Hafsteinn Guðmundsson, Benedikt Gunnarsson og fleiri myndlistar- menn. Síðan lagðist félagið niður þar sem lítil aðstaða var fyrir listgrafík á landinu,“ lýsir Gunnhildur. „Félag- ið var síðan endurvakið í núverandi mynd árið 1969 og aðalhvatamaður að því var Einar Hákonarson mynd- listarmaður,“ segir hún og bendir á að afmælið sé miðað við það ár. Hún segir félagið hafa vaxið og dafnað á þessum fjörutíu árum. „Við höfum alltaf fylgt prenttækninni sem hefur auðvitað breyst mikið í gegnum árin en á sýningunni má ein- mitt sjá þá fjölbreytni sem er í starfi félagsmanna okkar,“ segir Gunnhildur en Grafík félagið hefur gert ýmislegt á afmælisárinu. „Við tókum meðal annars þátt í safnanótt að venju. Á Listahátíð vorum við með gjörning og yfirlits sýningu á verkum Kjartans Guðjónssonar. Við vorum með sýn- ingu á Menningarnótt og héldum mál- þing í Þjóðminjasafninu nýlega,“ telur hún upp. Sýningin í Norræna húsinu markar hápunkt afmælisársins en hún deilir þeim heiðri þó einnig með ann- arri sýningu sem opnuð verður í sal félagsins í Hafnarhúsinu 12. nóvem- ber. Nokkrar uppákomur hafa verið skipulagðar samhliða sýningunni Ís- lensk Grafík 40 ára í Norræna húsinu. Fræðast má nánar um þá dagskrá á vef félagsins www.islenskgrafik.is. solveig@frettabladid.is ÍSLENSK GRAFÍK: HELDUR UPP Á 40 ÁRA AFMÆLI MEÐ SÝNINGUM Félagið hefur vaxið og dafnað ÍSLENSK GRAFÍK 40 ÁRA Gunnhildur Þórðardóttir, Soffía Sæmundsdóttir og S. Anna E. Nikulás- dóttir voru í óða önn að setja upp sýninguna í Norræna húsinu í fyrradag. FRETTABLAÐIÐ/VALLI SALLY FIELD ER 63 ÁRA Í DAG. „Ég tel það mjög sorglegt að ég hafi aldrei leyft neinum að valda mér hjartasári. Ég hef sært nokkur hjörtu sjálf.“ Sally Field er þekktust fyrir hlutverk sín í myndum á borð við Not Without My Daughter, Forrest Gump, Norma Rae og Places in the Heart en hún hlaut Óskarsverðlaun fyrir tvær síðastnefndu myndirnar. Veitingahúsið Naustið var opnað í Reykjavík þennan dag árið 1954. Naustið var ávallt þekkt fyrir sérstakar innrétt- ingar en Sveinn Kjarval innan- húsarkitekt var fenginn til að hanna útlit Naustsins. Borð- salurinn átti að líkjast borð- sal í gömlu skipi. Súlurnar voru gömul möstur og ýmsum munum, eins og veiðarfærum og nafnskiltum, var safnað við sjávarsíðuna. Naustið var fyrst veitingahúsa til að bjóða upp á þorramat á þorranum. Í raun var orðið þorramatur ekki til í málinu fyrr en Naustið tók það upp. Naustið var selt árið 2006 og húsnæðinu var breytt í kínversk- an veitingastað. Sá lifði þó ekki lengi og engin starfsemi er í hús- inu í dag. ÞETTA GERÐIST: 6. NÓVEMBER 1954 Naustið opnað NAUSTIÐ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Þórmundur Þórmundsson Fossvegi 10, Selfossi, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 4. nóvember. Útförin auglýst síðar. Unnur Jónsdóttir Vilborg Þórmundsdóttir Benedikt Benediktsson Margrét Þórmundsdóttir Sveinn Guðmundsson Þórunn Þórmundsdóttir Gísli Steindórsson Jóhann Þórmundsson Sigríður Möller barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, Sigurbjörg Guðmundsdóttir (Dídí) Laugarnesvegi 100, Reykjavík, lést á heimili sínu föstudaginn 23. október. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát Sigurbjargar. Svavar Þór Jóhannesson Sigrún Jóhannesdóttir Styrkár Jóhannesson Erla Júlía Viðarsdóttir Erna Ýr Styrkársdóttir Írena Líf Styrkársdóttir Heiðar Atli Styrkársson Brynjar Elí Styrkársson. Elskulegur faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, Jóhann Ari Guðmundsson fyrrverandi innheimtustjóri Landsímans í Reykjavík, lést fimmtudaginn 29. október sl. á hjúkrunar- heimilinu Grund. Útför hans fer fram frá Digranes- kirkju mánudaginn 9. nóvember kl. 13.00. Jón Jóhannsson Ásta Þóra Valdimarsdóttir Sigríður Jóhannsdóttir Þórarinn Þórarinsson Páll Guðjónsson Ingibjörg Flygering Fanný Guðjónsdóttir Þorsteinn Höskuldsson Herjólfur Guðjónsson Anna Kristín Fenger Rebekka Kristjánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts ástkærrar móður minnar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, Þórdísar Brynjólfsdóttur (Dúllu) Megi minning hennar vera áfram perla í lífi okkar. Dröfn Þórarinsdóttir Sigurður B. Friðriksson Þórunn Sigríður Sigurðardóttir Sigurður Pálsson Friðrik Sigurðsson Guðbjörg Anna Jónsdóttir Þórdís Rósa Sigurðardóttir Rósberg Óttarsson Eva Dögg Sigurðardóttir Hákon Melstað Jónsson Sigurður Grétar Sigurðsson Harpa Dögg Sigurðardóttir Þórarinn Jakob Þórisson Maren Óla Hjaltadóttir Hanna Bryndís Þórisdóttir Gunnar Eysteinsson Brynjar Davíðsson Gréta Björk Halldórsdóttir Sigurður Heiðar Davíðsson Sylvía Dögg Tómasdóttir og langömmubörnin stór og smá. Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, Kristínar Friðriksdóttur frá Norður Hvoli í Mýrdal, sem andaðist föstudaginn 23. október sl. á hjúkrun- arheimilinu Hjallatúni í Vík fer fram frá Víkurkirkju laugardaginn 7. nóvember og hefst athöfnin kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Hjallatún. Bjarni Kristjánsson Snjólaug Bruun Elínborg Kristjánsdóttir Baldur Jóhannesson Ester Kristjánsdóttir Bjarni Gestsson Friðrik Kristjánsson Auður Sigurðardóttir Magnús Kristjánsson Tordis A. Leirvik Þórarinn Kristjánsson Sigríður Kristjánsdóttir Guðmundur Antonsson Sigurður Kristjánsson Alfa V. Sigurðardóttir Hjaltalín barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts ástkærs eiginmanns, föður, afa og langafa, Björgvins S. Sighvatssonar fyrrv. skólastjóra á Ísafirði. Einnig færum við þakkir starfsfólki Landspítalans við Hringbraut sem annaðist hans í veikindum hans. Jóhanna Sæmundsdóttir Sighvatur, Elín, Björgvin, Rúnar, Bryndís og fjölskyldur. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ingunn Tryggvadóttir Efstasundi 63, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi 4. nóvember sl. Útförin verður auglýst síðar. Hörður Lárusson Unnur Harðardóttir Jón Eiríksson Lárus Harðarson Tina Hardarson Tryggvi Harðarson Harpa Jónsdóttir Anna Guðrún Harðardóttir Hallgrímur Guðmundsson Hafdís Harðardóttir Jóhann Jónsson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Gunnars Jakobssonar Lerkilundi 18, Akureyri. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Helgadóttir, Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.