Fréttablaðið - 06.11.2009, Page 58

Fréttablaðið - 06.11.2009, Page 58
34 6. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR menning@frettabladid.is Bernd Ogrodnik brúðuleikari er nú farinn í útrás til að svara kalli stjórnvalda um að færa heim dýrmætan gjaldeyri. Bernd er fullbókaður vestra í einar átta vikur, þar sem hann sýnir tvær til þrjár sýningar á dag, bæði í leikhúsum og í skólum um alla vesturströnd Kanada. Síðustu tvær vikur hefur hann verið að sýna í Michael Jay Fox-leikhús- inu í Vancouver, fyrir um 600 börn á hverri sýningu, og viðtök- urnar hafa verið hreint frábærar. Bernd ferðast með valda þætti úr sýningu sinni Umbreyt- ingu – ljóð á hreyfingu, sem hann frumsýndi í Þjóðleikhúsinu við mikið lof en hann var síðast með hana á erlendri grund í febrúar síðastliðnum, þar sem hann sýndi nokkrar sýningar í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn. Von er á Bernd aftur til hins ylhýra í byrjun desem- ber en þá byrja sýningar á jólaleikritinu um Pönnukök- una hennar Grýlu og eru allar sýningar uppbókaðar fram að jólum. Pönnukakan verður sýnd meðal annars í Landnámssetrinu í Borgar- nesi um helgar og um að gera að sækja sér smá jólastemningu til þeirra í Landnámssetri. - pbb Umbreyting flutt ytra LEIKLIST Bernd Ogrodnik brúðumeistari fer víða með sýningar sínar. Hinum megin á hnettinum hefur Erna Ómarsdóttir, dansari og danshöfundur, verið að vinna við danssmíði og frumsköpun. Það hefur hún gert í samstarfi við Damien Jalet og tókst svo til að þau sömdu og sýndu nýtt verk, Black Marrow, Svartamerg, þann 20. október á hinni virtu og öldnu listahátíð í Melbourne. Var verkið á dagskrá hátíðarinnar og fékk það stórgóðar viðtökur. Uppselt var á allar sex sýningarnar í 500 manna sal Malthouse Theater. Svartimergur var samið fyrir sex dansara Chunky Move, sem er einn einn helsti danshópur Mel- bourne. Tónlistin er eftir Ben Frost og leikmynd og búningar eftir Alexöndru Mein. Í einu stærsta dagblaði Ástralíu, The Australian, segir meðal annars um sýninguna: „Verkið er sannfærandi og verulega frumlegt dansleikhús sem kannar frumeðlið innan okkar sameiginlegu minninga, helgisiða og líffræði. Átakan legt og hugg- andi á sama tíma, lýsir verkið hinu erfiða samlífi jarðar og mannskepnunnar … Hin hugvits- ama kóreógrafía er framkvæmd af fullkomnun og hljóð- og leikmynd hjálpa til við að draga fram hinar tilfinningalegu sveiflur og undir- liggjandi leyndardóma verksins,“ segir Eamonn Kelly í Ástralan- um. - pbb Erna meðal andfætlinga LISTDANS Úr nýju verki Ernu Ómars- dóttur sem húnn vann fyrir Chunky Move, einn helsta listdansflokk Ástralíu. MYND/MELBOURNE ARTS FESTIVAL > Ekki missa af tónleikum Eddu Erlendsdóttur í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík á morgun, laugardaginn 7. nóvember kl. 15. ath. Austfirðingar Á sunnudag er í boði sýning með tón- leikum í Kirkju- og menningarmið- stöðinni á Eskifirði. Þar eru á ferð feðginin Peter Behrens sem sýnir myndskreytingar sínar við Hrafn- kelssögu og á tónleikunum flytur Hildur, dóttir hans, einsöngsperlur við undirleik Hrefnu Eggertsdóttur. Sýning og tónleikar hefjast kl. 16 á sunnudag. Nú um helgina verður dansparið og höfundarnir Steinunn Ketilsdóttir og Brian Gerke með sýningu í Hafnarfjarðarleikhúsinu: „Crazy Love Butter“ kalla þau dagskrá sem verður samsett af þremur dönsum sem þau hafa unnið saman og sýnt víða um álfur. Sýn- ingin verður flutt í tvígang, laugardags- og sunnudags- kvöld kl. 20. Dúettarnir eru þríleikur um ástina sem samanstendur af dansverkun- um „Crazy in Love with MR.PER- FECT“, „Love Always, Debbie and Susan“ og „The Butterface“. Verk- in eiga það sameiginlegt að fjalla um ástina á einn eða annan hátt. Steinunn og Brian semja og flytja öll verkin. Fyrsta verkið „Crazy in Love with MR.PERFECT“ var frum- sýnt á Reykjavík Dance Festival árið 2007 og voru þau tilnefnd til Grímunnar fyrir það. Annað verkið þeirra „Love Always, Debbie and Susan“ var frumsýnt á danshöf- undakeppninni Danssolutions í Kaupmannahöfn 2008 og hlaut þar fyrstu verðlaun. Bæði verkin voru einnig valin í lokahóp Aerowaves- þátttakenda sem er eitt stærsta net danshátíða í Evrópu. Þriðja verkið „The Butterface“ var framleitt af Dancescenen-leikhúsinu í Kaup- mannahöfn og frumsýnt í febrúar á þessu ári. Hlaut það góðar við- tökur þar ytra en hefur enn ekki verið sýnt hér á landi og er því um Íslandsfrumsýningu að ræða. Danshöfundarnir Steinunn Ketils dóttir og Brian Gerke eru bæði búsett hér á landi og starfa við danskennslu og listsköpun. Þau hafa skapað sér nafn sem danslista- menn og verið verðugir fulltrú- ar íslenskrar danslistar á erlendri grundu síðastliðin tvö ár. Hófu þau samvinnu sína í Hunter College í New York árið 2004 þar sem þau voru bæði við nám og hafa unnið saman síðan að hinum ýmsu verk- efnum. Listrænt samstarf þeirra hófst árið 2007. Síðan þá hafa dans- verk þeirra fengið góðar viðtökur á 54 sýningum í 18 erlendum borgum auk sýninga hér á landi. Þau hafa skapað sér nafn fyrir snjalla blöndu af dansi og leikhúsi og hlotið góða dóma í erlendum blöðum. Verkum þeirra hefur verið lýst sem sönn- um, áköfum, fallegum, dimmum, djörfum, furðulegum og fyndn- um. Þau hafa sýnt hæfileika til að finna dýpt í aðstæðum sem virðast við fyrstu sýn léttvægar og jafnvel hversdagslegar. Leit þeirra að til- finningalega þrungnum undirtóni sem falinn er í daglegum aðstæðum hefur aðgreint þau frá jafningjum sínum og gert þau að danspari sem spennandi er að fylgjast með. Eins og áður sagði hefjast sýn- ingarnar í Hafnarfjarðarleikhús- inu kl. 20 og lofa þau Steinunn og Brian góðu partíi með dansi, dj og skemmtun. Hægt er að panta miða í síma 555-2222 og einnig á midi.is. pbb@frettabladid.is ÞRÍLEIKUR UM ÁST OG ÓGN DANSLEIKHÚS Steinunn Ketilsdóttir og Brian Gerke. g a m la

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.