Fréttablaðið - 06.11.2009, Page 42

Fréttablaðið - 06.11.2009, Page 42
 6. NÓVEMBER 2009 FÖSTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● jólahlaðborð Þegar haldið er á jólahlaðborð og önnur mannamót er mikilvægt að muna eftir mannasiðunum. Berg- þór Pálsson óperusöngvari kann nokkrar gullnar reglur. Hann segir gott að gera eftirfarandi: 1 Skanna hlaðborðið og velja sér vel samansetta máltíð. Yfirleitt eru réttirnir svo margir að það er engin leið að smakka á öllu. 2 Fá sér einn rétt á hvern disk og fara margar ferðir. Þannig verður máltíðin snyrtilegri og ánægju- legri. 3 Fara hægt af stað og miða magnið við að magapláss verði fyrir aðalrétt og eftirrétt. 4 Ef mikill fjöldi er, er um að gera að fá sér hratt og fumlaust það sem verður fyrir valinu í það skiptið og ganga síðan aftur að borðinu þegar hægist um. 5 Muna þá almennu og gullvægu reglu að það sem mann langi til að segja eða gera sé út frá virð- ingu, tillitssemi og hreinlyndi. Dæmi: Kurteislegt er að ein- beita sér að máli annarra, beina máli sínu til allra við borðið og fá alla til að taka þátt í umræðum, slökkva á símum eða setja þá á titring og tala ekki í síma við borðið, sleppa kvörtunarefnum og slúðri. Veiting- arnar eru ekki aðal- atriðið, heldur létt and- rúms- loft; að skemmta sjálfum sér og öðrum. Virðing, tillitssemi og hreinlyndi í veislum Bergþór Pálsson óperu- söngvari segir mikilvægt að miða magnið við að magapláss verði fyrir aðalrétt og eftirrétt. Í Narfeyrarstofu í Stykkishólmi verður eingöngu boðið upp á íslenskt hráefni á jólamatseðl- inum í ár. Mörgum þykir gaman að skreppa út fyrir bæinn á aðventunni og njóta góðs matar og samveru í sveitasælunni. Jólahlaðborð í Narfeyrarstofu hefur notið vin- sælda síðustu ár en þar á bæ ætla menn að bregða út af vana og bjóða upp á jólamatseðil í ár ein- göngu með réttum unnum úr ís- lensku hráefni. „Við höfum síðustu átta ár boðið upp á jólahlaðborð þar sem við höfum leikið okkur með hráefni sem ekki er daglega á boðstólum hjá fólki á þessum slóðum, eins og kengúru, kanínu, dádýr og sel. Og við vorum orðin leið á þessu fyrir komulagi svo við ákváðum að breyta til,“ segir matreiðslu- maðurinn Sæþór H. Þorbergsson, sem á og rekur Narfeyrarstofu ásamt eiginkonu sinni Steinunni Helgadóttur. Helsta breytingin er sú að jóla- hlaðborð víkur fyrir jólamatseðli, auk þess sem staðbundið hráefni verður í aðalhlutverki. „Já, nú velur fólk bara af matseðli, þar sem hægt verður að velja um rétti unna úr hráefni úr Breiðafirðinum og því sem í kringum hann þrífst. Okkur finnst þetta skemmtilegra fyrirkomulag,“ segir Sæþór. „Af þessu tilefni verði boðið sérstak- lega upp á lambakjöt, sem alið var á hvönn síðasta sumar og kemur frá Höllu Steinólfsdóttur bónda á Ytri-Fagradal á Skarðsströnd í Dölunum.“ Narfeyrarstofa tekur 32 í sæti á neðri hæðinni og 44 á þeirri efri sem kallast Sjávarloftið, þar sem leitast er við að mynda rómant- íska stemningu með fallegu út- sýni. Jólamatseðillinn verður í boði um helgar á aðventunni og mælir Sæþór með að pantað sé tímanlega. - rve Hvannarlamb í stað kengúru Sæþór H. Þorbergsson veitingamaður. Boðið verður upp á lamb af Skarðsströnd og bláskel úr Breiðafirði í Narfeyrarstofu. Kengúrukjöti verður skipt út fyrir lambakjöt á jólamatseðlinum í ár. Notaleg stemning ríkir á efri hæð staðarins þar sem fallegt útsýni er til allra átta. ● UPPRUNI JÓLAÖLS Jólaöl nýtur ávallt vinsælda um jólin, en farið var að blanda þennan drykk líklegast um 1940. Þá tók fólk upp á því að blanda malt með gosdrykkjum til að drýgja það, því að maltið var mjög dýr drykkur. Egils appels- ín var ekki til á þessum tíma, að minnsta kosti ekki í núverandi mynd, en ýmsir aðrir drykk- ir voru notaðir. Þetta virðist hafa verið nokk- uð algengt. Þegar Egils appelsín kom á markað um 1955 fóru menn að blanda maltið með því og hefur trúlega líkað vel því að um 1960 var þetta orðið nokkuð almennur siður. Heimild: www.visindavefur.is. Veitingastaðurinn Silfur Hádegi: 3.500,- Fim. - lau. kvöld: 6.900,- Sun. - mið. kvöld: 5.900,- Pantaðu tímanlega Kemur þú langt að?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.