Fréttablaðið - 06.11.2009, Page 60
36 6. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR
Bókmenntir ★★★★
Fuglalíf á Framnesvegi
Ólafur Haukur Símonarson
Út er komið áframhald á lífsferli
Ólafs Hauks Símonarsonar skálds
eins og hann kýs að tilreiða það
fyrir okkur lesendur hans og
aðdáendur. Nú er píslin hans
Óla flutt frá Jófríðarstöðum við
Kapla skjólsveg í hús sem afi hans
hefur keypt fyrir fjölskylduna á
Framnes vegi. Ókunnugum kann
að þykja þetta lítið efnis atriði, að
fara norður fyrir Hringbraut, en
þar skildi í milli: norðanmegin var
gamli vesturbærinn, sunnanvið
var hin marglita byggð nýbygg-
inga mela og haga, skjólin,
kamparnir og Grímsstaðaholtið.
Hafandi átt minningaskjól á
þessum slóðum lungann úr ævinni
gleðst maður yfir að einhver ráfi
í minningum á pappír um þessar
slóðir.
Ólafur les sig áfram eftir grein,
þýtur gegnum skóg minninganna
eins og Tarsan á ferð og flugi:
situr raunar lengi framanaf í
skjóli móður sinnar og afa meðan
faðirinn gengur inn og út eins og
vermanna er háttur. Skemmti-
gildi verksins er falið í samskipt-
um hins státna stráks, það er svo-
lítill gorgeir í drengnum en hann
er fæddur í heim þar sem menn
verða að bjarga sér, bæði í stráka-
gerinu á götunni, í skólanum og
svo í vinnunni: þetta er á þeim
tíma í sögu lýðveldisins þegar
frelsi barna fólst meðal annars
í því að vinna og fara frjálst um
byggðina og óbyggðir í kring:
hvorugt veitist þeim nú, það frelsi
er frá þeim tekið.
Fuglalífið er nokkuð sjálf-
hverf frásögn. Hann er ekki mik-
ill í eftirtekt sögumaðurinn, fer
ekki í huganum hús úr húsi til að
tína til þau merkilegu smáminni
sem gleymast svo oft í geymsl-
unni en bíða á hillunni. Nokk-
ur þeirra rífur hann út en gefur
þeim sjaldnast rými: hvað varð
um Dalla rauða? Hver var hans
heimur utanvið völlinn? Var rygti
hans meira, hvar var hans púsl í
hinni stóru mynd, bara þetta brot
í hinni stóru myndgátu?
Það er semsagt lítill egóisti sem
er að segja sína sögu þótt inn í frá-
sögnina þvælist aukapersónur,
En þetta er skemmtileg frásögn,
með nokkrum sterkum og smekk-
lega dregnum dráttum, smágerðu
drama, miklum örlögum eins og
lýsingu á afanum í Eyjum, kurteis-
legri kvensemi og bjartri náttúru
drengsins yfir stömpunum í
þvottahúsinu. Ólafur er leiftrandi
höfundur þegar hann er bestur.
Hann temur sér snarpt en nokkuð
stuttaralegt frásagnarsnið, málar
ekki mikið og forðast útleggingar.
Það er heiður himinn yfir frásögn-
inni allri, væntumþykja og ekkert
væl.
Páll Baldvin Baldvinsson
Niðurstaða: Falleg og frískleg endur-
minningabók sem hefði mátt vera
ítarlegri og meiri að vöxtum.
Hjólin hans Óla duga vel
ÓLAFUR HAUKUR SÍMONARSON RITHÖFUNDUR
Þau Þóra Einarsdóttir og Gissur Páll Gissurarson
verða í aðalhlutverkum í Ástardrykknum á sýning-
unni næstkomandi sunnudag, 8. nóvember. Syngja
þau þá hlutverk Adinu og Nemorinos, eins og ráð-
gert hefur verið frá upphafi. Á sýningunni á morg-
un, 7. nóvember, syngja hins vegar Dísella Lárus-
dóttir og Garðar Thór Cortes aðalhlutverkin, og
föstudaginn 13. nóvember verður enn ný útfærsla í
hlutverkaskipaninni, því þá syngur Þóra aftur hlut-
verk Adinu en Garðar Thór syngur hlutverk Nemor-
inos. Í öðrum hlutverkum í öllum sýningum eru þau
Bjarni Thor Kristinsson, Ágúst Ólafsson og Hall-
veig Rúnarsdóttir.
Mikil eftirspurn hefur verið eftir miðum á Ástar-
drykkinn og er það mikið ánægjuefni – enda er hér
um glæsilega og stórskemmtilega sýningu að ræða.
Uppselt er á allar þær átta sýningar sem upphaf-
lega voru ráðgerðar á Ástardrykknum, auk einnar
aukasýningar sem seldist upp á innan við viku. Eru
því tvær nýjar aukasýningar komnar í sölu og verða
þær föstudagskvöldið 27. nóvember og sunnudags-
kvöldið 29. nóvember kl. 20. Hlutverk Adinu og
Nemorino á sýningunum syngja þau Dísella Lárus-
dóttir og Garðar Thór Cortes. - pbb
Nýir söngvarar í Drykknum
LEIKLIST Þóra og Gissur komin í gervin sín í Ástardrykknum
sem þau syngja á sunnudag. MYND/ÍSLENSKA ÓPERAN
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Föstudagur 6. nóvember 2009
➜ Tónleikar
16.00 Nemendur Tónlistarskólans á
Akureyri spila á tónleikum í Eymunds-
son við Hafnarstræti á Akueryri.
21.30 Ljótu hálfvitarnir og Hvanndals-
bræður verða með tónleika á Nasa við
Austurvöll.
21.30 Hundur í óskilum verður með
tónleika á Græna hattinum við Hafnar-
stræti á Akureyri. Húsið verður opnað
kl. 20.30.
21.00 Tónleikar Sinfóníuhljómsveit
Íslands „Heyrðu mig nú!“ sem eru
sérstaklega ætlaðir ungu fólki og öllum
aldri, fara fram í Háskólabíói við Haga-
torg. Flutt verður verkið Eldfuglinn eftir
Stravinskíj. DJ Þorbjörn spilar að loknum
tónleikum.
➜ Opnanir
14.00 Gussi (Gunnar G. Gunnarsson)
opnar myndlistasýningu á vinnustofu
sinni á 3ju hæð í Menningarmiðstöð-
inni Hólmaröst við Hafnargötu 9 á
Stokkseyri. Opið næstu þrjár helgar kl.
14-18.
17.00 Brynhildur Þórðardóttir opnar
sýninguna „Áferðir 1“ hjá Café Loka við
Lokastíg 28.
➜ Leikrit
21.00 Möguleikhúsið sýnir einleikinn
Aðventu, sem byggir á samnefndri sögu
Gunnars Gunnarssonar í Félagsheimil-
inu Végarði í Fljótsdal.
➜ Brúðuleikhús
Helga Arnalds flytur Sólarsögu,
brúðuleiksýningu fyrir fyrir
börn á aldrinum 2-6 ára
í bókasöfnum Kópavogs
í dag. Sýningin tekur
um 40 mín. Enginn
aðgangseyrir.
13.00 Sýning í
Lindarsafni við
Núpalind 7.
15.00 Sýning
í Aðalsafni við
Hamraborg
6a.
➜ Sýningar
Í Ljósmyndasafni Reykjavíkur við
Tryggvagötu 15 (6. hæð) hefur verið
opnuð sýning á ljósmyndum André
Kertész. Opið alla virka daga kl. 12-19
og um helgar kl. 13-17.
Sólveig Edda Vilhjálmsdóttir hefur
opnað sýninguna „Hrafnaþytur“ í sýn-
ingarsalnum Hurðir við Laugaveg 170
(3. hæð). Opið alla daga kl. 9-17.
➜ Listahátíð
Unglist, listahátíð ungs fólks 11.-14.
nóvember. Nánari upplýsingar á www.
hitthusid.is.
13.00 Myndlistarmaraþoni hleypt af
stokkunum. Afhent verða gögn og reglur
um þátttöku í upplýsingamiðstöð Hins
hússins.
15.00 Birta Rán Björgvinsdóttir opnar
ljósmyndasýningu hjá Hinu húsinu.
20.00 Tónleikar í kjallara Hins húss-
ins. Fram koma Nóra, Ljósvaki, Bróðir
Svartúlfs og Ramses.
➜ Dansleikir
Klaufar verða á Players við Bæjarlind í
Kópavogi.
Geir Ólafsson og Furstarnir verða
á Kringlukránni, Kringlunni. Einnig
koma fram Ólafur Gaukur, Svanhildur
Jakobsdóttir, André Bachmann, Egill
Ólafsson og Páll Rósinkrans.
Boogienights verða á skemmtistaðnum
Spot við Bæjarlind í Kópavogi.
➜ Málþing
10.00 Málþing undir yfirskriftinni
„Þjóðkirkja verður til - 100 ár frá
almennri prestastefnu“ verður haldið í
kapellu Háskóla Íslands, aðalbyggingu
við Sæmundargötu. Allir velkomnir.
➜ Fyrirlestrar
15.15 Jón Ólafsson prófessor við
Háskólann á Bifröst, flytur erindið
„Siðfræði og samfélag: Afleiðingar
umburðalyndis“. Fyrirlesturinn fer fram í
Þjóðarbókhlöðunni við Arngrímsgötu.
➜ Fræðslufundir
14.00 Haraldur
Briem sóttvarna-
læknir flytur
erindi og svarar
fyrirspurnum um
svínaflensuna og
bólusetningu gegn
henni í húsnæði
Félags eldri borg-
ara í Reykjavík við
Stangarhyl 4. Allir
velkomnir.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is
Yfirburðir Fréttablaðsins staðfestir!
Fréttablaðið er með 106% meiri lestur en Morgunblaðið.
Meðallestur á tölublað, höfuðborgar svæðið, 18 – 49 ára. Könnun Capacent í maí 2009 – júlí 2009.
Fréttablaðið er sem fyrr mest lesna
dagblað landsins með glæsilegt
forskot á samkeppnisaðila sinn
eins og síðasta könnun Capacent
Gallup ótvírætt sýnir.
Við erum auðvitað rífandi stolt af
þessum góða árangri og bendum
auglýsendum á að notfæra sér
forskot okkar þegar þeir velja
auglýsingamiðill.
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ
72%
35%
Auglýsingasími
– Mest lesið