Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.11.2009, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 07.11.2009, Qupperneq 12
12 7. nóvember 2009 LAUGARDAGUR Verið er að móta sóknaráætlanir í öllum landshlutum samkvæmt samþykkt ríkis- stjórnarinnar um nýja skiptingu landsins í sjö vaxtarsvæði. Síðan Jóhanna Sigurðar- dóttir forsætisráðherra kynnti hugmyndina á fyrsta fundi ríkisstjórnarinnar á Akureyri í maí hafa heimamenn, hagsmunaaðilar, stofnanir og ráðuneyti unnið undir forystu landshlutasamtaka sveitarfélaganna og stýrihóps áætlunarinnar. Svæðaskiptingin er hugsuð sem verkfæri í endurreisn efna- hagslífsins og takmarkið er að Ísland verði aftur komið í hóp samkeppnishæfustu ríkja heims árið 2020. Sjö svæði Svæðaskiptingin var ekki óumdeild þegar hún var sett fram í fyrstu enda viðurkennt að erfitt sé að skipta landinu í svæði á þann hátt sem gert var. Má nefna að til stóð að svæðin yrðu færri. Kom til dæmis til greina að Vestfirðir og Vesturland yrðu eitt svæði og allt Norðurland. Frá þessu var horfið þar sem slík svæðaskipting myndi vekja hörð viðbrögð og tefði undirbúnings verkefnisins fram úr hófi. Í fljótu bragði sýnist þó eðli- legt að Vestfirðir og Vesturland séu sérstakt svæði en spurt er með hvaða rökum þjón- ustukjarnarnir Akureyri og Sauðárkrókur eru settir á jaðrana á sínum svæðum. Við svæðaskiptinguna var haft samráð við Samband sveitarfélaga og landshluta samtök á sveitarstjórnarstigi. Skiptingu lands- hlutasamtakanna var fylgt að stórum hluta og gegna þau lykilhlutverki við áætlana- gerðina. Útilokað þótti að nýta skiptingu opinberra þjónustusvæða eða stjórnsýslu- umdæmi eins og þau eru nú. Ástæðan er einfaldlega sú að hið opinbera hefur notað um fjórtán mismunandi skilgreiningar við skiptingu landsins. Til að áætlanagerð yrði skilvirk, og hægt væri að ganga til verka strax, var talið grundvallaratriði að kasta eldri skilgreiningum fyrir róða. Áætlun um áætlanir Fjölmargir þættir munu fléttast saman við mótun sjö áætlana í héraði í eina heildstæða. Atvinnumál eru í forgrunni en umhverfis- mál, menntamál, samgöngumál, endur- skipulagning opinberrar þjónustu og efl- ing sveitarstjórnarstigsins eru jafnframt undir. Byggðaáætlun snertir á verkefninu og Byggðastofnun tekur þátt í undirbúnings- vinnunni. Þeirra er að fella byggðaáætlun fyrir árin 2010-2013 að sóknaráætluninni. Hér má beina athyglinni að því að byggða- áætlanir hér á landi ná aðeins til hluta lands- ins. Engin stefna fyrir höfuðborgarsvæðið er unnin á þeim vettvangi, ólíkt því sem gerist víða erlendis. Í ljósi þess að atvinnu- leysið er mest á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum er ekki síst hætta á fólksflótta þaðan. Áætlunargerðin gæti því ekki síst gagnast suðvestursvæðinu eins og það er skilgreint í tillögunum. Viðmælendur Frétta- blaðsins hafa gengið svo langt að segja að gangi sóknaráætlunin eftir muni það fyrst og síðast styrkja höfuðborgarsvæðið með því að efla samstarf á svæðinu. Fyrir eru fjölmargar áætlanir ríkisins um sértæk verkefni, til dæmis samgönguáætlun. Umfang þeirra er mikið og ekki hægt að segja að þær séu alltaf aðgengilegar. Ný áætlun á því að einfalda hlutina þótt það sé mótsögn í sjálfu sér. Eftir stendur að sam- vinna landsmanna um hvað sveitarfélög eiga að vera stór og hvernig þau eiga að vinna saman kæmist ekki langt ef áætlanir um samgöngur og fjarskipti eru ekki hluti af heildarmyndinni. Mislangt komið Undirbúningsvinna á svæðunum sjö er mislangt komin þar sem sum svæðin hafa forskot. Víða á landsbyggðinni hafa verið unnar áætlanir í atvinnumálum sem halda gildi sínu óháð nýrri sóknaráætlun. Á Vest- fjörðum var þegar byrjað að endurskoða byggðaáætlun fyrir Vestfirði sem var unnin árið 2002 af Vestfirðingum sjálfum vegna óánægju með byggðaáætlun stjórnvalda frá sama ári. Fjórðungssamband Vestfirðinga og Atvinnuþróunarfélagið voru því langt komin með hugmyndavinnu náskylda þeirri hug- myndafræði sem 2020 sóknar áætlun snýst um. Eftir að sóknaráætlun ríkisstjórnar- innar var kynnt hafa Vestfirðingar endur- skoðað sína byggðaáætlun í því ljósi. Borgarstjórn stóð öll á bak við tillögu um að ráðist yrði í gerð sóknaráætlunar fyrir borgina strax eftir hrun. Tillögur stýrihóps voru kynntar á hugmyndaþingi í haust og síðar drög að sóknaráætlun. Þau eru höfð til hliðsjónar við gerð sóknaráætlunar fyrir suðvestursvæðið og gagnast síðar við gerð sóknaráætlunarinnar á landsvísu. Enn ein skýrslan „Víst er það virðingarvert að ríkisstjórnin vilji sækja fram og efla atvinnulíf og byggð um allt land, en sannast sagna virðist verk- efnið stefna í að verða enn ein skýrslan ofan á allar hinar fyrri með sömu greiningu og svipaðar tillögur,“ skrifaði Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, eftir fjórðungsþing Vestfirðinga í september. Þá hafði hann hlustað á kynningu Dags B. Eggertssonar, borgarfulltrúa og formanns stýrihóps verkefnisins. Þessi orð Kristins kristalla á margan hátt efasemdir viðmæl- enda Fréttablaðsins. Önnur gagnrýni er að 2020 sóknaráætlunin virðist flókin og meira umbúðir en innihald. Að vinnunni eigi að koma mýgrútur manns, ráðgjafahópar og rýninefndir á meðan Íslendingum gangi ekki allt of vel að ná fólki saman og komast að haldbærri niðurstöðu. Þá eru menn efins um að „stjórnvöld þori að feta slóðina“ sem mörkuð verður í undirbúningsvinnunni. Sér- staklega ef róttækar tillögur líti dagsins ljós þegar þar að kemur. FRÉTTASKÝRING: Byggðamál FRÉTTASKÝRING SVAVAR HÁVARÐSSON svavar@frettabladid.is AÐFERÐAFRÆÐI 2020 SÓKNARÁÆTLUNAR Tilgangur og undirbúningur Rannsóknir og greining Framtíðarsýn mótuð Stefnan í framkvæmd 1. Lokið. 2. Vinna langt komin. 3. Vor 2010. 4. Nóv-des 2010. Afurð Stýrihópur skipaður Aðferðafræði ákveðin Verkefnið mannað og skipulagt Samspil við vaxtasamninga Samspil við atvinnuhópa Gagnaöflun samræmd Styrkleikar og veikleikar svæða dregnir fram Greiningar gagna Styrkleikar atvinnugreina metnir Stefnumótun Atvinnustefna svæða mótuð Vaxtartækifæri skilgreind Markmiða- setning Heildstæð aðgerðaáætl- un sett fram Áætlanir ríkisins og hvers svæðis samþættar Aðstoð og aðgerðir í nýsköpun Verkefna- lýsing og verkáætlun Greiningar- skýrsla Stefnu- mótandi valkostir Loka skýrsla og aðgerðar- áætlun Sóknaráætlun á teikniborðinu Ríkisstjórnin hefur hrint af stað gerð sóknaráætlunar fyrir Ísland. Með henni á að vinna til baka það sem tapaðist í hruninu og koma landinu aftur í hóp samkeppnishæfustu ríkja heims. Ofsagt væri að allir telji aðgerðina vænlega til árangurs. Þú færð Michelin dekkin hjá Hjólbarðaþjónustu N1 Það er sama hvort ekið er í slabbi, snjó, slepju eða fljúgandi hálku - gripið í þessum ónegldu dekkjum er alveg undursamlegt.“ Gylfi Guðjónsson, ökukennari „Michelin X ICE eru bestu vetrardekk sem ég hef nokkru sinni kynnst á 40 ára ferli sem ökukennari. AKUREYRI EGILSSTAÐIR REYÐAR- FJÖRÐUR SELFOSS REYKJAVÍK BORGARNES ÍSAFJÖRÐUR AKRANES VESTMANNAEYJAR BLÖNDUÓS SAUÐÁRKRÓKUR LANGANES: Vilji til að tilheyra norðursvæðinu. Eðlilegra að sækja þjónustu í vestur. Samgöngur tengjast frekar Norður- en Austurlandi. Kjarnasvæði Tengingar landshluta HÖFN Vilji til að tilheyra suðursvæði. Byggja verður upp upp grunnþjónustu vegna fjarlægðar við stærri kjarna. Patreksfjörður Siglufjörður Raufarhöfn Þórshöfn Grundarfjörður Höfuðborgarsvæði Suðvestursvæði Vestursvæði Vestfjarðasvæði Norðvestursvæði Norðaustursvæði Austursvæði Suðursvæði Miðhálendishluti sveitarfélaga SVÆÐASKIPTING NÝRRAR SÓKNARÁÆTLUNAR Landshlutasamtök Fjöldi sv. fél. Íbúafjöldi Stærð km2 Íbúar á km2 Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi 10 15.640 9.310 2 Fjórðungssamband Vestfirðinga 10 7.434 9.355 1 Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra 7 7.419 12.592 1 Eyþing 14 29.046 22.693 1 Samband sveitarfélaga á Austurlandi 8 10.575 21.986 1 Samtök sunnlenskra sveitarfélaga 15 26.277 24.688 1 Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 5 21.533 818 26 Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsv. 8 201.402 1.043 193
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.