Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1973, Page 6

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1973, Page 6
F ramkvæmda- stjóraskipti Þórleifur Jónsson Um síðustu áramót lét Otto Schopka af störfum hjá Landssambandi iðnaðarmanna og tók við starfi viðskipta- legs framkvæmdastjóra Kassagerðar Reykjavíkur. Hann hóf störf hjá Landssambandi iðnaðarmanna 1963 að loknu prófi í viðskiptafræði frá Háskóla íslands. Hann hefur á þessum árum unnið mikið starf fyrir sambandið og verið í nánum tengslum við iðnaðarmenn um land allt og hvar- vetna hafa menn lokið lofsorði á störf hans. Um leið og stjórn Landssambandsins þakkar honum margvísleg vel unnin störf árnar hún honum heilla í nýju starfi. Við framkvæmdastjórastarfi Landssambands iðnaðar- manna tók Þórleifur Jónsson, viðskiptafræðingur. Hann er Ólafsfirðingur, sonur hjónanna Jóns E. Sigurpálssonar, fyrrv. skipstjóra Ólafsfirði og Unnar Þorleifsdóttur. Hann er fæddur 25. janúar 1945, stúdent frá Verzlunarskóla íslands 1966. Próf í viðskiptafræði 1971 og hóf starf hjá Iðnaðarráðuneytinu strax að prófi loknu og hefur unnið þar til síðustu áramóta. Kona hans er Elísabet F. Eiríks- dóttir, kennari, og eiga þau tvö börn. z Stjórn Landssambandsins býður Þórleif velkominn til starfa og væntir góðs af samstarfi hans og iðnaðarmanna á komandi árum. Sigurður Kristinsson Otto Schopkt

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.