Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1973, Page 26

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1973, Page 26
Frá setningu aSafundar NHIF i Þrándheimi: lngólfur Finnhoga- son er lengst til vinstri og Stig Stefansson forseti sœnska iSn- sambandsins og Adolph Sören- sen, forseti danska iSnsambands- ins er á miSri myndinni. fá nú þegar styrk til að ráða atvinnulausa unglinga til starfa og nemur sá styrkur 5 s. kr. á kist. Þessir ungling- ar hafa hins vegar enga verklega menntun, en skortur er á faglærðum starfsmönnum í ýmsum greinum. Loks fjölluðu nokkrar ályktanir um árgjald til sam- takanna og undanþágur frá gjaldskyldu. Allar þessar ályktanir höfðu upphaflega verið send- ar stjórn samtakanna og fylgdi umsögn hennar með hverri ályktun, þar sem hún ýmist lagði til, að þær yrðu samþykktar, felldar eða þeim breytt efnislega. Stefnuskrá sambandsins er mikið plagg, 46 blaðsíður að stærð. Þar er fjallað mjög ítarlega um fjölmarga málaflokka og stefna sambandsins mörkuð. Þar er m. a. fjallað um stefnu í efnahagsmálum, skattamálum, vinnumarkaðsmálum, byggðamálum, samgöngumálum, húsnæðismálum iðnaðarins, fræðslumálum iðnaðarins, neytendamálum og loks er fjallað um markaðsmál í Evrópu. Afgreiðsla allra þessara fjölmörgu ályktana gekk mjög greiðlega á þinginu og voru yfirleitt mjög litlar umræður um þær. Sænska iðnsambandið eru mjög öflug samtök. Fé- lagsmenn er yfir 40 þúsund og heildartekjur þeirra á síðasta ári námu rúmlega 6.5 millj. s. kr. eða tæplega 140 millj. ísl. kr. Fjárhagsáætlanir fyrir næstu 3 árin gera ráð fyrir að tekjur sambandsins verði orðnar tæp- lega 8 millj. s. kr. árið 1975 þannig að sambandið er í stöðugum vexti. Þing sambandsins eru venjulega haldin þriðja hvert ár, en þar sem almennar þingkosningar eiga að fara fram í Svíþjóð árið 1976 var samþykkt að færa þingið fram um eitt ár og verður það haldið árið 1975. Stig Stefansson, úrsmíðameistari, var endurkjörin forseti sænska iðnsambandsins til næstu 2 ára, en hann hefur nú gengt forsetaembættinu í 12 ár. 26 Stjórnarfundur í Norrœna iðnráðinu Miðvikudaginn 6. júní hélt stjórn Norræna iðnráðs- ins fund á Hotel Morhagen við Ludvika í Dölunum. Stjórn Norræna iðnráðsins er skipuð formönnum og forsetum iðnsambandanna á Norðurlöndum en auk þeirra tóku þátt í fundinum framkvæmdarstjórar sam- bandanna og varaformaður Danska iðnsambandsins. f upphafi fundarins fluttu íslenzku fulltrúarnir iðn- samböndunum á Norðurlöndunum þakkir fyrir fram- lag þeirra til iðnaðarmanna í Vestmannaeyjum sem orðið 'hafa fyrir skakkaföllum af völdum eldgossins í Heimaey. Síðan var málaskráin tekin fyrir, en á henni voru sjö mál. Framkvæmdastjóri Danska iðsambandsins M. J. Rosenberg, skýrði frá fundum Alþjóða iðnsambandsins (IGLF) og Alþjóðasambands iðnaðarmanna (IFH), sem haldnir voru í Amsterdam í maí sl. Á þessum fund- um hafði verið rætt um aðild Norðurlanda að Efna- hagsbandalaginu og samningum þeirra við bandalagið. Iðnráð Efnahagsbandalagslandanna hélt einnig fund í Amsterdam og þar hafði verið samþykkt að veita Nor- egi og Svíþjóð ásamt öðrum löndum, sem gera verzl- unarsamning við Efnahagsbandalagið, áheyrnaraðild að fundum Iðnráðsins og jafnframt verða þeim send öll dreifibréf Iðnráðsins, Hins vegar er Danmörk orð- in fullgildur aðili að iðnráði EBE eftir að Danmörk gekk i bandalagið. Á þessum fundi urðu m. a. miklar umræður um hvaða kröfur ætti að gera til iðnmeistara, sem vilja stofna fyrirtæki í öðrum Efnahagsbandalags- löndum og hefðu einkum komið fram tvær skoðanir á því máli en engin eining náðist á fundinum. Þá var skýrt frá því, að Austrurríska iðnsambandið hefði látið gera athugun á framtíðarmöguleikum hús- gagna- og innréttingaiðnaðar, sem væri mjög athyglis- verð og yrði þessari skýrslu dreift til aðildarfélaga. TÍMARIT IÐNA8ARMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.