Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1973, Qupperneq 30

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1973, Qupperneq 30
rétt um 10%. Þessi litla aukning á sér að einhverju leyti bókhaldslega skýringu,þar sem raunverulegt verðmæti fjár- magnsins er að ýmsu leyti vanmetið í reikningum iðn- fyrirtækjanna. Taflan sýnir að aukning eiginfjárins hefur verið mjög misjöfn í hinum ýmsu iðngreinum, þannig minnkaði eigið fé í skipasmíðum og skipaviðgerðum og er raunar að fullu þurrkað upp í árslok 1970, en þá námu bókfærðar skuldir fyrirtækjanna tæpurn 7 millj. kr. um- fram bókfærðar eignir. I húsgagna- og innréttingasmíði jókst eigið fé því sem næst ekkert (um 2%), í brauðgerð um 21% og bifreiðaviðgerðum um 53%. Sé tillit tekið til þess að almennt verðlag hækkar um 90% á þessu árabili, hefur bókfært verðmæti eigin fjár í þessum iðngreinum raunverulega iækkað á þessu árabili. í míimiðnaði, prent- iðnaði og netagerð hefur hins vegar orðið raunveruleg aukning eigin fjár og öllu mest í netagerð, en það mun að einhverju leyti stafa af aukningu hlutafjár fyrirtækja í þessari iðngrein. TAFLA4 Lán til langs tíma í iönaði 1965 og 1970. 1965 1970 Aukn Hluti Hluti ing af af 1965- Alls m. kr. Iðnaður 635.8 Brauðgerð 3.1 Netagerð 10.0 Húsg. og. innrétt.sm. 28.6 Prentiðnaður 18.1 Málmiðnaður 32.3 Skipasmíðar 41.5 Bifreiðaviðg. 103.4 fjárm. Alls fjarm. 1970 % 18.6 m. kr. 1.965.1 % 25.2 % 209 5 24.9 22 700 15 55.0 27 449 11 213.6 31 647 9 96.2 25 431 22 248.2 46 659 24 205.1 29 393 23 133.0 22 29 Þessi tafla sýnir lán til langs tíma í iðnaðinum 1965 og 1970. Þar kemur fram, að lán til langs tíma hafa aukizt um 209% á þessu tímabili, en hlutdeild langtímalána í heildarfjármagni iðnaðarins jókst úr 18.6% í 25.2%. Það bendir til þess, að aðgangur iðnaðarins að lánum til langs tíma hafi farið batnandi á þessu tímabili. Allar þær iðngreinar, sem sýndar eru í töflunni, nema bifreiðavið- gerðir, hafa fengið í sinn hlut hærri hlut langtíma lána, en iðnaðurinn að meðaltali. Þannig áttfölduðust lang- tímalán í brauðgerðariðnaði, rúmlega sjöfölduðust í hús- gagna- og innréttingasmíði og málmiðnaði og rúmlega fimmfölduðust í netagerð, prentiðnaði og skipasmíðum. Hins vegar varð aukningin mjög lítil og langt undir meðaltali í bifreiðaviðgerðum, eða aðeins um 29%. Þessar niðurstöður gefa til kynna að þær iðngreinar, sem upp eru taldar í töflunni, nema bifreiðaviðgerðir, hafi átt greiðari aðgang að lánum til langs tíma, en iðnaðurinn x heild. TAFLA5 Veltufjárstaða iðnaðarins í árslok 1965 og 1970. 1965 1970 EigiS EigiS veltufé veltufé m. kr. % m. kr. % Iðnaður alls -91.4 94.5 221.5 106.2 Brauðgerð 17.1 167 6.3 113 Netagerð - 2.1 94 44.8 156 Húsg. og innr.sm. - 8.3 94 44.0 112 Prentiðnaður -33.5 76 14.0 106 Málmiðmður 19.5 112 144.1 140 Skipasmíðar - 7.3 93 -341.6 34 Bifreiðaviðg. -84.1 61 - 92.2 66 Þessi tafla sýnir veltufjárstöðu iðnaðarins í ársbyrjun 1965 og 1970. Veltufjárstaða gefur til kynna greiðslu- hæfi fyrirtækjanna, þ. e. sýnir getu þeirra til að standa við greiðsluskuldbindingar sínar. Veltufjárstaðan er reiknuð sem hlutfall á milli veltufjármuna (sjóðs, banka- innistæða, birgða, útistandandi skulda) og lána til skamms tíma, en eigið veltufé er mismunur þessara tveggja stærða. Því hærra sem hlutfallstalan er, því betur er fyrirtækið statt til þess að geta staðið við greiðsluskuldbindingar sín- ar, en því lægri sem hlutfallstalan er, því verra er það á vegi statt. Erlendis er talið að þessi hlutfallstala þurfi að vera a. m. k. 200 ef málin eiga að vera í góðu lagi, en hér á landi hefur löngum þótt nokkuð gott ef talan kemst upp fyrir 100. Þessi tafla sýnir að í ársbyrjun 1965 var eigið veltufé iðnaðarins ekkert og námu skuldir til skamms tíma um 91 millj. kr. hærri upphæð en veltufjármunir. Hlutfalls- talan var því lægri en 100, þ. e. 94.5. Astandið batnaði allmikið á tímabilinu og í árslok 1970 var eigið veltufé komið upp í 221 millj. kr. og hlutfallstalan orðin 106. Þróunin hefur verið allmisjöfn í hinum ýmsu iðngrein- um, sem fram eru taldar í töflunni. Þannig versnaði veltufjárstaðan í brauðgerð og lækkaði hlutfallstalan úr 167 í 113. Hins vegar batnaði veltufjárstaðan í öllum öðrum iðngreinum nema skipasmíði, þar sem hún versn- aði mjög verulega og lækkaði hlutfallstalan úr 93 í 34. Skýringin á þessu er m. a. fólgin í hinni miklu fjárfest- ingu, sem átt hefur sér stað í skipasmíðunum á undan- förnum árum, en til hennar hefur greinilega skort lán til langs tíma eins og þessar tölur bera með sér. Veltufjár- staða í netagerð, húsgagna- og innréttingasmíði, prent- iðnaði og bifreiðaviðgerðum var neikvæð í árslok 1965 en var orðin jákvæð í öllum þessum iðngreinum nema bifreiðaviðgerðum í árslok 1970. Mestur hafði batinn orðið í netagerð og einnig hafði orðið verulegur bati í málm- og prentiðnaði. Hins vegar var veltufjárstaða í bifreiðaviðgerðaiðnaðinum mjög lök í árslok 1970 og hafði lítið batnað frá árslokum 1965. 30 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.