Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1973, Side 35

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1973, Side 35
Hagræðing í íslenzkum iðnaði Eftir Björn Jóhannsson, rekstrarhagfræðing í FKAMHALDi af úttekt Iðnþróunarsjóðs á hinum ýmsu iðngreinum 1970—1971 voru skipaðar á vegum iðnaðar- ráðuneytisins iðngreinanefndir, sem fjalla skyldu um skýrslur hinna erlendu sérfræðinga og vinna að fram- gangi þeirra tillagna, sem þar voru mótaðar og samstaða næðist um innan nefndanna. Eitt þeirra mála, sem allir erlendu sérfræðingarnir lögðu ríka áherzlu á í skýrslum sínum, var þörfin fyrir endur- skipulagningu, „hagræðingu", á stjórnkerfi fyrirtækjanna, bæði á sviði fjármála og framleiðslu. Aðgerðir eru þegar hafnar í tveimur iðngreinum, þ. e. fataiðnaði og húsgagnaiðnaði og aðgerðir eru að hefjast i sælgætisiðnaði og málmiðnaði. Vegna þess gildis, sem málmiðnaðurinn hefur fyrirþjóð- arframleiðsluna í heild, er mikilvægt að vel takist til við framkvæmdir, sem fyrirhugaðar eru. Verður hér reynt að skýra fyrir lesendum í hverju fram- kvæmdirnar eru fólgnar og hvernig fyrirhugað er að standa að þeim. Um mánaðamótin febrúar-marz 1973 voru hér á ferð 3 sérfræðingar frá JydskTeknologisk Institut í Arhus (J.T.I.) í boði málmiðnaðarnefndar iðnaðarráðuneytisins. Könn- uðu þeir skýrslur og gögn um málmiðnaðinn og heimsóttu nokkur fyrirtæki í Reykjavík. í framhaldi heimsóknarinnar var ákveðið að J.T.I. gerði tillögur um framkvæmdir, með kostnaðaráætlun og tíma- setningu aðgerða. Tilboð barst frá J.T.L í maí þar sem boðið var: 1. 6 daga námskeið fyrir stjórnendur fyrirtækja í málm- iðnaði. 2. 1 dags heimsókn í hvert fyrirtæki eftir námskeiðið, þar sem rætt væri um hvernig bezt væri fyrir stjórn- endur að nýta þekkinguna, sem þeir öfluðu sér á nám- skeiðinu í sínu fyrirtæki og þeim sett fyrir ákveðið verkefni til úrlausnar. 3. Heimsókn í fyrirtækin á 3 mánaða fresti í 1 ár, þar sem kannað yrði hvernig verkefninu miðaði og stjórn- endum sett fyrir ný verkefni. Sökum anna gat J.T.I. fyrst boðið hæfa starfskrafta til íslands í október 1973, en það voru: K. Toft, viðskiptafræðingur, M. Andersen, tæknifræðingur. Starfsmönnum J.T.I. til aðstoðar voru: Sigurður Helgason frá Hagvang hf., Davíð Guðmundsson frá Birni Jóhannssyni. En verkefni þeirra voru: 1. Aðstoð við undirbúning og framkvæmd námskeiðisins. 2. Aðstoða stjórnendur við lausn verkefna milli heim- sókna starfsmanna J.T.I. 3. Aðstoða stjórnendur við lausn annarra hagræðinga- mála, sem upp kunna að koma á tímabilinu. Einnig lá fyrir tilboð frá Birni Jóhannssyni, rekstrar- tæknifræðingi, um framkvæmd tafatímaathugunar í fyrir- tækjunum á tímabilinu 1. júlí til 1. október. Markmiðið með tafatímaathuguninni er: að fá yfirlit yfir hvernig vinnutímanum er varið í hverju fyrirtæki fyrir sig, samanburð við meðaltal allra fyrir- tækjanna og erlendar reynslutölur. - koma á tengslum milli starfsmanna og tæknimanns og tryggja, að tæknimaður kynnist hverju fyrirtæki sem bezt áður en aðgerðir J.T.I. hefjast, - afmarka vandamál í stjórnun og vinnubrögðum í hverju fyrirtæki fyrir sig. - mynda „tengsl" milli þeirra fyrirtækja, sem þátt taka í aðgerðunum og leggja þannig grunn að framtíðar- „samstarfshóp" málmfyrirtækja. Á fundi, sem Félag íslenzkra iðnrekenda hélt í júní með nokkrum framámönnum í málmiðnaði, voru tilboðin TÍMARIT IÐNAÐARMANTíA 35

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.