Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1973, Side 58

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1973, Side 58
manna í stjórn Útflutningsmiðstöðv- ar iðnaðarins er Ingvar Jóhannsson, Ytri-Njarðvík. STÖRF MÁLMIÐNAÐAR- NEFNDAR Samstarfsnefnd um málefni málmiðn- aðarins á vegum iðnaðarráðuneytisins tók til starfa í byrjun síðasta árs, í framhaldi af athugun sem gerð var á iðngreininni að tilhlutan Iðnþróunar- sjóðs, Landssambands iðnaðarmanna og Félags ísl. iðnrekenda. Landssamband iðnaðarmanna til- nefndi fulltrúa í nefnd þessa en aðrir nefndarmenn eru frá Iðnþróunarsjóði, Félagi ísienzkra iðnrekenda, Alþýðu- sambandi íslands og iðnaðarráðuneyt- inu. Nefndin skilaði skýrslu og tillögum um síðustu áramót og hefur síðan unnið áfram að framkvæmd tillagna sinna, sem miða að því að auka fram- leiðni og samkeppnishæfni málmiðn- aðarins. Nefndin hefur lagt til, að einkum tvö mál nái fram að ganga, annars vegar endurbætur á bókhaldi fyrirtækj- anna og hins vegar almennar hagræð- ingaraðgerðir í fyrirtækjunum og iðn- greininni í heild. Sérstök nefnd vinnur að skipulagn- ingu og stöðlun bókhalds á vegurn Iðnþróunarstofnunarinnar. Markmiðið með starfi hennar er að gera bókhald að virku stjórntæki við rekstur fyrir- tækjanna. Nefndin sjálf hafði hins vegar for- göngu um að hefja hagræðingarað- gerðir innan fyrirtækjanna og voru fengnir sérfræðingar frá Jydsk Tekno- logisk Institut til þess að vera henni til ráðuneytis og aðstoðar. Síðan hef- ur J. T. I. boðið fram starfskrafta til þess að vinna að þessum málum hér á landi og er nú fyrirhugað að mynda samstarfshópa fyrirtækja, sem ætla að taka þátt í þessum aðgerðum. Búizt er við, að hagræðingaraðgerðirnar geti hafizt nú í haust. Fulltrúi Landssambands iðnaðar- manna í nefndinni er Guðjón Tómas- son, framkvæmdastjóri Sambands málm- og skipasmiðja. AÐGERÐIR TIL STUÐNINGS VESTMANNEYINGUM Strax eftir að eldgosið hófst í Heima- ey á sl. vetri beitti Landssamband iðn- aðarmanna sér fyrir útvegun vinnu fyrir iðnaðarmenn úr Vestmanneyj- um. Nokkrir tugir iðnaðarmanna leit- uðu til Landssambandsins en þegar varð Ijóst, að yfirleitt mundi ekki verða erfiðleikum bundið að útvega öllum iðnaðarmönnum úr Eyjurn vinnu, þar sem mikili skortur var á faglærðum mönnum. Fjölmörg iðnfyr- irtæki og iðnmeistarar um land allt sneru sér til Landssambandsins og ósk- uðu eftir að ráða menn til starfa og reyndist ókleift að sinna öllum þeim óskum. MikL'r erfiðleikar voru á útvegun húsnæðis fyrir Vestmanneyinga eftir að gosið hófst en ýmis iðnaðarmanna- félög beittu sér fyrir útvegun húsnæð- is fyrir iðnaðarmenn frá Vestmanna- eyjum. Iðnsamböndin í Danmörku, Noregi og Svíþjóð beittu sér fyrir almennum fjársöfnunum meðal félagsmanna sinna til stuðnings iðnaðarmönnum í Vestmannaeyjum og hafa Landssam- bandi iðnaðarmanna verið að berast fjárframlög úr þessum söfnunum í sumar. Ennfremur lagði Norræna iðn- ráðið fram fjárupphæð í þessa söfn- un, en aðilar að því eru öll iðnsam- böndin á Norðurlöndum. Þetta fé verður allt afhent Iðnaðarmannafélagi Vestmannaeyja til ráðstöfunar á 35. Iðnþinginu. Ýmis sérgreinasamtök iðnaðarmanna á Norðurlöndum söfnuðu einnig fé til styrktar Vestmannaeyingum og hafa borizt verulegar fjárhæðir frá einstök- um félögum, t. d. rakara- og hár- greiðslumeistarafélögunum á Norður- löndum. IÐNAÐARDAGUR Síðasta Iðnþing fól stjórn Landssam- bands iðnaðarmanna að vinna áfram að því að ná samstöðu meðal iðnaðar- manna um sérstakan iðnaðardag og var milliþinganefnd, sem hafði undir- búið málið stjórninni til aðstoðar. Skömmu eftir áramót sendi undir- búningsnefndin bréf til allra félags- samtaka sveina og meistara um land allt og óskaði eftir samstarfi við þau um málið og boðaði, að stofnfundur samstarfsnefndar til þess að vinna að málinu, yrði haldin þegar fyrir lægi afstaða félaganna. Undirtektir félaganna voru mjög dræmar og bárust aðeins örfá svör, en þau voru öll jákvæð. Málinu hefur ekki verið haldið áfram vegna þessara litlu undirtekta. Á stjórnarfundi í Norræna iðnráð- inu í júní-mánuði sl. hreyfði forseti Norska iðnsambandsins þeirri hug- mynd, að efnt yrði árlega til sam- norræns iðnaðarmannadags og fékk hugmyndin góðar undirtektir. Er nú verið að gera nánari tillögur um fram- kvæmd slíks dags. ÝMISLEGT Tímarit iðnaðarmanna hefur aðeins komið út einu sinni frá því að síð- asta Iðnþing var haldið. Ástæðan er m. a. sú, að vegna fjárhagsörðugleika Landssambands iðnaðarmanna var ákveðið að draga nokkuð úr útgáfu Tímaritsins, sem er afar kostnaðarsöm. Fréttabréf Landssambands iðnaðar- manna hefur komið út 6 sinnum frá síðasta Iðnþingi. Forseti og framkvæmdastjóri tóku þátt í stjórnarfundi í Norræna iðnráð- inu, sem haldinn var í Svíþjóð í byrj- un júnímánaðar. Áður hafði þeim verið boðið að vera við aðalfundi iðn- sambandanna í Noregi og Svíþjóð, en aðalfundur Norska iðnsambandsins var haldinn í Þrándheimi 1. og 2. júní sl. og aðalfundur Sænska iðnsambands- ins í Falun 4. og 5. júní. í marzmánuði sl. bauð Iðnþróunar- sjóður fulltrúum frá ýmsum samtök- um iðnaðarins til Noregs, þar sem þeir kynntu sér fyrirkomulag iðn- fræðslumála. Fulltrúar Landssambands- ins í þessari ferð voru Ingólfur Finn- bogason og Otto Schopka. Stjórn Landssambands iðnaðar- manna hefur haldið 27 stjórnarfundi á þessu kjörtímabili en það var 15 mán- uðir. Ennfremur hafa ýmsar nefndir starfað á vegum Landssambandsins á kjörtímabilinu og hafa þær haldið alls um 120 fundi. 58 TÍMARIT IÐNAÐAEMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.