Vikan


Vikan - 09.06.1960, Blaðsíða 7

Vikan - 09.06.1960, Blaðsíða 7
Hver verður J' ^yU iu. czkÁ'tííd'x?SZ ll/JzU/ivkfc'} Hér er Hólmfríður við störf f Út- vegsbankanum og hamrar á vél sem gerir — ja, guð má vita hvað. Hún var nýbúin að baka, þegar við komum og hér er hún að hella upp á könnuna. Er hún kannske ekki húsmóðurleg? — Það er rómantískt úti við Við- eyjarsund á vorin og þægileg af- slöppun að labba þar um á lygnu kvöldi eftir erfiðan dag í bankanum. — Ég er enginn píanisti, sagði Hólmfríður, — leik mér bara stund- um við að spila með einum fingri. Hins vegar get ég spilað á grammó- fón ef þið viljið. — HólmfriSur Egilsdóttir er sú fyrsta í röðinni af fimm þokka- gyðjum, sem Vikan ætlar að kynna fyrir lesendum. Já, meira en kynna, það stendur til að efna til atkvæða- greiðslu meðal lesenda um það, hver fegurst sé og sú sem vinnur mun hljóta verðlaun. Hólmfriður Egilsdóttir sagði, að sér væri alveg sama, þótt hún væri fyrst i röðinni, þegar við töluðum við hana niðri i Útvegsbanka og það lýsir ekki svo litilli hugprýði. Hún treystir þvi — og það gerum við líka — að hún hafi jafngóða möguleika í lokin, því væntanlega hafa lesendur allar myndirnar fyr- ir framan sig, þegar þeir kveða upp úrskurðinn. Hólmfriður var ekki alveg viss í fyrstu, hvort hún ætti að slá til, en móðir hennar sagði henni, að hún yrði ábyggilega hreykin af því að sýna barnabörn- um sínum myndina á forsíðu Vik- unnar og j)á var Hólmfríður ekki í vafa lengur. Við heimsóttum Hólmfriði á heim- ili hennar við Skaftahlíð og áttum við hana örstutt viðtal. Hún kvaðst fædd og uppalin í Reykjavik og vera 18 ára um þessar mundir. Voðalegt, sagði hún, hvað tíminn er fljótur að líða. Það hlýtur að vera gaman að lifa. — Þú hefur auðvitað gengið á gagnfræðaskóla eða ef til vill aðra skóla. — Ég lauk prófi frá Gagnfræða- skóla Austurbæjar 1957. Þá fékk ég styrk frá American Field Service og var í Bandaríkjunum í eitt ár. Framhald á bls. 31. Þegar faðir hennar er í siglingu, hefur hún skrifstofuna hans til af- nota og þar er svo gott næði til þess að líta í bók. Tíminn er alltof fljótur að líða segir Hólmfríður Egilsdóttir sem er fyrst í röðinni af fimm stúlkum sem keppa um titilinn Sumarstúlka Vikunnar 1960

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.