Vikan


Vikan - 08.06.1961, Side 11

Vikan - 08.06.1961, Side 11
onar, III. og síðasti hlnti JRINN TOK ÞA Vilhjálmur 15 SAMAN S. Vilhjálmsson skráði Og svo var lagt af stað eftir „renn- unni" undir stjórn Nielsens og í blindbyl. Gekk ferðin vel um „renn- una“ og er allt Þótti öruggt, kvaddi Nielsen skipstjórann, Einar Stefáns- son með þessum orðum: „Gættu vel að því' að halda skipinu nógu djúpt. Haltu því frá ófriðarsvæðinu eins og þú getur?" Ferðin út gekk vel. Við komum til Bergen og biðum þar í tvo sólar- hringa ‘til þess að geta farið innan skers til Kaupmannahafnar. Margir farþeganna tóku Það ráð að fara af skipinu í Bergen, taka þar lest og fara með henni til Hafnar og er mér nær að halda að flestir hafi gert það. Hins vegar urðu þeir sem veikir voru eða eitthvað lasnir, og þeir, sem voru með veikt fólk eftir i skipinu. Hannes Hafstein var meðal þeirra, sem fóru með skipinu alla leið. Og loks komum við til Kaupmanna- hafnar. Þar var skipið strax tekið til viðgerðar og blöskraði öllum þegar þeir sáu botninn og undruðust yfir því að við skildum hafa komist á skip- inu alla leið frá íslandi svo illa var hann kominn. Við höfðum lika orðið varir við það á leiðinni út að skipið var lekt, enda staðið við pumpurnar og sífellt verið að mæla sjóinn í því. Kændir matvælum og tóbaki. Viðgerðin stóð í tvo mánuði tæpa, en siðan var aftur lagt af stað heim. Hannes Hafstein, dóttir hans, Geir Thorsteinsson og hin blinda systir hans, voru einnig með heim. Hvorki Hannes né hin blinda stúlka höfðu fengið nokkra bót meina sinna. Og enn fékk ég minn fyrri starfa að þjóna skáldinu á morgnana. — Hann- es var alltaf í góðu skapi við mig, en hann var mikið sjúkur og gat sig lítið hreyft. Hann þakkaði mér alltaf er ég hafði hellt á glasið hans. Oft varð ég var við það, að hann vildi að skammturinn væri stærri, en ég hafði mín fyrirmæli. Ég fann og inn á það, að Hannes var vonlítill þegar hann fór út, en enn vonminni var hann á heimleiðinni. Við vorum ekki langt á leið komnir heim þegar þýzkur kafbátur stöðv- aði okkur i Kattegat. Þýzkur liðs- foringi, ásamt sjóliðum, komu um borð og rannsökuðu þeir allt neðan og ofan þilja. Með okkur var Pétur Brynjólfsson, ljósmyndari. Hann var drukkinn og kjaftfor við hinn þýzka liðsforingja og lét hann Því taka Pét- ur og yfirheyra. Pétur lét sig ekki og talaði eins og hann væri alvopnað stórveldi og ekki bætti Það úr skák, að hann talaði þýzku reiprennandi. Leit svo út um sinn, að vegna fram- komu hans yrði farið með okkur til Þýzkalands — og ef það yrði gert, gátum við átt á hættu að við yrðum kyrrsettir. En betur fór en áhorfðist, því að liðsforinginn mun hafa komizt að raun um að um marklaust og valdalaust drykkjuraus væri að ræða, og Þjóðverjarnir fóru frá borði og tilkynntu að við mættum halda leiðar okkar. Þá létti yfir öllum, því að illa hafði litið út. Hins vegar verð ég að geta þess, að í raun og veru komu kafbátsmenn fram eins og sjóræn- ingjar, því að þeir tóku úr skipinu það sem þeim sýndist, en eingöngu var það matvara og tóbak, enda svarf þá skorturinn að Þjóðverjum og þeir að komast á heljarþröm eftir langvar- andi styrjöld — og ekki mun ástandið á sjónum hafa verið betra en heima í Þýzkalandi. — Þegar Þjóðverjarn- ir höfðu yfirgefið skipið settum við á fulla ferð og tókum kóssinn norð- ur fyrir ísland til þess að komast sem fyrst út úr ófriðarsvæðinu. Þegar heim kom, tók ég þá ákvörð- un að fara af Sterling og reyna að komst á togara. Pestin setur svip á Reykjavík. Ég sá, sem var, að ef ég ætlaði að rétta úr kútnum, þá yrði ég að hafa meiri tekjur en ég gat haft af far- mennskunni og nú áttum við barn i vændum. Það var þvi hugur í mér. Ekki skildi standa á mér að reyna að láta konu minni og barni liða vel. Ég bar fyrst niður hjá Alliance og vildi komast á Jón forseta, en hann sat fastur, innfrosinn, inni í sundum. Og ekki var hægt að losa hann eins og stóð. Ég beið enn nokkra daga, en réðist þá á Snorra goða. Skipstjóri var þá Páll Matthíasson. Stundum sigldum við út með aflann. E’inu sinni fórum við fjóra túra á saltfiskveiðar og stóðu þeir allir samtals í tuttugu og átta daga — og fylltum við skipið i hverjum túr. Um þetta leyti var mjög hart i búi hjá fólki. Atvinnu- leysið var geigvænlegt, en reynt var að draga úr hörmungunum með því að efna til svokallaðrar dýrtíðar- vinnu. Allt var á sömu bókina lært. Skal ég til dæmis geta þess, að auk dýrtíðarinnar og atvinnuleysisins reyndist sumt af þeirri erlendri vöru, sem keypt var til landsins, varla not- hæf. Minnist ég þess til dæmis, að kolin reyndust full af sandi og mold, svo að varla var hægt að kynda upp með þeim, hvorki á sjó né landi. Mjög bætti úr þegar frönsk skip komu hingað með kol handa skipunum svo að þau gætu farið á síldveiðar þetta sumar. Um haustið seinni hluta október- mánaðar stóð svo á, að við vorum albúnir að leggja af stað i söluferð til Englands. En þá kom fréttin um það, að þýzkur kafbátur hefði skotið togarann Njörð í kaf við Irland. Allir mennirnir höfðu bjargast eftir tveggja sólarhringa hrakninga á haf- inu og höfðu Þeir komizt i brezkan togara. Þegar þessi frétt barst, ákvað Páll Matthíasson að sigla ekki með skipinu, og bar hann það fyrir sig, að kona hans aftæki það með öllu. Veit ég og að það var rétt. Það varð þvi úr að Bergur Pálsson stýrimaður sigldi skipinu út. Við vorum ellefu á útsiglingunni. Ferðin gekk vel og við seldum aflann. Átta af skipsbrots- mönnunum af Nirði höfðu beðið eftir okkur og tókum við þá með heim. Þeir voru allir, að einum undantekn- um, orðnir veikir þá þegar af spönsku veikinni. Nokkrir, okkar skipverjanna á Jóni, veiktust á leiðinni heim og einn dó. Viö komum hingað til Reykjavikur Framhald á næstu síðu. Bjarni Brandsson. Með þessari grein lýkur greinaflokki Vilhj. S. Vilhjálms- sonar: Veraldarsaga Bjarna Brandssonar. Hér segir frá því, er togararnir voru seldir úr höndum sjómanna, árið 1917, þegar spanska veikin geysaði í Reykjavík, árið 1918, Halaveðrinu mikla 1925, þegar 68 menn týndu lífi, og loks slysinu, þegar Jón forseti strandaði við Stafnes árið 1926, en þá fórust fimmtán menn, en tíu var bjargað og var Bjarni Brandsson einn sá fyrsti, sem komst á land.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.