Vikan


Vikan - 08.06.1961, Side 12

Vikan - 08.06.1961, Side 12
Framhald af bls. 11. um kl. 9 um kvöld i svarta myrkri. Þá voru allir um borð veikir nema fjórir. Þar á meðal var ég. Ég kenndi mér einskis meins. Við lögðumst fyrir akkeri framundan Kvöldúlfsbryggju og flautuðum, hægt og rólega til að byrja með, en þvi ákafar sem lengra leið, því að enginn gerði vart við sig. Þannig leið tíminn til miðnættis eða rúmlega Það, og þótti okkur það und- arlegt, að enginn skyldi láta sjá sig. Loks tókum við það ráð að baksa út báti og rerum við svo þrír til lands, Bergur skipstjóri, ég og háseti, en einn háseti, sá eini sem frískur var fyrir utan okkur þrjá, varð eftir í skipinu til þess að hlynna að hinum sjúku. Við rerum beint að Kvöldúlfs- bryggju, en urðum ekki varir við neina mannaferð. Við staðnæmdumst um stund á bryggjunni, en bundum síðan bátinn. Við Bergur ákváðum að fara heim til okkar, en hásetinn varð eftir hjá bátnum. Ætluðum við Bergur rétt að skreppa heim og reyna að fá menn til þess að hjálpa okkur við að koma hinum sjúku á land, og ætluðum við alls ekki að dvelja lengi. Ég gleymi aldrei gönguferð minni um bæinn þessa nótt. Það var eins og allt lif væri slokknað. Óvíða sá ég týru i glugga. Allt virtist svart og kalt og það fór um mig ónota- kennd. Ég vissi þá, að pestin hafði komizt i algleyming meðan við vor- um í siglingu, en ekki gat ég gert mér í hugarlund að ástandið væri eins hörmulegt og það var. Ég kveið fyrir að koma heim. Kona min hafði þá eignast son og ég óttaðist fyrst og fremst um líf hans, svo lítill sem hann hafði verið og veikburða þegar ég tór. Þá hafði mér fundist hann svo smár og viðkvæmur, að ég mætti ekki koma við hann með hrjúfri sjó- mannshönd. Loks sá ég mann og hljóp til hans. Þetta var Jón Otti skipstjóri. Hann sagði mér frá ástandinu, fólk lægi sjúkt í nærri hverju einasta húsi í bænum, að fólk hryndi niður og ekki hefðist undan að koma því í jörðina. Ekki vissi hann hvernig ástandið væri heima hjá mér. Ég sagði honum hvernig ástatt væri um borð og lof- aði hann að koma og hjálpa okkur. Ég hraðaði mér svo heim og sá að myrkur var í húsinu. Ég reyndi hurð- ina, hvort hún væri ólsæst, en dyrn- ar voru þá lokaðar. Ég barði að dyr- um, fyrst hægt, en þegar mér var ekki svarað og ég heyrði ekki neina hreyfingu fyrir innan knúði ég fastar á. Þá vorum við saman i heimili, við hjónin og drengurinn okkar og tengdaforeldrar minir og dóttir þeirra og systir konu minnar, en hún var þá aðeins ótta ára gömul. Það var hún, sem loksins kom til dyra og opnaði fyrir mér, en svo máttfarin var hún að hún féll fram yfir sig í fangið á mér um leið og dyrnar opn- uðust. Hin fjögur voru öll mikið veik og aðhlynningarlítil, og lét ég það verða mitt fyrsta verk að fara í apótekið og sækja meðul og reyna að útvega mjólk. Lauk ég við það og tókst hvort tveggja, en hraðaði mér siðan niður á Kvöldúlfsbryggju. Þar var þá Bergur kominn og Jón Otti. Bergur hafði fyrst farið heim til sín og hlúð að sínu fólkið, sem veikt var, en síðan hafði hann farið heim til reiðarans Thor Jensens og þá var allt fólkið á því heimili veikt, hjónin og börnin, að undanskildum Richard einum, sem var rólfær. Jón Otti fór nú að útvega menn til Þess að hjálpa okkur til þess að koma hinum sjúku á land. Reyndi hann líka að ná í lækni, en það tókst ekki, enda voru Þeir læknar, sem i bænum voru, annaðhvort orðnir örmagna af þrældómi eða sjúkir. Svo hófumst við handa að íara með veiku félagana í land og líkið og lukum því á skömm- um tíma. Þegar þessu var lokið, fór ég heim til skipstjórans, Páls Matt- híassonar, en hann var þá orðinn svo veikur, að ég efast um að hann hafi þekkt mig, hann dó næsta dag. Við höfðum komið með fullt skipið af kolum frá Englandi. Það naut margur sjúkur góðs af þeim farmi. En okkur var ekki til setunnar boðið. Við sigldum allt þetta haust. Það mun hafa verið 11. nóvember er við vorum staddir tuttugu til þrjá- tíu sjómílur frá St. Kilda, að við sáum þýzkan kafbát koma úr djúp- unum og hafði hann hvítan fána að stöng. Þá skildum við fyrst, að styrj- öldinni var lokið. Þetta var vopna- hlésdagurinn. Þá varð mér að orði: „Nú ætti maður skilið að fá að fara afturá, láta sjóðandi te í fant og hella miklu af einhverju sterku út í það.“ Þannig slaknaði á taugunum hjá manni. — Ég held að mér hafi orðið að ósk minni. Það mtin hafa verið við landkenn- ingu fyrr um haustið, sem við sáum allt I einu bregða fyrir björtum leiftr- um uppi yfir landinu, við munum þá hafa verið tvö hundruð og fimmtíu til þrjú hundruð milur frá því á leið úr siglingu. Það var Katla að gjósa. Þegar myrkt var voru leiftrin rauð, en þegar bjart var, voru þau hvít. Þessi leiftur sáum við lika þegar við vorum út af Patreksfjarðarflóa á veiðum. Og þaning hélt þetta áfram ár eftir ár. Ég var alltaf á togurum, þar á meðal var ég á Agli Skallagrimssyni með Sigurði Guðbrandssyni. Á þess- um árum voru togararnir á síld á sumrum og ísfisksveiðum eða salt- fiski á vetrum. Halaveðrið. — Mölbrotnir til Reykjavíkur. Það mun hafa verið um áramótin 1924 og 1925, sem ég fór aftur á Jón forseta. Ég var á honum í Halaveðr- inu mikla. Það skall á seinni hluta laugardags 7. febrúar. Þá vorum við nýkomnir á miðin frá Reykjavík og vorum að byrja veiðar. Veðrið skall á eins og hendi væri veifað. Þarna var mikill fjöldi togara bæði erlendra og innlendra. Áttin var á norðan og blindbylur með hörkufrosti. Veður- hæðin fór sífellt vaxandi. Skipstjóri okkar, Kolbeinn Þorgteinsson, kallaði allt í einu, að við skyldum taka upp trollið en gera það lauslega, því að hann ætlaði að kippa grynnra. Hann hélt að þetta yrði aðeins hryðja. En við komumst aldrei niður, þvi að veðrið óx með undraverðum hraða og bylurinn varð æ svartari. Við lögð- um til og héldum upp í og reyndum að forða skipinu eftir mætti. Ég held, að það hafi verið snemma á sunnu- dagsmorgninum, sem við fengum á okkur ólag. Það brenglaði aljt fyrir okkur, tók bátinn og braut brúna svo að engin rúða var heil eftir i henni og ijóskerin hurfu. Samstundis hálfíylti lúkarinn og brúna. Svo mik- il varð frostharkan, að maður blind- aðist ef maður stóð gegnt veðrinu og það fraust næstum því fyrir vitin á okkur. Þó að allar rúður væru úr brúnni var snjókoman, særokið og frostið svo ákaft, að það fraus fyrir opna gluggana á ótrúlega stuttum tíma. Þá fór og utanborðstrollið og óttuðumst við mest, að það lenti í skrúfunni, enda hefði ekki verið að sökum að spyrja hefði þannig farið, því að þá mundi skipið hafa farizt. Skipið rak nú beint í vestur út af Patreksfirði. Þegar við komum að Látrabjargi, sáum við hvar Hilmir slagaði og var hann búinn að missa bæði bátadekk og afturmastur. Veðrið tók nú að lægja og við héld- um beint til Reykjavíkur, enda ósjó- færir eins og komið var. Smátt og smátt fóru skipin að koma inn, öll meira og minna brotin og löskuð. Maður beið i ofvæni eftir hverju skipi og þá var fylgst vel með skipa- komum. Loks vantaði aðeins tvö þeirra: Leif heppna úr Reykjavik, en skipstjóri á honum var Gísli Oddsson, en á Leifi voru þrjátiu og þrír menn, og enskan togara, sem gerður var út frá Hafnarfirði: Marshall Roberts- son, en á honum var skipstjórl Einar Magnússon og á skipinu voru þrjátíu og fimm menn. — Bæði þessi skip höfðu farizt og með þeim sextíu og átta menn. — Þetta var þá mesta mannskaðaveðrið á þessari öld, og að líkindum stendur það met enn. Ömegðin hafði vaxið hjá okkur hjónunum. Við höfðum eignast fjög- ur börn. Það siðasta fæddist árið 1926. Mikið atvinnuleysi var i landi og hörmungarástand hjá fólki. Ég var alltaf á sjónum og við komumst af eins og það er kallað. En allt varð að spara. Ég þóttist ekki draga af mér, né sleppa neinu tækifæri, og konan mín annaðist , heimilið og börnin af frábærri ráðdeild og kost- gæfni. Það fór ekkert í súginn hjá okkur. Og straumurinn tók þá fimmtán saman. Hinn 23. febrúar árið 1926 iagði Jón forseti af stað úr Reykjavik og ætlaði að fiska í salt. 25 menn voru á skipinu. Skipstjóri á Jón forseta var Guðmundur Guðjónsson, en hann var ekki með skipið í þessum túr heldur fyrsti stýrimaður, Magnús Jó- hannsson, fyrsti vélstjóri var Skúli Skúlason og matsveinn Stefán Árna- son, en fimmtán ára gamall sonur hans var með honum til aðstoðar, ég var bátsmaður og hafði verið það lengi. Við héldum beint á Selvogs- banka, en fengum þar ekki bein úr sjó svo að við fórum þaðan í Jökul- djúpið. Þar fengum við aðeins reit- ing fyrst, en svo datt hann niður. Seint á sunnudagskvöld tókum við upp og var ákveðið að halda aftur á Selvogsbanka og vita hvort að ekki hefði glæðst þar. Þokudumbungur var og sáum við alls ekki til lands. Ég fór í koju um líkt leyti og haldið var frá Jökli og átti ég að koma á vakt um miðnætti. Ég svaf vel og kom á vakt á réttum tima. Varð það mitt fyrsta verk, að fara upp í brú, ásamt manni af minni vakt. Átti annar að taka stýrið, en hinn að halda útkik. Hinir vaktarfé- lagar mínir fóru aftur á til þess að fá sér hressingu. Skipstjóri hafði sjálfur verið uppi og var hann enn á fótum. Ekki höfðu þeir á fyrri vaktinni enn haft landkenningu og ekki séð til vita. Um þetta leyti voru allir, sem ekki áttu vakt, komnir í koju. Ég sá í öldinni okkar, sem ég gluggaði í þegar hún kom út, að veðrinu er lýst þannig, að um þetta leyti hafi verið veður „hið versta, stórsjór og dimmviðri“. Ég verð að segja það eins og það er, að hvað svo sem blaðafregnir hafa sagt um Það, þá minnist ég akki að þá hafi verið „versta veður“, þvert á móti. Hlns vegar er það rétt, að það var dimm- viðri, aðallega vegna þokudumbungs. Stórsjór var ekki. Klukkan mun hafa verið um fimm- tán mínútur gengin í eitt þegar skipið virtist allt i einu fá á sig mikið högg. Ég hringdi þá þegar á „stop“. Skip- stjóri kom þjótandi upp, en hann var nýgenginn niður. Hann skipaði: „Fulla ferð aftur á bak.“ En I sama bili fór skrúfan af skipinu. — Skip- verjar þustu nú upp hver af öðrum og allir klæddir. Rétt í þessu sáum við vitaljós og þóttumst við kenna á leiftrunum að um Stafnesvita væri að ræða. Við Þekktum staðinn og óttuðumst hann. Þarna er mikil fjara og stórgrýtt mjög, enda sáum við í dimmunni dranga upp úr sjónum. Við höfðum strandað á Stafnesi, rétt hjá vitanum. Neyðarskeyti voru þegar send út og gerðist nú allt á svo stuttum tima, að erfitt er að gefa glögga mynd af atburðum. Okkur var fullkomlega ljóst, að við vorum í mikilli hættu og að fyrst skrúfan fór, þá væri skipið tapað. Við þustum niður í lúkar hver af öðrum til þess að búa okkur, sem bezt — og man ég, að þegar ég hafði klætt mig í mín hlýjustu föt, greip ég fulla flösku af nef tóbaki og batt hana fasta við hálsinn á mér, Þannig að hún hékk á brjóstinu. Fyrsta verk okkar að þessu loknu var að setja út skips- bátinn. Nokkur deila reis miili okkar þá. Ég vildi að við færum allir í bátinn og freistuðum að komast á land í honum, þvi að sjór var ekki mikill og við höfðum strandað um háfjöru. Skipstjórinn vildi það ekki. Hann vildi bíða um stund eftir að það hækkaði í sjónum, hann vonaði að veður mundi ekki versna, en ótt- aðist á hinn bóginn, að báturinn mimdi kastast upp í einhvern drang- inn og brotna i spón og við þá ekki hafa það af að svamla i lancL. Bátur- inn varð fullur af sjó um leið og hann var settur út, en hásetar fóru i hann og Þurrjusu hann. Síðan var hann bundinn rammiega. En það fór ekki eins og skipstjóri hafði vonað. Við flóðið og birtuna versnaði í sjóinn svo ört, að innan tíðar var orðið brot í brot. Þá kall- aði skipstjóri, að nú væri svo komið að hver og einn yrði sjáifur að taka ákvörðun um það, hvar hann vildi vera, á hvalbaknum eða í brúnni. Við lentum margir saman á hvalbaknum, en við vaxandi sjó flúðum við af hon- um og upp í vantinn eða reiðann, en á hann var baujan bundin og lág- um við flestir utan í henni. Skipstjór- inn og yfirmenn ásamt nokkrum fleirum fóru i brúna .Áður en við gengum þannig frá okkur til björg- unar, fór vélstjórinn niður og gekk frá eldinum til þess að reyna að koma í veg fyrir ketilsprengingu. Veðrið fór versnandi og sjórinn óx stöðugt. Nú var farið að lýsa af degi og innan litillar stundar urðum við varir við skip, sem voru að koma á vettvang. Fyrstur kom togarinn Gylfi, en síðan kom Ver og loks Tryggvi gamli. En þeir komust ekki nálægt okkur og gátu ekkert aðgert. Tryggvi gamli dældi lýsi eða olíu í sjóinn til þess að reyna að lækka brimið, en austurstraumurinn, sem var mjög stríður, tók olíuna svo að hún komst aldrei að okkur. Rétt áð- ur en skipin fóru að koma urðum við varir við mannaferðir á landi. Þeir voru Þar með bát, Utinn bát, en þeir virtust ekkert geta gert, enda þóttzt sannfærðir um, að báturinn mundi brotna í spón ef þeir freist- uðu að komast út. Og nú fórum við að týna tölunni. Við vorum á hvalbaknum á meðan unnt var, en sjór fór að ganga yfir hann og það var þá, sem við fórum hver af öðrum í vantinn. Einn sUtn- aði frá okkur við þær tilraunir .Annar ætlaði að reyna að komast í brúna,. hefur víst haldið að þar væri meiri von, en það var þó augjjógt frá upp- hafi, að hættan var ftpn meiri þar ■ heldur en þar sem við vorum. Þrlðji maðurinn slitnaði af vantinum. Sá fjórði slitnaði einnig af honum, en okkur tókst að ná í hann og binda . hann hjá okkur. Okkur leið svo sem ekki illa þarna í vantinum nema þeim neðstu, við lágum mishátt í honum eins og gefur að skilja og ólögin skullui. á þeim neðstu. Ég var meðal þeirra. Ég fór hvað eftir annaö á bóla kaf, en skók hausinn þegar ég kom upp úr rótinu og tók í nefið. Við vorum með baukana okkar og réttum hver öðrum. Þegar búið var úr þeim, hent- — Nei takk, ég lofaði konunni minni að drekka bara eitt glas. 12 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.