Vikan


Vikan - 08.06.1961, Side 14

Vikan - 08.06.1961, Side 14
Francoise d Eaubonne TUTTUGASTI KAFLI. Fyrir innan aígreiösluborðið í anddyri gistihúss- ins sat fullorðin kona og haföi búiö um sig fyrir næturvökuna. Andúðin í svip hennar leyndi sér ekki, þegar hún svaraði beiðni Mic. „Ojú, þú get- ur gengið upp til hans rétt sem snöggvast þótt slíkar heimsóknir séu ekki til siðs svo siðla kvölds." Mic svaraði engu, en hélt upp stigann, lotin í herðum. Hún hefur sama göngulag og bróöir henn- ar, hugsaði konan, þetta hlýtur að vera i ættinni. Hún horfði á eftir henni og hnipraði sig saman í horninu fyrir innan afgreiðsluborðið. Bob var kominn á leiðarenda; hann gekk líka lotinn og hann var dálítið reikull í spori. Daufur ljósbjarmi skein úr glugganum á skrifstofu föður hans. Piltur og stúlka stóðu á gangstéttinni og ræddust viö. Tvö fíflin enn, sem ekki gerðu sér grein fyrir endalokum alls, nýorpinni gröf, þar sem regndroparnir féllu án afláts á moldina. Ef til vill hafði skeggjaði unglingurinn hitt hina einu réttu leið, ef til vill var sifelld barátta við hungur og kulda eina ráðið til þess að gleyma tilgangs- leysi lífsins og endalokum þess. Og enn sá hann fyrir hugskotssjónum sínpm hvernig regndroparnir féllu án afláts á nýorpna gröf Francoise. Hann þorði ekki að ganga rakleitt inn, í því á- sigkomulagi, sem hann var. Nokkurt andartak nam hann staðar og virti fyrir sér ljósbjarmann úr skrifstofuglugganum. Svo gekk hann yfir strætiö og inn í kaffistofuna fyrir handan. „Við erum að loka,“ sagði eigandinn. „Eg ætlaði aðeins að fá kaffi.“ Hann svalg í sig svart kaffið, en iðraðist þess á eftir því að það fór illa í maga hans. Þetta var allt eins og samfelld martröð, og það hafði tekið hann tuttugu ár að komast að raun um það. Hann gekk yfir strætið og heim að húsinu, og var nú stöðugri í spori. „Þú hefur komið seint heim að undanförnu,“ sagði faðir hans, sem Stóð í skrifstofudyrunum. „Hvar hefurðu haldið þig? Móðir þín var orðin dauðhrædd um þig. Þú veizt hvernig þetta kven- fólk er.“ „Já, svo sannarlega," svaraði Bob og gætti ekki að sér. En faðir hans veitti svarinu ekki neina athygli. „Þú skemmtir þér á meðan ég vinn fyrir þér baki brotnu. Þú heldur kannski að hið opinbera geri mér auðveldara fyrir með rekstur verksmiðj- unnar? Nei, sonur sæll, hið opinbera gerir það sem það getur til að eyðileggja alla hluti fyrir manni. Ég var einmitt að segja það við aðalgjald- kerann minn í dag . . . En hvað er þetta . . .“ Hann tók um handlegg hans. „Hamingjan hjálpi mér -- þú ert drukkinn!" Bob brá hendi fyrir augu. Það var bölvað ekki sen kaffið. . . „Komdu inn í skrifstofuna og talaðu við mig...“ Það var einmitt þetta, sem Bob hafði óttast. „Nei, pabbi — ekki núna,“ mælti hann biðjandi og rödd hans var svo annarleg að hann langaði mest til að hlæja. Þegar allt kemur til alls, er þetta í lagi. Ég læt orð hans ganga inn um annað eyrað og út um hitt. Þau eru eins og regndroparnir. „Það rignir og rignir, er það ekki?“ spurði hann. Faðir hans starði á hann, og gætti fremur undr- unar en reiði í svip hans. „Ég ætlaði aðeins að segja við þig fáein orð, eins og karlmaður við karlmann,” sagði hann rólega. „Það er löngu hætt að rigna, bara svolítill suddi.“ Og Bob fylgdist með honum inn í skrifstofuna. Roger lagði niður talnemann, eftir að vöku- konan hafði tilkynnt honum að hann ætti von á heimsókn. Lina stóð klædd greiðsluslopp frammi fyrir speglinum í baðherberginu. Roger leit til hennar og það var kvíði í röddinni. „Það hlýtur að vera eitthvað alvarlegt á seyði,“ sagði hann, „fyrst hún kemur hingað, eftir það sem á undan er gengið út af bilkaupunum." Lína brosti. Hún hafði burstað hárið og þurrkað af sér andlitsfarðann. Hún var falleg stúlka. „Ég skil,“ svaraði hún. „Þetta á að verða eins- konar sáttafundur. Jæja, ég læt ykkur ein um það.“ „Þú mátt ekki bregðast mér þannig,“ sagði Rog- er. „Þú ferð ekki frá mér við svo búið, telpa mín.“ Lína tók handklæðið, sem hún hafði vafið um háls sér eins og trefil. Hún hló. „Vist, vinur minn,“ svaraði hún. „En ég lít til þín, þegar ég hef fengið mér bað.“ Hún var varla búin að opna dyrnar, þegar Mic kom inn. Baðmullarklúturinn, sem hún hafði um höfuðið, var votur af regnúða og dropar á andliti hennar. Hún gekk^fram hjá Linu og lét sem hún sæi hana ekki ,en Lína klappaði vingjarnlega á öxl henni. „Það er þetta garnla," sagði hún við Roger. „Ástin . . .“ Að svo mælut gekk hún út úr herberginu. Roger brosti ekki við orð vinstúlku sinnar, en sneri sér að Mic og gerði ekki minnstu tilraun til að leyna kviða sínum. Systir hans stóð á miðju gólfi svefnherbergisins, hálfkjökrandi. Loks tók hún til máls lágri röddu, mjög ólíkt því sem hún var vön a'ð haga orðum við bróður sinn. „Ég trufla ykkur Linu. . Roger leiddi hana að rekkjunni og lét hana setjast á stokkinn, við hlið sér. „Segðu mér eitt — var það satt, sem hún sagði um leið og hún fór út?“ Mic dró annan hanzkann af höndum sér og þurrkaði sér um augun. Roger brá hendinni undir svæfilinn og dró fram vasaklút, sem hann fékk henni. „Þakka þér fyrir. Já. . . það var satt." „Þú veizt kannski, að ég er ekki sérlega fróður um þessháttar." Það var eins og hann ætti i einhverjum vand- ræðum; dró upp sigarettupakka, bauð henni og bætti við, glaðlegri í röddinni: „Ég hef ekki svo mikla reynslu á því sviði." „Ég býst við að þú gerir ráð fyrir að ég hafi þar meiri reynslu," svaraði hún og reyndi að láta ekki bera á tárum sinum. Roger tók eldspitustokk af borðinu og kveikti í sígarettu hennar. „Þú ert ágætur," sagði hún. „E’r það kannski ungi pilturinn, sem ég hitti heima hjá þér?" Mic sogaði að sér reykinn og kinkaði kolli. „Hann virðist sérlega prúður og vandaður pilt- ur,“ mælti Roger. „Það er hann líka.“ Hún varp þungt öndinni. Hún var eins og skóla- telpa, sem hefur fengið harða áminningu. „Þá geri ég svo vel og fæ ekki skilið. . .“ „Heldurðu kannski að ég skilji það?“ Nú var það hann, sem varp þungt öndinni. „Veitti hann þér ofanígjöf ?“ spurði hann. „Já.“ „Og kvaddi þig í eitt skipti fyrir öll?" „Já.“ „Og nú veiztu ekki þitt rjúkandi ráð?“ „Já, það er ekki langt frá því, en vitanlega eru tildrögin, sem allt veltur á. . .“ „Frekar en því, sem orðið er?“ hann lagði hönd- ina á öxl henni. „Þetta er vonandi ekki ákaflega. alvarlegt ?“ „Jú, það er það einmitt. . .“ Hún hafði slökkt í sígarettunni. Tár blikuðu á. hvörmum hennar og runnu niður vangana. „Svona, taktu þessu með ró, telpa mín,“ sagði Roger og klappaði henni vingjarnlega á öxlina. Mic reis allt i einu á fætur. „Já, bróðir minn. sæll. . . . það eru tildrögin sem öllu valda." „Segðu mér það nánar. . „Ég hef gert sjálfa mig að fifli, og hann veit það.“ Hún þagði nokkra hríð. Roger beið þess, að hún tæki aftur til máls af sjálfsdáðum. Loks mælti hún, breyttri röddu: „Ég lagðist með öðrum „Hvað segirðu?" „Ekki annað en satt er. Ég lagðist með strák, sem mér þykir ekki hið minnsta vænt um og honum ekki heldur um mig. . . Ég varð Bob svo reið, en reiðin er aldrei sprottin af öðru en minni- máttarkennd. Já, ég gerði það — og Bob kom að okkur. . .“ „Já, og hinn bauð honum hressingu." „En hann . . . veitti hann strákfjandanum ekki vel úti látna ráðningu?" Roger var nú líka risinn á fætur. „Nei, hann hvarf á brott án þess að hafast nokk- uð að. Þetta er allt og/sumt. Ó, Roger hvað á ég...“ Hún brá úlnliðnum að munni sér og læsti að honum tönnum og tárin streymdu niður vanga hennar. Roger starði á hana stórum augum og reyndi að átta sig á frásögn hennar. En hversvegna gerðirðu þetta? Ánægjunnar vegna, eða hvað?“ „Hamingjan góða . . . nei!" „En hvað þá? Þú ert Þó ekki snarbrjáluð, eða hvað? Hvað á slíkt framferði eiginlega að Þýða?“ Mic tók að stika fram og aftur um gólfið. Eftir svip hennar að dæma, þóttist Roger mega eiga von á þvi að hún færi þá og þegar að æpa og veina. En hún stillti sig, talaði lágt og snökti á milli orðanna. „Hversvegna? Já, hversvegna? Það er einmitt mergurinn málsins. Ef maður bara vissi hvers- vegna maður gerir slikt og þvílíkt. Ég hef svo margsinnis leikið þennan leik, og það án þess að ég hefði nokkra ánægju af. Vegna þess eins að lífið er eins og það er. Vegna þess að heimurinn er eins og hann er. Vegna þess að það er svo margt, sem maður verður að reyna að gleyma og þurrka út. . . Og vegna þess að maður er alltaf höfuðsetin, alltaf einhver, sem er reiðubúin að notfæra sér veikleika manns og hremma mann. . . Vegna þess að maður vill halda frelsi sínu, og má hvergi láta undan — annars fellur gildran, og maður situr fastur í henni. Og það er ekki eins og mér sé það nein ómissandi unun að leggjast með strák. . . maður er ekki lengi að komast að raun um blekkinguna . . . en það er agnið á gildrunni 14 VlKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.