Vikan


Vikan - 08.06.1961, Side 15

Vikan - 08.06.1961, Side 15
. . . agnbltlnn, sem maOur getur ekkl stlllt slg um a8 narta i, æ ofan I æ . .. elskar, elskar, elskar . . . Þetta eru hin neikvæðu viöbrögð einstaklings- ins. . .“ Roger starBi á hana. „Um hvað ertu eiginlega að tala?“ spurði hann, begar hann loks kom orði að. Rödd hans lýsti slíkri undrun og skilningsleysi, að Mic bagnaði gersamlega og tók að virða hann fyrir sér. Hann sat þarna á rekkjustokknum, lagði lófa á hné sér, starði á hana opinnmyntur og svipur hans bar merki þreytunnar eftir erfiði dagsins. Andlitið var aðlaðandi, en fullorðinslegra en hann hafði aldur til, augnatillitið hreinskilningslegt, og þess varð ekki á neinn hátt vart, að hann væri hneykslaður eða gramur — aðeins undrandi og skildi ekki neitt I neinu. Og Mic roðnaði, i fyrsta skiptið eftir að hún kom inn. „Nei — hvað þig snertir. . sagði hón og tók sér sæti á stól. „Hin neikvæðu viðbrögð einstaklingsins," end- urtók Roger," eða sagðirðu ekki eitthvað á þá leið?" „l?g veit, að við erum ekki á sömu bylgju- lengd. . .“ „Það skal ég ekkert um segja. en þessi orð þín virðast ærið mótsagnarkennd. Ég geri ráð fyrir, að þú hafir lært þau i hópi þessara krakkakjána, sem þú lætur hafa áhrif á þig. Þegar við Lína er- um ein saman, verð ég þess aldrei var, að þar sé um neikvætt samband okkar sem einstaklinga að ræða. . . eða var það ekki það, sem þú sagðir. . . heldur þvert á móti. Það væri þá heldur að ég yrði var þessara neikvæðu viðbragða, þegar verk- stjórinn er að skipa mér að gera þetta eða hitt. . . eða þegar ég stend frammi fyrir gjaldkeranum og tek við laununum mínum . . . eða ég ligg undir bíl í stað þess að skemmta mér með félögum mín- um . . . Það er einmitt þegar ég vef stúlkuna mína örmum, að öll viðbrögð mín sem einstaklings verða jákvæð, Annars er ég ekki vanur að tala svona opinskátt. . . .“ „Þetta er eingöngu þitt sjðnarmið. . . Það breytir ekki neinu fyrir mér. . .“ Hann sá að varir hennar fóru enn að titra, og lagði arminn um mitti henni. „Ég skil það eitt, að þér líður illa," sagði hann. ,,Þú talar við mig, rétt eins og ég væri. . .“ Hún harkaði af sér og reyndi að bregða fyrir sig glettni. „Vélritunarstúlka, sem fengið hefur ofan- Igjöf hjá húsbónda sínum." „Þær taka sér það líka nærri," svaraði hann ró- lega. Hann lagði við hlustirnar. Lína lét ekki sjá sig enn. Hún var sennilega enn í baði. „Þótt þú getir kannski ekki gert þér það i hug- arlund, telpa min,“ bætti hann við. Mic greip um rimlana 1 rúmgaflinum og skók þá til eins og fangi i klefa. „Svona er komið fyrir mér,“ sagði hún. ,.Ég er orðin herfang minna eigin tilfinninga. Lítil, hel- sæð dúfa. Tilvalin hetja í kjökursögur kerlinga- blaðanna. Hvilíkur sigur. . . hvílíkur sigur. . .“ „Fyrir hvern?" Roger brosti við. „Sjáðu nú til, Mic. Ég tel sök þína ekki svo óskaplega . . . en heldurðu ekki að Þarna sé fyrst og fremst um dálitið annað að ræða . . . við getum kallað það þrákelkni eða heimsku, ef við viljum vera kurt- eis.“ Hann lagði höfuð hennar að öxl sér. „Sérðu eftir þvi, sem þér hefur orðið á?“ spurði hann. ..Ég sá eftir því, jafnvel áður en mér varð það á.“ viðurkenndi hún. Rödd hennar var nú ekki hrjúf lengur, heldur mjúk og þýð. „Það er gott,“ sagði hann og kyssti hana á vang- ann. „Þú gerir þér þá Ijóst að þér hefur að vissu leyti skjátlast.“ „Ég get ekki annað. Það er þýðingarlaust að neita staðrevndum. Það er vitanlega ekki auð- velt að verða að viðurkenna slíkt, brððir sæll, en . . .“ „Þú hefur ef til vill álitið, að lífið sé fyrst og fremst undir Þvi komið að maður vinni sífellt sigur?" Hann hristi höfuðið. Þetta, að iðrast eínhvers áður en það var gert, en gera það engu að síður, var skilningi hans algerlega ofvaxið. „Þú elskar hann þá?“ mælti hann enn af sömu alvöru. Enn varð nokkur þögn. Mic hafði lolcað augun- um og virtist hugsi. En játningin varð henni ekki auðveld. „Ég verð að játa að ég elska hann af líkama og sál “ „Ágætt," sagði hann. „Þá verður þetta allt auð- velt við að fást — Þú segir honum að þu elskir hann, og þá fellur allt í ljúfa löð." „Þetta er ráðið, eða hitt þó heldur. Ég á að fara heim til hans, klukkan tíu að kvöldi, hringja dyrabjöllunni og segja við foreldra. hans: Gott kvðld. Má ég tala nokkur orð við Bob? Og «vo & ég að snúa mér að honum og segja: Bob, auðvitað máttu treysta því og trúa, að ég elska þig. . .“ „Hvernig væri að nota símann? Til einhvers hefur hann verið uppfundinn." Hann benti henni á símatækið á borðinu. Hló lágt. „Elskar hann af likama og sál,“ mælti hann og svipur hans varð undurhlýr. „Ef þú bara vissir hve vel mér fellur við þig, telpa mín.“ „Nú er það ég, sem geri svo vel og skil ekki," svaraði hún og leit ekki af símatækinu á borðinu. „Svona nú,“ sagði hann eggjandi. „Láttu undan freistingunni. . . ." „Hann mundi bara gera gys að mér. Hann vill ekkert við mig tala.“ „Það kæmi mér á óvart. Að vísu hef ég ekki séð hann nema rétt í svip, en hann virtist harla ólíkur öðrum kunningjum þínum, skilurðu." „Þú heldur að þetta sé auðvelt viðfangs. Ég á að hringja til hans og segja honum að ég elski hann, og svo heldurðu að allt verði eins og ljúfur leikur.“ „Það kostar að minnsta kosti ekkert að reyna..“ Mic leit ýmist á hann eða simatækið, en nú var eins og henni stæði hálfgerð ógn af þvi. „Hlustaðu nú á mig, Roger ...“ „Jæja þá?“ „Það, sem ég var að viðurkenna fyrir þér, hef ég hingað til aðeins viðurkennt fyrir sjálfri mér. En nú er um annað að ræða — verður þetta ekki talsverð áhætta ...“ „Haltu áfram. Nú skilst mér að þú ætlir að byrja aftur á upphafinu, en hvað um það ...“ „Nei, hlustaðu á mig. Það er langt siðan ég sá það fyrir, að svona hlyti það að fara — að ég yrði ástfangin, fyrr eða síðar. Raunar vildi ég ekki trúa því, en ég vissi Það samt.“ „Áfram ...“ „Og í hvert skipti, sem þetta hugboð hefur ásótt mig, hef ég sagt við sjálfa mig í huganum, að hann mætti aldrei komast að því. Ekkert er verra en það, að karlmaður viti að kona ann honum, því að Þá lítur hann samstundis á hana sem sína eigin eign. Og þá er ekki að sökum að spyrja.“ „Þú ert farin að þreyta mig, Mic. Og nú ertu farin að þrugla í heimspekinni aftur. Ég hef ekki sérlega mikinn áhuga á henni, eins og þú veizt. Taktu nú talnemann og náðu sambandi við Bob þinn.“ En Roger greip skyndilega um úlnlið henni. „Hinn náunginn," hvíslaði hann. „Þú hefur þó ekki verið að vinna fyrir Jagúarnum ...“ Mic brá. „Roger, geturðu ætlað mér slíkt?" mælti hún. „Heldurðu að ég geti lagzt með einhverjum ... til þess að komast yfir bíl?“ Roger lelt bliðlega á hana. „Þú þarft ekki að hrópa. Nei, ég hefðl ekki trúað slíku á þig. En nú skulum við ekki vera að þrasa um það lengur; það kemur mér ekki við, hvernig þú aflaðir þér peninga fyrir honum. Hvað er símanúmerið heima hjá honnum?" Mic sagði honum það og rödd hennar titraði. Hann spurði á meðan hann sneri skífunni: „Var það ég einn, sem þú gazt snúið þér til? Áttu ekki neinn vin, eða vinkonu ...“ „Nei,“ hvíslaði hún. Roger hristi hðfuðið og virtl hana enn fyrir sér. Simahringlngin truflaði föður Bobs í miðri ræðu. „Ef þú heldur að ég sé einhver gamall fausk- ur, sem ekkert skilur, þá gerir þú þér alrangar hugmyndir um mig, sonur sæll. Ég skil þetta allt, þekki það af eigin raun. Þegar ég var á þínum aldri, hafði ég líka gaman af að dansa og skemmta mér. Og á stúdentsárum mínum var ég líka mesti uppreisnarseggur og skrambi rót- tækur. Já, ég var meira að segja sósialisti og kaus með vistrimönnum. Þá skilurðu þetta, er ekki svo? En fyrr eða siðar verðum við að binda endi á slikan kjánaskap. Ég er ekki að ávita þig, ég skil þig. Það er ekki heldur neitt rangt við það að verða ástfanginn — annað væri þvert á móti óeðlilegt ... maður verður að eiga sér vin- konur, það er ekki annað en lífsins lögmál. Ef hún móðir þín heyrði til okkar núna, þá er ég viss um að hún fengi slag. En ég vil bara koma þér í skilning um það, að ég skil þetta allt mæta- vel. Samt sem áður get ég ekki látið það afskipta- laust, að þú drekkir og vanrækir nám þitt. Þú mátt ekki láta þér gleymast, að einmitt nú ertu að leggja grundvöllinn að þinni eigin framtið. Seinna verður þú svo forstjóri fyrirtækisins og verksmiðjurnar þln eign. Þú getur ekki staðið í slíkri stöðu og haft stjórn á fjölda undirmanna, nema þú getir haft stjórn á sjálfum þér. Það er einmitt þetta stjórnleysi á lægri hvötum, spill- ingin, sem rænt hefur yfirstéttirnar allri ábyrgð- artilfinningu, sem er að verða Frakklandi að falli ... Halló ..." Veik, titrandi rödd spurði: „Afsakið, en mig langar til að segja nokkur orð við Bob, ef hann er kominn heim.“ „Hann er hérna, ungfrú. Gerið svo vel.“ „Gerið svo vel að segja honum, að það sé Mic ...“ Bob hafði sprottið úr sætinu, faðir hans rétti honum talnemann og brosti. „Ungfrú Mic, að spyrja eftir þér ...“ Bros hans var bersýnilega vel meint — nú er að sjá hvórt Þú ert eins sterkur á svellinu, sonur sæll, og þér ber skylda til. Framhald í næsta blaði. „Itoger, geturðu ætlað mér slíkt?“ mælti hún. „Heldurðu að ég geti lagzt með einhverjum ... til að komast yfir bíl?“ ViKAK 15

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.