Vikan - 08.06.1961, Blaðsíða 30
NIoni
auðveldar hárlagninguna
Hárið verður glæsilegt
HÁRIÐ HBLDUR SÉR MJÖG YEL MILLI ÞVOTTA
^LLAR VILJUM við að hárið
verði eins og það er lagt og
haldist þannig milli þvotta. Ef við
breytum hárgreiðslu, þá þarf
nýja greiðslan að endast vel.
Þess vegna er nauosynlegt að fá
sér perm og það er TONI sem
leysir galdurinn. EVEN-FLO hár-
liðunarvökvinn er það eina, sem
gerir lagninguna auðvelda. Setur
glæsibrag á hárið.
Svo auðvelt. Fylgið aðeins hin-
um einföldustu leiðbeiningum, sem
eru á íslenzku, og hárlagningin
verður fullkomin, og endingargóð.
Gentle fyrir auðliðað hár.
Super fyrir erfitt hár.
Regular fyrir venjulegt hár.
Veljið TONI við yðar hœfi.
Stórveldanjósnir á fslandi.
Framhald af bls. 5.
tilgangi að ræOa við ríkisstjóm Is-
lands.
Nefndarmenn voru þrír: Richard
Walter, sem var formaður nefndar-
innar, flugstjóri, Aug. Schiffer, flug-
stjóri frá Hamborg, og dr. R.
Bilfinger, verkfræðingur frá Berlin.
Walter var kunnugur hér áður,
hafði verið flugstjóri hjá gamla flug-
félaginu, sem stofnað var hér árið
1928. Hafði hann Þá umsjón með flug-
ferðum hérlendis. Seinna hafði hann
farið til Kína, en fékkst um Þessar
mundir við kaupsýslu i Berlín.
Nefnd Þessa mátti telja opinberan
aðila frá hálfu Stór-Þýzkalands, þó
að hún kæmi undir nafni Luft-Hansa,
þar eð allur slíkur rekstur laut einni
stjórn i Þýzkalandi.
Gekk nefndin á fund forsætisráð-
herra og bar fram fyrir hönd fé-
lagsins óskir um réttindi til flug-
hafna hér á landi og um leyfi til Þess
að byggja flugvelli, þar eð í ráði væri
að hefja flugferðir frá Þýzkalandi
til Ameríku með viðkomu á Islandi.
— Og hér er alls ekki verið að fara
fram á neitt frá hernaðarlegu sjón-
armiði. sagði einn nefndarmanna, án
þess ráðherrann gæfi tilefni til slíkr-
ar yfirlýsingar.
Ríkisstjórnin hafði hugboð um
hvaða veður voru í lofti og var að
nokkru undirbúin slika málaleitan.
Hafði hún áður haldið fund um mál-
ið og kvatt til ráðagerða ýmsa menn
sér til aðstoðar i Þessum efnúm. Þeg-
ar almenningur komst á snoðir um,
hvað á seyði var, mátti svo kalla, að
hann snerist á eina sveif með þeim,
er engin slík réttindi vildi selja í
hendur erlendra félaga, jafnvel Þótt
í hlut ætti stórveldi, sem uggvænlegt
var að hafa að andstæðingi.
Lögðu nefndarmenn fram ýtarlega
greinargerð fyrir óskum sinum. Bentu
þeir á. að með farþegaflugi yfir ts-
land nyti islenzka Þjóðin sérstakra
hlunninda með farþegasamgöngur og
póstflutninga, enda yrði Island með
þessu miðdepill og tengiliður mllli
hins gamla og nýja heims. en slikt
gæti aftur á móti haft stórkostlega
viðskiptalega og menningarlega Þýð-
ingu fyrir Þjóðina.
Forsætisráðherrann svaraði því. að
Islendingar tortryggðu ekki þýzku
Þjóðina á Þessu sviði, en rikisstjórnin
hefði ákveðið að veita engum sérrétt-
indi til flugs á íslandi að svo komnu
máli. Einnig sagði ráðherrann, að Is-
lendingar hefðu fullan hug á að taka
sjálfir flugmálin i sinar hendur, enda
væri þjóðin farin að ala upp flug-
menn, sem ættu að annast fram-
kvæmdir fyrir okkur í framtiðinni.
Þjóðverjar fóru við svo búið af
fundi. óskuðu beir siðar eftir öðru
samtali við ráðherrann og var það
veitt,. Þeir ræddu málið af kurteisi,
en létu Þó i Það skína. að algjör neit-
un í Þessum efnum gæti haft óbægi-
legar afleiðingar fvrir íslendinga, t.
d. á verzlunarsviðinu.
En hér varð engu um þokað. en
ráðherrann lét bess getið. nð hann
vænti Þess að Þjóðverjar skildu bessa
afstöðu Tslendinga og vinfengi héldist
milii bjóðanna. brátt fvrir betta
Héldu Þlóðverjar svo af land' brott
með algerða neitun um flugvalla- og
flughafnasamninga.
Sveinn Binrnssnn kallnður
S fund Þjóðverja.
Ekki var sendinefndin fyrr komin
á land í Danmörku en sendiherra
Þjóðverja í Kaupmannahöfn kallaði
Svein Biörnsson, sendiherra Islands.
á sinn fund til Þess að ræða þetta
mál. Var hann allþungur á brún út-
af neitun íslendinga og lét í liós, að
þessi framkoma gagnvart Þjóðverj-
um gæti haft alvarlegar afleiðingar
fyrir Island. Sveinn Björnsson sagði.
að Þar eð ríkisstjórnin hefði tekið
þessa ákvðrðun, yrði engin breytlng
á málinu.
30 MMCAM