Vikan - 30.11.1961, Page 42
Cummins dieselvélin er afkastámest
og hagkvæmust
Til hverskonar nota til lands og
sjávar er CUMMINS dieselvélin hag-
kvæmust.
CUMMINS dieselvélin skarar fram
úr að mörgu leyti, og hér eru nokkur
atriði:
CUMMINS PT OLÍUKERFH) er
eingöngu notað í CUMMINS diesel-
vélar. Innspýting olíu er stjórnað af
knastás, og er þetta olíukerfi einf ald-
ara og fullkomnara en nokkurt
annað.
SPARNEYTNI CUMMINS diesel-
vélanna er ómótmælt. Hin mikla f jöl-
breytni í vélastærðum tryggir rétta
vél fyrir sérhverja notkun. Fáanlegar
4 - 6 - 8 og 12 cylindra í stærðunum
60-600 hestöfl.
MIKIL ENDING. Sterkbyggðar og
vandaðar fjórgengisvélar tryggja
mikla endingu og lítið viðhald.
ÁBYRGÐ. ALLAR CUMMINS
DIESELVÉLAR eru í ábyrgð í eitt
ár eða 3.600 klst. notkun, hvort sem
fyrr verður.
Aflið yður upplýsinga um brautryðj-
ann í bygggingu dieselvéla —
CUMMINS.
laugavegi 178 Sími 38000
allri trú á drauma — tveir bílar í
árekstri.
Hann varpaOi frá sér þessum heila-
brotum, þau voru ekki til neins.
Hann brosti til Emilíu. „Gott; þá
heimsækjum við þá í kvöld.“
ÖMLIJ fiskimennirnir bjuggu í
gamalli sjóbúð á suðurodda eyj-
arinnar, sem var orðin hrörleg
mjög, rúður brotnar og fjalir negld-
ar fyrir í þeirra stað, veggirnir skakk-
ir og signir; inni fyrir lágu gömul
veiðarfæri og allt minnti helzt á
veðlaunahljósmyndir í timaritum.
Gömlu mennirnir tóku vel á móti
þeim; höfðu bersýnilega miklar mæt-
ur á Vern og fullvissuðu Emilíu um
að þeir læsu allar hans sögur, og að
þær væru stórkostlegar. >eir skenktu
þeim vín úr miðalausum flöskum;
glerið var grænblátt eins og aldan,
þegar hún rís við sandinn. Þeir reyktu
pípur, það var kynlega sterkur ilm-
ur af tóbakinu, sterkur og rammur
og vakti grun um að þeir drýgðu
það með þangi. Þau drukku og röbb-
uðu saman, Vern sá að Emilía
skemmti sér prýðilega. Þegar hann
virti hana fyrir sér, varð honum það
fyrst ijóst, að hann hafði í rauninni
ekki lil'að vökulífi, þessi fimm ár síð-
an hann missti konuna, heldur milli
svefns og vöku, án þess að finna raun-
verulega til, án þess að njóta nokk-
urs. Nú fyrst hafði hann fyllilega
brugðið blunai og lifið fór um æðar
hans sem heitur straumur.
Og um leið var það honum einnig
ljóst, að hann vissi nú hvar fjársjóð
var að finna — mannlegan fjársjóð;
allt var undir því einu komið, að
hann tryði á tilveru hans. Gimsteinn-
inn hafði legið í lófa hans í fjóra
daga, nú var það hans, að leggja
hann að hjarta sér. Ef hann gerði
það ekki, mundi hann komast að raun
um það áður en langt um liði, að
lófinn væri tómur .. .
„Það er orðið áliðið," sagði hann
allt i einu.
En gömlu mennirnir vildu ekki
sleppa þeim, fyrr en drukkin var
kveðjuskál og þau höfðu heitið því
að heimsækja þá aftur áður en langt
um liði. Og þegar þau héldu á brott,
stóðu þeir í dyrunum og horfðu á
eftir þeim.
AU gengu hljóð um fjöruna, unz
Vern rauf þögnina. „Hvað
mundir þú gera við peningana,
ef við fyndum fjársjóðinn," spurði
hann.
Hún hafði auðheyranlega ráðið það
við sig. „Leggja þá í sparisjóðsbók-
ina mína," svaraði hún hiklaust.
„Þarna sérðu, ég á sparisjóðsbófc og
stefni að efnahagslegu sjálfstæði. Svo
mundi ég verja einhverju af þeim í
næsta sumarleyfi, til þess að leita
að öðrum fjársjóðum." Hún hikaði
iítið eitt áður en hún bætti við:
„Kannski kem ég hingað aftur næsta
sumar. Ætli það séu ekki fleiri fjár-
sjóðir grafnir hérna ...“
„Áreiðanlega," svaraði hann og
honum varð hugsað til gamla manns-
ins, sem teiknaði uppdrættina. „En
þú verður líka fyrir vonbrigðum, ef
við finnum hann ekki,“ sagði hann.
„Siður en svo,“ svaraði hún, „þvi
að það sannar alls ekki að fjársjóð-
inn sé hér ekki að finna, aðeins það,
að við höfum ekki haft heppnina með
okkur." Þau gengu um myrkan sand-
inn og öldurnar tuldruðu og pískruðu.
„Barnið glatar ekki trúnni á álfa-
borgina i klettinum, þótt hún opnist
því ekki," mælti hún eftir nokkra
þögn. „Það veit að hún er þar, engu
að síður."
Hann virti hana fyrir sér. „Og
þú ...“
„Sérhver draumur er veruleiki,"
svaraði hún lágt.
Hann tók i hönd henni og þau
leiddust þögul um sandinn. Stjörn-
urnar tindruðu á myrkum himni, allt
umhverfis þau virtist haf og myrkur
og það var eins óg þau tvö væru
einu mannverurnar í veröldinni. Þau
námu staðar þar, sem báturinn henn-
ar lá. Himininn yfir borginni hand-
an við sundið logaði í skini ljósaaug-
lýsinganna.
Daginn eftir grófu þau enn í sand-
inum við víkina. Þau höfðu verið
þögul á leiðinni þangað, nú stóðu
þau berfætt í sandinum og horfðu
út yfir víkina, þögðu eins og þau
vissu einhverja örlagaríka atburði
yfirvofandi, en óttuðust að færa þá
tal. Loks rauf hann þögnina:
„Síðasti dagurinn," sagði hann.
Emilía kinkaði kolli, horfði niður
í sandinn og dró þar sjóræningja-
merkið með tánni. ,,Já,‘' svaraði hún.
Og þar sem ekki virtist meira um
það að segja, fóru þau að búa sig
undir að grafa. „Hvar eigum við að
reyna í dag?“ spurði hann.
„Ég veit ekki," svaraði hún. „Hvers
vegna látum við ekki hendingu ráða
og gröfum bara þar, sem við stönd-
um ... til dæmis þar, sem þú stend-
ur núna?“
Þau grófu en fundu ekkert annað
en hettur af ölflöskum. „Nú slculum
við reyna þar, sem þú stóðst," varð
honum að orði.
„Allt i lagi,“ svaraði hún. „Var það
ekki hérna einhversstaðar ?“
Hún gróf um hríð, en hann hvíldi
sig í sandinum og reykti sigarettu.
Ljósir lokkarnir féilu um andlit henni
og hún reyndi að hrista þá frá aug-
unum, leit svo á hann og brosti: „Ég
held ég ætti að ganga stuttklippt,"
sagði hún. „Hvernig heldurðu að mér
færi það?“
„Ég vil að þú sért eins og Þú ert,“
svaraði hann.
ANN reis á fætur, tók við skóflu
hennar og tók að grafa. Hann
fann það nú, að hann unni
Emilíu í raun og veru — það var ekki
fyrir einveruna, heldur unni hann
henni ákaft og af einlægni, hennar
sjálfrar vegna. Hvað átti hann til
bragðs að taka. Hún var mörgum
árum yngri en hann, hún átti allt
lífið framundan, en hann drjúgan
hluta þess að baki sér. Kannski var
hún lika heitbundin einhverjum
manni, sem var á aldur við hana.
Skóflan skall á einhverju hörðu
í sandinum. „Bjórdunkur?" varð
Emilíu að orði. En Vern hristi höf-
uðið og tók að athuga það nánar,
lagðist á hnén og rótaði í sandinum
með höndunpm.
Þetta var ryðbrunnið pjáturskrín.
Hann tók af þvi lokið, Emilía stóð
við hlið honum, í skríninu var böggull,
vafinn innan í gamlan málmpappír og
innan í honum komu í ljós fjögur
knippi af þvældum eindollarseðlum.
Emilia klappaði saman höndum af
hrifningu. „Við höfum fundið fjár-
sjóð Nords gamla!" hrópaði hún.
„Veri; ... Þarna sérðu; ef maöur trú-
ir og treystir ...“
Vern kinkaði kolli og reyndi að
hrífast með henni, fann að hann
viknaði við. Og hann var hamingju-
samur — hennar vegna.
„Við skulum telja seðlana," sagði
hann. „Komast að raun um hve auð-
ug þú ert orðin."
„Þú átt við, hve ríkur þú sért
orðinn," sagði hún. „Þú fannst hann.
Vern hristi höfuðið. „Það varst
þú, sem áttir trúna á fjársjóðinn en
ekki ég,“ svaraði hann. „Ég tók þátt
í leitinni eingöngu til þess ... að
taka þátt í henni.“
„Nei, svo einfalt er það ekki. Og
hvað sem því iíður, þá leitaði ég ein-
göngu til þess að finna. Ég hef ekki
neina þörf fyrir féð.“
„Ekki ég heldur ...“
„Það er ekki það, sem sker úr. Þú
fannst fjársjóðinn, og ...“
„Vertu nú róleg. Við högum okkur
öldungis eins og sögupersónur mínar.
Ég sé ekki fram á annað, en við
verðum að skipta með okkur pening-
unum til sátta. Við höfum unnið sam-
an að þessu hvort eð er; nú teljum
við peningana, og þú ferð með þinn
helming og leggur í bankann."
Framhald á bls. 45.
1 _
> 1 h A N