Vikan


Vikan - 30.11.1961, Side 45

Vikan - 30.11.1961, Side 45
/ Grafið eftir fjársjóði frh. En Emilía hristi höfuðið. „Nei, við skulum ekki skipta þeim strax. Ég . . ." Hún hikaði við og leit til lofts. „Það er orðið áliðið dags. Ég verð að hafa hraðann á," sagði hún svo lágt,, að hann heyrði vart siðustu orðin fyrir ölduniðinum. Hann. virti hana enn fyrir sér. I svipinn hafði hann steingleymt bvi, að þetta var síðasti dagurinn, sem þau áttu saman. Svipur hennar lýsti einkennilegu fáti. „Þú tekur fjársjóðinn til varðveizlu í bili," sagði hún. „Þú getur svo seinna sent mér ávísun í pósti . . .“ Þá er ekki annað eftir en að kveðj- ast, hugsaði hann og gekk uppgjöfinni á vaid, eins og að undanförnu. „Jæja, allt i lagi," sagði hann. Hún reis á fætur, hikandi. „Kannski við sjáumst á morgun?" spurði hún. „Lestin fer reyndar nokkuð snemma í fyrramálið ...“ ANNSKI hefur hún eitthvert hugboð um tilfinningar mínar, hugsaði hann, og svo óttast hún að ég kunni að fara að hreyfa mál- inu á siðustu stundu og vill komast hjá því, með þvi að gefa mér vonir um frest. Það var heimska mín, að láta þetta ganga svona langt. „Það hlýtur að geta gengið," svar- aði hann þyrrkingslega. Hún ieit einkennilega á hann, en stolts sins vegna gat hann ekkert annað sagt. Hann tók skrínið undir hönd sér, og þau gengu þegjandi upp frá víkinni. Hann lá andvaka öðru hverju um nóttina og svaf órólega þess á milli. Vaknaði þreyttur að morgni, það var óbragð af sígarettunni og kaffið rammt i munni og hann kom ekki niður munnbita af morgunverðinum. Hann leit í spegilinn. Á ég að láta hana fara þannig, án þess að ég segi orð, án þess ég geri nokkra minnstu tilraun. Ég ætti að vera kominn á þann aldur að ég vissi hvað væri hyggilegast. Kannski hef ég misskilið framkomu hennar i gær, kanski vill hún einmitt, að ég færi það i tal — að hún sé einmitt að bíða eftir því? Eða ég hef sært hana með þögninni. Kannski. En hvernig á ég að geta komizt að raun um það, nema ég . . . hvernig getur karlmað- ur vitað tilfinningar konu, án þess að gera einhverja tilraun til þess? Hann gekk að skrifborðinu og fór að telja seðlana. Átta hundruð og þrír dollarar. Þetta var allt með ó- líkindum, þótti honum; hann fór að athuga seðlana nánar. Svo brosti hann allt i einu. Nú loks skildi hann hvernig í öllu lá. ANN rakaði sig í skyndi og hraðaði sér að heiman. Hann hafði þó ekki gengið nema stuttan spöl, Þegar hann nam staðar, Emilia kom á móti honum; hún er bá ekki að hugsa um að ná í lestina, sagði hann við sjálfan sig. Og svo veitti hann því athygli, að hún var alls ekki ferðbúin, heldur i sömu föt- unum og hún var vön. „Ég var farin að halda að þú ætl- aðir ekki að koma," sagði hún eins og ekkert væri. „Ég varð dálítið seinn fyrir," sagði hann, „og ég ætlaði að biðja þig að fara ekki með þessari lest. Jæja, það sem ég ætlaði að segja — mér var að detta í hug, að við gerðum fjársjóðinn að fjölskyldueign . . .“ Hann brosti. „Það er saga, sem ég ætla að skrifa, skilurðu; það tekur mig áreiðanlega langan tima, ég verð oft í þungum þönkum og gleymi að raka mig; kannski verð ég lika í slæmu skapi, getur vel verið að ég grýti kaffibollanum á eftir þér . . .“ Augu hennar minntu á dögg i morgunsól. ,,Ég verð þó vist að bera þér kaffibollann, áður en til þess kemur að þú grýtir honum á eftir mér ... ó, Vern, þú hefur )>á öðlazt aftur trúna á sjálfan sig og drauma þína . . .“ „Þessi brella þín með fjársjóðinn var hugsuð i því skyni að veita mér aftur trúna á drauma mína?" spurði hann brosandi, enda Þótt honum lægi nær að vikna yfir fórnfýsi hennar. Það var meira en litið í sölurnar lagt, að láta af hendi sinn eigin draum, til að bjarga öðrum. „Hvernig gaztu komið þessu i kring?" spurði hann. Emilía hló. „Það var einna örðugast að sannfæra þá í bankanum um það, að ég yrði að fá þetta í gömlum seðl- um — þeir urðu að fá upplýsingar um mig í bankanum í Boston," sagði hún og leit spyrjandi á hann. „En hvernig fórstu að því að vita, að þett.a var brella? Eða gizkaðir þú bara á það?" Vern vafði hana örmum. Þrýsti henni fast að barmi sér. „Vina mín." hvíslaði hann. „Hvað þú-getur verið saklaus og einföld. Veiztu það ekki að það er útgáfuártal á peningaseðl- um? Ég fann ekki neinn seðil í knipp- unum, sem var eldri en frá árinu 1935 . . .“ Hann fann hvernig hún hló, þar sem hún lá við barm honuvn. Það svifu mávar yfir sundinu, sem var spegilslétt og bjart — eins og fram- t.iðin. Svo brosti hann. ,,f upphafi var særinn . . .“ hugsaði hann. I leit að lífsförunaut. Framhald af l)ls: 21. á laugardaginn. Hann verður fyrir vonbrigðum, ef við komum ekki. CEO BÁCKMAN málafærslumaður hafði heitið gestum sínum því, að hann skyldi gera þá undrandi ; samkvæminu, sem hann efndi til í bústaðnum úti i Grindarskeri, og hann stóð sannarlega við það. Hann kynnti fyrir þeim unglingssystkin --- sextán ára gamlan pilt, sem var ná- kvæm eftirmynd hans sjálfs, Þegar hann var á menntaskólaárum sinum, og bráðlaglega telpu. tveim árum yngri — og hann réði sér bókstaflega ekki fyrir stolti, þegar hann kynnti þau sem börn sín. Jan minntist. samtalsins, sem Þeir höfðu átt í samkvæminu heima hjá Báckman þá um vorið. Það var reynd- ar í vikunni, sem Sonja var flutt í sjúkrahúsið. Þá hafði Backman sagt honum, að konan, sem hann hafði eitt sinn verið kvæntur, væri nú lát- in og að hann hefði í hyggju að taka upp kynni við börn sín, sem hann hafði ekki fengið að hafa neitt sam- band við eftir skilnaðinn. Hann hafði verið kviðandi um hvernig það tæk- ist, þar sem hann vissi að móðirin hafði svert hann eins og hún gat í augum barnanna . . . hann, föðurinn, sem hafði yfirgefið fjölskyldu sina til þess að öðlast fé og frarna. En börnin virtust vel uppalin, ein- læg og ánægð. Og þegar þessari kynningu var lokið, höfðu þau, Jan Stenlund og Maud, dregið sig í hlé. Báckman vaknaði við garg ináv- anna árla næsta morguns. Þegar hon- um varð litið út, sá hann hvar Maud sat á steini niðri við vikina. Hann hafði veifað til hennar, en hún lét sem hún sæi það ekki. Það glampaði á rauðu baðhettuna hennar i sól- skininu. Það stóð kaffi á borðum, þegar Jan kom inn. — Fáðu þér sæti, karl minn, og hresstu þig á kaffitári, sagði Back- man. Krakkarnir hafa lagt vélbátinn undir sig. Jan hellti bollann sinn vel fullan og fékk sér brauðsneið. — Ætlarðu að skjótast með okkur yfir til mögin- landsins, svo við náum í áætlunar- bílinn um þrjúleytið? sagði hann. - - Ef ykkur liggur svo mikið á, þá er það ekki nema sjálfsagt, sagði Báckman. — Starfið kallar, varð Jan að orði. IÐUNNARSKÖR A ALLA FJÖLSKYLDUNA Skór, sem eiga að endast vel og vera götuskór og spariskór í senn, þurfa bæði að vera sterkir að innri byggingu og snotrir útlits. Báða þessa kosti hafa Iðunnarskórnir. Það segir einnig sína sögu, að annar hver íslendingur eignast Iðunnarskó ár- lega. IÐUNN FYLGIR TÍZKUNNI Á R HVERT VIKAN ]5

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.