Vikan


Vikan - 26.04.1962, Blaðsíða 3

Vikan - 26.04.1962, Blaðsíða 3
Útgefandi: Hilmir h.f. Ritatjori: Gísli Sigurðaaon (ábm.) Auglýsingastjóri: Jóhannes Jorutids«on. Framkvæmdaatjóri: Hilmar A. Kristjánsson. liilstjórn og auglýsingar: Skípholti 33. Símar: 35320, 35321, 35322, 35323. Pósthóll' 149. Afgreiðsla og dreifing: Hlaðadreifing, l.augavegi 133, sími 30720. Dreifingarstjóri: öskar Karls- son. Verð í lausasölu kr. 15. Áskriít- arverð er 200 kr. ársþriðjungskga, greiðist fyrirfram. Prentun: Hilmir h.f. Myndamót: Rafgraf h.f. , . ?■- V- I naesta blaði verður m.a.: • Hver verður Ungfrú ísland 1962? Þátttakendur í fegurðar- samkeppninni í ár verða nú allar í blaðinu: Tvær myndir af hverri og auk þess mál allra þátttalcenda til samanburðar. • Hljómsveit ársins. Ná er lokið atkvæðagreiöslu í kosningunni um beztu dansiiijómlistarinenn landsins. Við birtum myndir af þeini ölium, þar að auki beztu hljómsveitinni, söngvara og útsetjara. Þá verður einnig sagt frá því, hvenær hljómsveit- ín heldur hljómleika. <0 Tvær smásögur: Misskilningur. Sænsk saga úr lífi unga fólks- ins í Stokkhólmi og smásaga eftir ungan íslenzkan höfund, sem kallar sig Ögiu Axels. Sagan heitir: Lífið er undariega abstrakt. V Goebbels, áróðurssnillingur Hitlers. Hann var maðurinn, sem stjórnaði útbreiöslumálum Hitlers, ef til vill mesti áróðurs- snillingur alira tirna, ef til vill geðveikur, en alla vega persóna, sem fróðlegt er að kynnast. Vikan birtir ævisögu hans stytta í fjórum blöðum. Það er fyrsti hlutinn, sem birtist næsL legt að birta einu sinni myndir af nokkrum þessum fjórhjóluðu gæð- ingum hér í þættinum og segja eitt- livað frá þeim. Því miður veita þó myndirnar alliof óljósar upiilýsing- ar um ytri glæsileik þeirra og þokka, ])ví að margir þeirra eru að útliti til, hvað línur, form og svip snertir, listaverk á sínu sviði, enda hafa þar viðurkenndir listamenn um fjallað. Sama er að segja um sæti, fóðrun og allan innbúnað þessara bíla; efnið er yfirleitt hið vandaðasta, litaval samstillt og allt vel unnið — miðað við næman smekk kröfu- harðra kaupenda, sem ekki þurfa að horfa i skildinginn. Ekki er samt öllum skildingurinn jafn laus í hendi, jafnvel þótt þess- ir glæsilegu og tilþrifamiklu gæð- ingar séu annars vegar. Slikt fer jafnan nokkuð eftir efnahag almenn- ings í löndum, og jafnvel nokkuð eflir þjóðerni. Brezkar bílaverk- smiðjur miða til dæmis framleiðslu sína — gæði, útlit hennar og verð — við brezka kaupendur fyrst og fremst, bæði heima og erlendis, og þá fyrst og fremst við hina „heims kunnu“ brezku skapgerð. Að Rolis Royce bílunum undanteknum, hafa brezkir bílar löngum borið vitni virðulegri hófsemi hvað útlit snerti. Þeir hafa ekki þótt sérlega ódýrir; aftur á móti hefur kaupandinn mátt treysta því að hann fengi þar verð- mæti eftir verði — og það á við brezkt raunsæi. Raunsæi Bretans veldur og því, að þótt hann sé við- urkenndur sportmaður, kaupir hann ekki lireyfilhestöi'lin við hærra verði en honum þykir hóf að, þótt þau séu brezk — þetta veldur mestu um að helzlu brezku sportbílarnir, „Sunbeam“, „Triumph" og „MG A“, eru mun ódýrari en helztu vest- ur-þýzku og itölsku sportbilarnir, sem fyrst og fremst eru íramleiddir fyrir alþjóðlegan — og þá ekki hvað sízt bandariskan markað. Þær tvær gerðir brezkra sportbíla, sem fyrst og fremst miðast við þá markaði, eru aftur á móti í sama verðflokki, „MG A Twin“ og „Jaguar". Samt sem áður eru ódýrari, brezku sport- bíiarnir taldir einkar vandaðir, og að útliti til eru þeir hinir glæsileg- ustu. Vestur-Þýzku bíiarnir, ,d>orsche 1600“, „Porscbe 1600 S“ og „Mercedes 190 SL“ eru allir í röð beimskunnustu hreyfilgæð- inga, ekki síður en þeir ítölsku, „Alfa Romeo Giulietta Sprint“ og „Fiat 1500“. Að ytra útbti eru þeir ítölsku „viðurkennd listaverk", og þeir þýzku gefa þeim þar ekkert eftir, auk þess sem frægð þeirra, einkum „Porscbe“, stendur á göml- um merg — og „Benzinn“ nýfcur góðs af þeirri almennu viðurkenn- ingu, sem þær verksmiðjur hafa alltaf notið fyrir framleiðsluvönd- un. Þetta eru sportbílarnir, sem austurlenzku oliukóngarnir og synir þeirra kaupa til að aka i á milli baðstaðanna og luxushótelanna ... „Alfa Romeo Giulietta Sprint“ er 80 hestafla, hámarkshraðinn 165 km á klst., verðið kr. 129.500,00. „Fiat 1500“ er 75 hestafla, bám'arks- hraðinn 170 km á klst., verðið kr. 95.000,00. „MG A Twin“ er 100 hesfc- afla, hámarkshraðinn 180 km á klst., verðið kr. 119.640,00. „Porsche 1600“ er 60 hestafla, hámarkshrað- inn 160 km á klst., verðið kr. 138.000,00, en „Porsche 1600 S“ 75 bestafia, hámarkshraðinn 175 km á klst. og verðið kr. 146.500,00. „Mercedes 190 SL“ er mestur þess- ara að hestöflum, eða 105, hámarks- hraðinn 175 km á klst. og verðið kr. 165.000,00. Loks eru þeir brezku tveir, „Sunbeam Alpine“, 79 hest- afla, hámarkshraðinn 160 km á klst., verðið ekki nema 97 þúsund krónur, og „Triumph Tr 3“, 100 hestafla, hámarkshraðinn 170 km á klst., Framhld á bls. 30. • Einnig: Framhaldss., West Side Story. Plötur og dansmúsík eftir Svavar Gests, Vikuklúbburinn, ritstjóri Jón Pálsson, verð- launakrossgáta, stjörnuspá, fólk á förnum vegi, tækniþáttur og pósturinn. NU SPRENGjUM VIÐ STÓRU BOMBUNA EFTIR TVÆR VIKUR Verið viðbúin, það verður hærn hvellur, en nokkru sinni áður VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.