Vikan


Vikan - 26.04.1962, Blaðsíða 28

Vikan - 26.04.1962, Blaðsíða 28
MA0UR ME0BARN FAN6I Framhald af bls. 7. ég kallaði á hann. Veit varla hvað ég á að segja. — Ég er á leiðinni ofan eftir, við get- um orðið samferða, segi ég, heldur en ckki neitt. Ekki getum við staðið þarna. Hvern fjandann sjálfan var ég að kalla á þennan mann? Við þokumst af stað ofan Hverfisgötuna. Hann hefur látið æði mikið á sjá. Hér er eitthvað að. — Þú ert eirinn þarna eystra. Hvað er langt sfðan þú fluttist austur? — Fimmtán ár. — Jú, vissulega er ég eirinn, okkur hefur iiðið vel. — Og afkoman? — Blessaður vertu, hún er ekki til að vera montinn af. En þetta hefur flotið mjög sæmilega. Flotið eins og ' gamla daga. Einhvern veginn hef ég ekki áræði til að inna hann eftir högum hans, finnst að fréttirnar verði þær einar, sem hon- um er óþægilegt að segja. Þetta ætlar ekki að verða neitt samtal. Það er litil telpa, sem hann ber i fangi, á að gizka tveggja ára gömul. Hún hjúfrar sig að honnm, skýlir sér á bak við uppbrett frakkahorn, en gefur mér öðru hvoru auga. Þetta er falleg telpa. Skýrleg á svip, sumarblá I augum. — Það ge-ngur svona! Ég hefði átt að drlfa mig upp i sveit og dusta þar úr einhverri hundaþúfunni, úr þvi ég fór nð asnast heim. Ég hefði betur látið það ógert! Við erum komnir niður undir Ingólfs- kaffi. — S'etztu snöggvast inn og fáðu þér kaffisopa, Guðlaugur. Hann litur snöggvast á mig, óræður, hikandi. Skiptir svo snögglega um fas, verður upprifinn: — Mikið skolli hefði það verið gaman — það er svei mér ekki á hverjum degi, sem við sjáumst — ja, smáerindi — mað- ur, sem ég þarf að finna. — Hann skiptir telpunni yfir á hinn handlegginn, réttir sig í herðum, verður kumpánlegur: — Heyrðu, máttu missa þrjú hundruð krónur augnablik — farðu inn og pant- aðu kaffið — ég skrepp frá og kem eins og skot. Bara smásnúningur fyrst. Ég fæ honum peningana. — En það er hún litla min. Hún er þæg og Ijúf. Viltu lofa henni að sitja hjá þér? Þetta verður engin stund, ekki augnablik. — Það er velkomið, ef hún vill gera sér það að góðu. Við höfum þokazt að dyrunum. Guð- Iaugur snarast inn og setur telpuna á stól við gluggann. Ég á eftir. Það er kominn yfir hann einhver annrikisasi. — Já, hvort hún gerir! Svona, vera nú stillt og góð hjá frænda! Blessaður á meðan. Hann er þotinn á dyr. Það var nú það. Ég sezt á móti telpunni. Hún er illa skóuð, en annars þokkalega til fara. Það er þess vegna, sem hann hefur borið hana, hugsa ég, ekki viljað, að hún blotnaði i 26 VIKAM fæturna. Vingjarnleg stúlka kemur til okkar. Ég fæ kaffi. Telpan fær mjólk og kökur. Hún gerir því engin skii. Ég fæ handa henni súkkulaðistykki, brýt það niður á disk hennar. Hún nartar í það feimin, þögul og tortryggin. Ég er að reyna að vera kumpánlegur við hana: Svona, litla vinan, drekka mjólkina sina! Vera dugleg stúlka og fá sér köku! Hún skcytir því engu. Lítur öðru hvoru snöggt til mín eins og hræddur hvolpur og fær sér súkkulaðibita, þegar hún held- ur að ég sjái ekki. Við erum ein i salnum. Ég lýk kaffinu minu. Litla vinkona min er orðin talsvert bíldótt í framan af siikkulaðinu. En ég má ekki þurrka af henni, ekki snerta á henni. Ég geri til- raun, en augu hennar fyllast af tárnm og fram yfir varirnar brýzt ofurlftið varnarlaust kjökur. Mér fallast hendur. í úrræðaleysi minu panta ég meira súkkulaði. Það bólar ekki á Guðlaugi. Ég er að verða of seinn i bankann, get eklci farið með hana ofaneftir, veit ekkert hvar hún á heima. Get ekki skilað henni. Ekkert að gera, nema bfða. Þetta er að verða dálítið óþægilegt. Menn taka að koma f siðdegiskaffið. Stofan fyllist af fólki. Sumir heilsa. Það verður ys og skvaldur. Telpan fer að ó- kyrrast. Hún Iitur orðið æði subbulega út, litln hcndurnar brúnar af súkkulaði, mak af súkkulaði út á kinnar, blettur á liægra gagnauga, sfðan hún reyndi að þurrka áleitið tár úr auganu. Það er tals- vert horft á okkur. Ég er orðinn sótvond- ur út f sjálfan mig fyrir að hafa álpazt til að taka að mér þetta barn. Þvilikur bölvaður afglapi! Ég ákveð að reyna að þrifa telpuna eitthvað, það er ekki sjón að sjá hana. Einmitf þegar ég er að gera mér Ijóst, að ég kemst ekki einu sinni i bjölluna, án þess að lenda f vandræðum með barn- ið, kemur stiílkan. Ég bið hana um vota þurrku. Sjálfsagt, sfra Sigurður! Hún kemur með þurrkuna, dokar ofur- lítið við, tilbúin til aðstoðar. Ofurlitil kyrrlát væta er farin að ryðja skorninga niður súkkulaðimakið á kinnum telpunn- ar, munnur hennar samanbitinn og stirðn- aður. Hún grætur opnum, kyrrum augum án hljóðs, horfir mitt á milli okkar og það er blár, hikandi knldi i augnaráðinu. Ég áræði ekki að þiggja nokkra aðstoð af stúlkunni, geri mig kolharðan: — Takk, fröken. Það var ekki annað. Hún leggur þurrkuna á borðið. Gjörið þér svo vel, séra Sigurður. Fer. Og nú skal það ske! Það verður að þrifa barnið. Ég er orðinn dálitið leiður á flissi þarna úti i horni. Augnagotum, listamannaklúbbstóni, kurrandi heims- sigri úti f kaffihúss-skoti. Ég tók þurrk- una, settist við hliðina á minni litlu, van sælu félagsfrú. Legg höndina á öxl henn- ar. Tek þurrkuna og strýk henni um vangann. Þetta er að ganga mjög vel. Litla vina min bráðfrikkar öðrum megin. Er að verða fin. Ég er byrjaður að verða stolt- ur af henni. Þá rekur hún upp öskur: Afi, afi! Vil vera hjá afa! Ég missi tuskuna úr höndunum, grip hana i fáti og stend upp. Á stólinn minn er setztur maður. Hann er mikill og breið- nr og hályftur í hreyfingum. Kaffifólkið er farið. Nokkrir kurrandi snillingar við tvö borð. Og þessi, sem er kominn i heim- sókn til okkar. Það er fólkið. Og við tvö. — Þig — ég hef lengi átt erindi rið þig. Þú heldur, að þú getir hlutina, segir hann. — Það getur þú ekki, það máttu sálga þér uppá. Þú skalt aldrei verða viðurkennt skáld á fslandi. Við erum menn fyrir því! Ég ákvað að anza engu, sezt við hlið- ina á telpunni. — Þið verðið allir malaðir, malaðir i klessu. Nýr timi. sko, — ný listform. Og þér skal ekki verða hlift — svikaranum, sem einu sinni orkti Sordavala! Til áréttingar bylmingshögg í borðið. Telpan fór að hágráta. Næsti hálftími var eins og martröð. Þeir komu til okkar hver á fætur öðrum þessir ungu, hálffullu heimsbyltingarmenn. Og ég virtist eiga sökótt við þá alla. Það var ekki annað að sjá, en að ég hefði stöðvað heimsbyltinguna þeirra á miðri leið, eða stolið henni frá þeim og falið hana aust- ur i Grafningi. Það voru hroðalegar kárínur, sem min biðu og allar virtust enda á því, að auka með einhverjum hætti mjölframleiðslu heimsins. •—- Sá, sem ekki viðurkennir formbyltinguna, er afglapi! Sá, sem ekki styður formbyltinguna, skal verða malaður! — Hvað ertu að gera með þetta barn? spurði beljakinn. — Ég veit það ekki. — Hvað veiztu? — Áttu þetta barn? — Nei, sagði ég. — Hvern djöfulinn ertu þá að gera með þetta barn? Þú hefur ekkert lag á barn- inu. Láttu mig ... Hann seildist til telpunnar og felldi bolla. Það varð mikill grátur. Það upp- hófust miklar innbyrðis deilur um það, liver hæfastur væri til að hugga barnið. Að lokum urðu þeir brennivinslausir. Það var ráðslagað stundarkorn um nýjar út- vegur. Siðan hurfu þeir á brott. Hið sið- asta, sem ég heyrði til þeirra var velmeint yfirlýsing um það, að ég skyldi verða malaður. Við vorum aftur orðin tvö ein f salnum. Ég hringdi á stúlkuna og bað bana að fjarlægja af borðinu. Koma með nýtt kaffi, meira súkkulaði. Telpan var aftur orðin róleg. Ég fékk meira að segja að þvo henni hinum megin. Ég dáðist að henni. Þetta var Iítil hetja, sem augsýni- lega var orðin vön þvi, að vænta sér ekki of mikils af heiminum, láta sér ekki ofbjóða kúnstir hans. Svo hófst ný bið. Krapaélin færðust f auka, það buldi > á glugganum. Ég var að þvf kominn að fara að setja mig i samband við lögregluna og biðja ásjár um barnið, þegar dyrnar opnuðust. Inn kom Guðlaugur ólafsson. Ég leit i snatri á klukkuna. Hún var að verða hálf sjö. — Halló, kunningi! Þetta dróst held- ur lengur, en ég ætlaði. Snúningar og þvæla, eins og gengur. Þið hafið haft það gott? Ágætt, sagði ég, stuttur í spuna. — Ég vissi það, engin hætta með Disu litlu. Hún hefur verið stillt? — Eins og brúða. Ágættl Ég vissi það! Fin stelpa, Dlsa! Hann klappaði henni á kollinn. Hann var þéttkenndur, ekki beinlinis fullur, en fast að þvi. Hann hlassaði sér niður á stól. Framhald á bls. 38.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.