Vikan


Vikan - 26.04.1962, Blaðsíða 21

Vikan - 26.04.1962, Blaðsíða 21
Þau Tony og María áttu stefnumót í búðinni eftir lok- unartíma. „Ég verð að tala við foreldra mína, sagði hún og þú verður að sjá um að ekkert verði úr þessum bardaga.“ veitingastofuna. Riff dokaði við í dyrunum eftir Tony, en hann sat kyrr við afgreiðsluborðið, lét olnbog- ana hvíla á óhreinni plötunni og virtist þungt hugsi. „Verður þú ekki samferða, Tony?“ Tony svaraði ekki strax. Sneri sér síðan seinlega að Riff. „Hvers vegna vildirðu ekki leyfa mér að heyja ein- vígið við Bernardo?" „Vegna þess að Diesilnum stendur á sama Þótt hann beiti fantabrögðum. Og svo er þannig ástatt með þig, Tony, að maður veit ekki hvað segja skal. Og enn er Það eitt . . .“ „Hvað?“ „Okkar á milli sagt, þá er ekki ó- bætanlegur skaði skeður þótt eitt- hvað komi fyrir Diesilinn. Og við þekkjum Bernardo báðir of vel til þess, að við treystum honum; það er náungi, sem er trúandi til alls“. Riff þurrkaði af hendi sér á buxnaskálm- inni. „Hvernig heldurðu að mér hafi fallið það, að verða að taka í höndina á slíku óféti?“ „Hg get gert mér það i hugar- lund“. Riff reyndi að stilla skap sitt. „Og loks þetta, Tony; þú ert bezti vinur minn, og sízt af öllu vildi ég til Þess vita, að þig henti eitthvert slys. En bíði Diesillinn lægri hlut, verðum við víst samt að leita til Þín — hvað segirðu um það?“ „Haltu þér saman“. „Talar maður þannig við vin sinn? Heyrðu annars . . .“ Riff hnykkti til höfðinu. ,,Hvernig er það með þessa systur hans? Það er Þó eltki hennar vegna, að þú vilt endilega berjast við hann sjálfur? Ef svo væri — hugsaðu þér hvílíkt tækifæri það væri fyrir hann“. „Veiztu hvað mig langar til að segja við þig?“ spurði Tony. „Við ykkur Bernardo báða . . . Ég mundi óska ykkur norður og niður, ef það væri ykkur ekki of gott“. „Hver fjandinn sjálfur gengur eig- (inlega að þér?“ hreytti Riff út úr sér. „Á ég að skilja þetta þannig, að þú ætlir að segja skilið við okkur?" Tony reis úr sæti sinu. „Þú gætir ekki skilið Það, þótt þú legðir þig all- an fram“. Rödd hans titraði, „Og láttu mig nú einan, áður en ég missi stjórn á mér og geri Schrank þann greiða að ganga á milli bols og höf- uðs á Þér . . .“ SJÖTTI KAFLI „Er ekki allt í lagi með þig, Anton?" kallaði frú Wyzek, sem sat í stól sín- um úti við eldhúsgluggann. Tony, sem var að raka sig frammi í baðherberginu, leit út um dyrnar inn í eldhúsið. Sápufroðan sat enn á bak við eyru hans. „Jú, svo sann- arlega er allt i lagi með mig, mamma“, sagði hann. „Nema hvað það getur verið hættulegt að þú kall- ir svona hátt, þegar ég er að raka mig“. Hann lyfti rakvélinni. „Hún hreyfði til fæturna niðri í þvotta- skálinni, sem var fyllt köldu vatni. „Þetta er meiri óskaplegi hitinn, og þú hefur orðið að vinna í allan dag“. „Mig munar ekki um það“, sagði Tony. „Og Það kemur í veg fyrir að ég fitni um of“. Frú Wyzek virti son sinn fyrir sér og brosti. Það hafði verið henni lang- ur og þungbær tími, þegar hann var henni eins framandi og ókunnugur, en nú hafði hún heimt hann aftur. Hvernig og hvers vegna sú breyting hafði á orðið, um það þorði hún ekki að spyrja hann, en á morgun mundi hún, eins og hún hafði gert á hverjum einasta sunnudegi í allt að því sex mánuði, þakka guði það í kirkjunni, að Anton skyldi hafa breytzt þannig. Bara að faðir hans hefði lifað til að gleðjast yfir þessari breytingu. En hann hafði látizt á bezta aldri, heima í Tarawa; þá var Tony ungur, svo hún hafði orðið að bera ein áhyggjur sínar, ótta sinn og vandræði, þegar hún skildi ekkert í því hvers vegna allir drengirnir í þessu hverfi urðu að þorpurum og glæpamönnum. Og Anton hafði ekki verið þar nein undantekning, ekki fyrr en hann tók þessum stakkaskiptum fyrirvara- laust; varð henni sami góði sonurinn og þegar hann var lítill snáði, sá sonur, sem hún hafði beðið til guðs að hann yrði. En marga andvöku- nóttina hafði hún vökvað svæfilinn beiskum tárum, þegar þessi kynlegi, framandi og afvegaleiddi unglingur, sem eitt sinn hafði verið sonur henn- ar var einhvers staðar úti í hópi þess- ara líka þokklegu félaga sinna. Og hvort sem hún mátti þakka það bæn- um sínum eða ekki — þá hafði eitt- hvað orðið til þess að leiða hann heim til hennar aftur, og fyrir það þakkaði hún nú guði sínum hverja stund. Frú Wyzek varð litið til litlu loft- rellunnar, sem Anton hafði komið með heim og sem suðaði nú án afláts og vakti hressandi, svalan gust í eld- húsinu. Hún stóð með fæturna niðri í köldu vatninu, gusturinn lék um hana og henni leið þægilega, þrátt fyrir hitamolluna. „Við skulum fá okkur eitthvað kalt að drekka áður en þú ferð út“, sagði hún við son sinn. „Svo sannarlega“, svarlaði Tony. „Þegar ég er búinn að hafa fata- skipti. Hvað er klukkan eiginlega?" „Hún er að verða hálfníu". Hún rétti upp arminn svo gusturinn frá rellunni léki betur um hann. „Mér líður svo notalega", varð henni að orði. „Ágætt", sagði Tony glaðlega. „En nú verð ég að ljúka við að raka mig“. „Allt í lagi, Anton“, sagði móðir hans. „En farðu nú samt varlega svo Þú skerir þig ekki“. „Það var hitamóða á speglinum inni í baðherberginu, svo Tony varð að strjúka hann með lófanum áður en hann hallaði sér fram og skældi til munnvikið svo hörundið strengdist, þegar hann strauk það með egg rak- vélarblaðsins. Það var einmitt þarna, við munnvikið, sem hann átti erfið- ast með að ná af sér skeggbroddun- um án þess að hann særði húðina. Þegar því var lokið að þessu sinni, gretti hann sig í spegilinn til að sjá hvernig til hefði tekizt — og spurði sjálfan sig um leið hverþiig fara mundi í kvöld. Þessi spurning hafði ásótt hann allan daginn; hann hafði ekki getað hugsað um annað en væntanlegt stefnumót sitt við Maríu. Hann bærði varirnar og nefndi nafn hennar í hljóði. Maria var fallegt nafn, hafði samhljóm við sólina, tunglið, stjörnurnar og ástina. Og þó hafði hið væntanlega ein- vígi orðið til þess að trufla hugs- anir hans um Maríu og stefnumótið; þótt hann gerði allt sem honum var unnt til að láta Það ekki á sig fá, hafði hann ekki komizt hjá því. Um þrjúleytið hafði Nonni pelabarn kom- ið inn í lyfjabúðina, keypt nýtt hasar- blað og sagt honum frá Þvi í hálfum hljóðum, að hann mælti fyrir munn þeirra íélaga allra ■—- þeir óskuðu einskis fremur, en að Tony kæmi aft- ur í þeirra hóp, og Það hefði síður en svo verið í illum tilgangi gert, eða vegna þess að þeir treystu hon- um ekki, að hann hafði ekki verið valinn til að heyja einvigið við Bern- ardo. Þeir vissu það allir, að þeir mættu treysta honum, og bæðu hann þess að koma á hólmgöngustaðinn klukkan níu. „Eg hnuplaði issting í einni búð- inni“, sagði Nonni pelabarn hreyk- inn. ,,Ég gerði skeiðar utan um hann og ber hann í festi um háls mér, svo ég geti gripið til hans. Ef Bern- ardo bíður ósigur og Hákarlarnir sætta sig ekki við það og veitast að Diesilnum, skulu þeir fá kúluna kembda. Og ég skal jafna um þá, Pepe og Nibbles, eigin hendi“. Pela- barnið bar fingurna að eyrum sér. „Ég skal gata svo á þeim eyrna- sneplana, að þeir geti sett í Þá tunnu- gjarðir í staðinn fyrir hringi". Tony hafði gefið pelabarninu flösku af sódavatni og sagt, að það væri hyggilegast fyrir hann að koma hvergi nærri einvíginu. Hann þóttist samt mega vita að pelabarnið tæki ekki þá viðvörun til greina, aftur á móti mundi hann hraða sér á fund við Þoturnar og segja þeim hvað Tony hefði ráðlagt sér. Þeir, Hreyfillinn og Diesillinn mundu fullyrða að Tony skorti kjark, og þess vegna hlypist hann undan merkjum. Það mundi bitna á Riff, sem áreiðanlega tæki sér það nærri; hans vegna varð Tony því að vera viðstaddur einvígið, þótt honum væri það sannarlega fjarri skapi. Klukkan fimm hafði hann fengið laun sín greidd, fimmtíu dollara fyrir fimmtíu klukkustunda vinnu, keypt loftrellu á heildsöluverði og hraðað sér með hana heim, skellt sér í bað og sagt móður sinni að sig langaði ekki í mat; hann væri með öllu lyst- arlaus í slikum hita, en hann mundi fá sér einhvern bita, þegar hann kæmi heim aftur. Hálfri stundu síðar stóð hann fyr- ir innan hurðarglugga á byggingunni gegnt verzluninni, þar sem María vann. Hann sá konuna, sem stjórnaði Framhald á bls. 43. er beitt, þessi“. Hún rétti honum hönd sína, hljóð „Fyrirgefðu", sagði móðir hans og og ljúf, og þau héldu innfyrir. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.