Vikan


Vikan - 26.04.1962, Blaðsíða 33

Vikan - 26.04.1962, Blaðsíða 33
Tbni heimapermanent gerir hár yöar mjúkt, gljáandi og meðfærilegt Með TONI fáið pér fallegasta og varanlegasta permanentið. Vegna þess að “leyniefni” Toni heldur lagningunni og gerir hárið svo meðfærilegt, að þér þurfið aðeins að bregða greiðunni í hárið, til þess að laga það. Ekkert annað permanent hefir “leyniefni”. það er eingöngu í Toni. Toni er framleitt i þremur styrkleikum REGULAR fyrir venjulegt hár SUPER fyrir mjög fínt hár GENTLE fyrir gróft hár, skolað og litað hár Einn þeirra er einmitt fyrir yður. NE ? loili HOME PERM Toni framleiðsla tryggir fegursta hárið lærlings um hánótt, en ég veit ekki hvernig, eða hvers vegna. Þegar ég — mér til mikillar furðu —■ uppgötvaði að ég var orðinn aö jarðbundnum anda, ákvað ég að fara aftur til Malypensehallarinnar og leita funda við þann, sem hafði orðið orsök óhamingju minnar. Ég gekk aftur hjá Sir Giles i tutt- ugu og þrjú ár, þangað til hann eina nótt datt aftur fyrir sig í stiganum af hlátri yfir sorgbitnu andliti mínu, sem minnti hann á hvernig hann hafði gabbað mig. Hann hálsbraut sig. Næstu áratugir voru ákaflega leið- inlegir. Þar sem Sir Giles átti engin börn, íékk yngri bróðir hans höll- ina i arf. Hann var grúskari, sem notaði tímann til að skrifa ljóð og framleiða andstyggilega syni. E'f það hefði verið möguiegt, hefðu þeir vald- iö dauða minum. Það var eins og þeir fyndu það á sér, þegar ég var um það bil að líkámnast og lögðu þá fyr- ir mig gildrur. Það gekk svq langt, að ég var hættur að þora að nota dyr á eðlilegan hátt af ótta við að fá yiir mig fullu vatnsfötu eða eitt- hvað þvílíkt, og það endaði með því að ég flýtti mér í gegnum vegg Þeg- ar ég heyrði til þeirra. Eins og þeir áttu skilið, dóu þeir allir voveiflega, sumir i orrustum og aðrir í tugthúsinu. Þeir fetuðu sem sagt í fótspor forfeðra sinna. Lifið, eða réttara sagt dauðinn, varð svo tilbreytingarlaus, að ég lagði það i vana minn að sofa öðru hverju í eina öld eða svo. Þegar ég vaknaði þaut ég um og skoðaði allt af tómri forvitni. Mér fannst skemmtilegt að sjá, hve margir Maiypensar höfðu dáið meðan ég svaf. Þannig vildi það til, að þjóðsagan um Malypensedrauginn varð til. Sagt var að ég sæist ekki nema aðra hverja öld, og að ég yrði að ganga aftur í höllinni, Þar til ég gæti bætt fyrir glæp minn gegn Lady Elísabet og Sir Róbert. Sagan sagði lika, að ég gæti ekki fundið frið, fyrr en mér tækist að sameina tvo óhamingjusama elskend- ur, og bæta þannig fyrir brot mitt. Ég var auðvitað hálfergilegur yfir þessari sögufölsun, en ég verð að játa að þetta höfðaði nokkuð til tilfinn- inga minna fyrir því sem var áhrifa- mikið. Þar að auki langaði mig ekki frekar til að vera draugur á Maly- pense til eilífðar. Kannski mundi dá- lítil ójarðnesk hjálpsemi milda skap þeirra sem þessu réðu, svo andi minn yrði leystur úr þessum fjötrum. Með þetta i huga fór ég i byrjun átjándu aldar að koma fram sem dul- búinn ástarguð. Höllin var löngu komin á aðrar hendur og þar bjó nú trúuð og siðavönd fjölskylda. Dótt- irin, fröken Prudence, var laglegasta hnáta, sem var hrifin af pilti, sem faðir hennar var mótfallinn. Eins og þá var siður, læsti hann hana því inni á herbergi hennar, þar til föstur og einvera hefðu hjálpað henni til að vinna bug á veiklunduðu konuhjarta sinu. Eg kynnti mig fyrir henni og það komst upp í vana fyrir mér, að lauma til hennar ýmsu ætilegu úr eldhús- inu í gegnum skráargatið. Seinna, þegar hún var hætt að vera hrædd við mig, líkamnaðist ég inni á her- berginu hennar, og við sátum Þar hálfa nóttina og ræddum um hvernig hægt væri að kippa þessu öllu í lag. Loks kom okkur saman um, að ég skyldi útvega kaðal og senda boð eftir piltinum. Þegar nóttin væri sem dimniust, átti svo að festa kaðalinn i gluggakistuna og Roger — eða hét hann Rubert? — átti svo að klifra upp og sækja hana og fara með hana þangað sem frelsið og hamingjan réðu. Þar sem ég hafði fengið mikla æf- ingu í öllum listum drauga, tókst mér að koma skilaboðunum án þess að það kæmist upp um mig, og eins gat ég útvegað reipi af heppilegri lengd. Á umsömdum tíma kom Roger — eða Rubert — og fröken Prudence lét reipið síga. En hún hafði þvi mið- ur gleymt að segja honum að þessu hafði öllu verið komið í kring af draug, og ég hugsaði ekki út í Það að aflíkamnast, en vildi vera viðstadd- ur til að sjá um að allt gengi að óskum. Roger komst upp í gluggann eftir töluvert erfiði, en þegar hann sá mig standa bak við fröken Prudence, varð hann svo hræddur, að hann sleppti reipinu og hrapaði niður í hallar- síkið, sem einmitt var vatnslaust um þessar mundir. Hann dó samstundis, og þó ég reyndi að gera fröken Prud- ence það ljóst að hann hefði ekkert þurft að þjást, varð hún svo móður- sjúk, að faðir hennar varð þreyttur á öllu þessu þvaðri um drauga og elskhuga, og lét loka hana inni á hæli. Eins og skiljanlegt var, dró þetta nokkuð úr áhuga minum, og það var ekki fyrr en elskuleg Victoria drottn- ing hafði setið á veldisstóli í mörg ár, að ég hafði áunnið mér það mikið sjálfstraust, að ég reyndi aftur að hjálpa til i ástamálum. Á þessum tima var Malypensehöll- in í eigu majors Arthurs Arbuthnot (auðvitað úr indverska hernum). Hann var kvæntur kvenskassi og átti veiklulegan tuttugu og eins árs son, sem hét Aubrey. Á hverju vori kom hræðsluleg stelpukind í heimsókn til þeirra. Hún var frænka skassins. Satt að segja fannst mér Amalía, en það hét hún, dauðleiðinleg. Hún gerði aldrei annað en tína blóm og sauma út og lesa ástarsögur í laumi. Hins vegar hafði é@ mikla samúð með Aubrey, sem var að verða tauga- hrak af því að standa á milli for- eldra sinna, sem bæði heimtuðu sitt —- þangað til ég fékk hann til með- ferðar. Ég likamnaðist fyrir honum einn niAx 3s

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.