Vikan


Vikan - 26.04.1962, Qupperneq 35

Vikan - 26.04.1962, Qupperneq 35
af mér að yfirgefa gamla heimilið mitt. Ég var nú orðinn svartsýnn á sam- band mitt við lifandi fólk, ekki sízt Þar sem sá orðrómur gaus upp að ég hefði kveikt í Malypensehöllinni. ÞaÖ varð eiginlega til þess að ég ákvað að halda mér frá fólki og verða ein- setudraugur. En þegar ég hafði verið einn í eina öld, án þess að sjá nokkurn mann, nema nokkra skátadrengi og fólk, sem kom til að skoða rústirnar, var mér farið að leiðast. Mér heföi sjálf- sagt liöið betur, ef ég hefði getað fundið annan draug til að vera meÖ, en eins og nú var ástatt var ég farinn að óttast um sálarástand mitt af leiö- indum. Eftir að ég hafði um nokkurn tíma velt fyrir mér möguleikum á að kom- ast í samband við fólk, fékk ég góða hugmynd. Það fólk, sem áreiðanlega yrði íeg- ið að hitta mig, hiaut að vera það, sem hafði áhuga fyrir draugum. Ég hafði einu sinni, í kringum 1950, heyrt prest, sem var að sýna vini sínum rústirnar, segja frá sálarrann- sóknarfélaginu. Eftir því sem mér skildist, var það hópur draugasafn- ara. Hér sá ég tækifæri til að hitta fólk, sem ekki fengi móðursýkiskast þó það sæi mig. Ég tók mér þvi fjöðurstaf í hönd og fann dálítið pergament sem ég átti, og skrifaði félaginu. Ég skrifaði þvi alla söguna á beztu Shakespeare-ensku, en það hélt ég að hefði mest áhrif. Ég setti bréfið í venjuiegt nútíma umslag og skrifaði utan á, að póstgjaldið yrði borgað við móttöku. Ég gat varla vænt svars, því eng- inn bréfberi mundi koma bréfi til skila, sem bæri utanáskrift: Hr. Simon draugur, Malypensehöll. Það liöu nokkrar vikur og ég var farinn að halda, að þetta hefði ekki verið tekið alvarlega. En svo var það kvöld eitt í sept- ember 1959, að lítill bill kom akandi upp mosagróinn veginn og stanzaði við rústirnar. Þrjár manneskjur stigu út. Kona og tveir menn. Ég varð ofsa- glaður þegar mér varð ijóst, aö þau komu frá sálarrannsóknarfélaginu. Mér fannst þau koma mér undarlega kunnuglega fyrir sjónir, en þegar ég hafði hlustað á þau nokkra stund, vissi ég hvers vegna. í byrjun gat ég varla trúaö því, en þaö getur margt skrýtið skeö í þess- ari veröld. Konan sneri sér aö öörum mann- inum. — Giles, ég get ekki fundiö mynda- vélina. Ertu viss um, aö þú hafir tekiö hana meö? — Auðvitað tók ég hana meö. Hún var í bögglinum meö segulbandinu og íleiru, svaraöi hann ólundarlega. Svo sneri hann sér ókurteislega við og sagöi við hinn manninn: — Veiztu það, Bob, þetta getur varla verið tilviljun meö nafnið. ÞaÖ kæmi mér ekki á óvart þó höllin heföi einhverntíma veriö í eigu fjöl- skyldunnar. Bob hló. — Líka draugurinn? Nei, heyröu nú Giles. Þetta er auðvitað stólpagrín, en við getum alveg eins vel tekið þátt í þvi, og haft þaö skemmtilegt. Ég skal bera þetta fyrir þig Betty, þetta er allt of þungt fyrir þig. Giles dæsti fyrirlitlega. — Rannsóknin sýndi aö pergament- iö var ekta. En annars er engin á- stæöa til aö fara meö lconuna mina Telpubnpan CJ1Q1 er bomin tvíofið þýzkt ullarefni - 4 tízkulitir. Verzl. SIF, Laugavegi. — Verzl. EROS, Hafnarstræti. Verzl. SÓLEY, Laugavegi. — Verzl. FONS, Keflavík. Verzl. ANNA GUNNLAUGSSON, Vestmannaeyjum. SOKKABÚÐIN, Laugavegi. Heildsölubirgðir: YLUR H.F. Sími 13591. eins og sjúkling, gamli minn, þó hún kunni vel viö sig í hlutverki litlu og veikbyggðu konunnar. Betty sendi manni slnum ískalt augnaráö. — Þú ert mjög kurteis, sagöi hún. Loks voru Þau búin að koma öllu draugaleitardraslinu og matarkörf- unni sinni fyrir í dagstofunni minni. Giles hljóp um og kom hátölurum og upptökutækjum fyrir á ýmsum stööum, en Bob og Betty undirbjuggu máltíðina. Ég haföi aldrei trúað alveg á end- urholdgun, og fannst þaö allt full ó- Éennilegt. En þegar ég sá meö eigin augum þessi þrjú, og þar aö auki heyröi hvaö Betty og Bob sögðu hvort viö annað, meðan Giles var aö leika draugaséríræöing, sá ég aö forsjónin haföi gefiö mér ennþá eitt tækifærl. — Ég vildi að þú værir ekki gift honum, Betty, sagöi Bob. Hún brosti dapurlega til hans. — Eins og talað út úr minu hjarta, sagði hún bliðlega. — Þú veizt auövitað að ég elska þig? Betty kinkaði kolli. — Ég er hrædd um aö Giles viti það eins vel, vinur minn. Þér tekst ekki sérlega vel aö leyna tilfinningum þínum. — ÞaÖ var eingöngu þín vegna aö ég tók þátt í þessum asnalegu drauga- rannsóknum, sagöi hann önugur. Ég stend í þeirri meiningu, aö draugar séu aöeins fyrir börn, eöa barnalegt fólk. Svo byrjaði hann að kyssa hana af mikilli nákvæmni og skiljanlegum áhuga, þangaö til þau heyrðu fóta- tak Giles. — Ég hélt að þú mundir hjálpa mér, Bob, sagði Giles ergilegur. En það tekur því varla héðan af. Ég er búinn að undirbúa allt á efstu hæð. Ef þið íarið þangað upp, gætið ykkar á gatinu í stiganum. Það get- ur verið hættulegt. — Maturinn er tilbúinn, sagði kon- an hans. Ég varaði mig auðvitað á því, að verða ekki sýnilegur, en ég var sem steini lostinn yfir því, hve lík þau voru forfeðrum sínum. Ef þessi kjánalegu nýtízku föt væru tekin af þeim og þau færð í eitthvað almennilegt í staðinn, mundi ég vera tilbúinn að sverja, að þau væru Sir Giles, Sir Robert og Lady Elisabet. Þau þögðu meðan þau borðuðu og eftir alvörusvipnum á andlitum þeirra, hefði maður getaö trúaö aö vikan 35

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.