Vikan


Vikan - 26.04.1962, Blaðsíða 11

Vikan - 26.04.1962, Blaðsíða 11
 ■> % : ■« TIL TUNGLSINS UM PÁSKANA EÐAI SUMAR_ 1EYFINU j Að ofan: Tunglflaugin hefur lent heilu og höldnu og nú snýr hún trjónunni til himins. Að neðan: Gert er ráð fyrir að eins konar bækistöð verði sett upp á tunglinu og þar kornið fyrir fjölda vísindatækja. Hér er mynd af módeli, sem gert hefur verið af þessari stöð. íERÐIN frá jörðunni til tunglsins verð- ur ekki lengur talin til óvísindalegra skáldóra, heldur liggur hún nú inn- an takmarka þess, sem manninum er framkvæmanlegt. Geimflaugar hafa þegar þotið þann 400.000 km spöl, sem skilur jörð- ina og fylgihnött hennar. Mönnuð geimför leggja innan skamms af stað upp í þessa för til hins ókunna, sem menn hafa þó þeg- ar aflaS sér harla ýtarlegar vitneskju um. ym ■IJNDRUÐ verkfræðinga og tæknisér- Æfjf fræðinga, austan járntjaids og vest- \M' r an, eru nú önnum kafnir við að smíða eldflaugar, geimfarahylki, beltisdráttarvélar, bústaði, vatnsgeyma og allskonar áhöld og tæki. HiS mikla kapphlaup til mánans er þegar byrjað. Þegar áður en undirbúningurinn að smíði gv’mskipa hófst, tóku vísindamennirnir að vinna að samningu einskonar luigsaðrar leiðarbókar, þar sem sig'ing tunglfarans var rakin, mínútu eftir mínútu, lýst nákvæmlega ollum þeim örðugleikum, sem verða mundu á leið þeirra þegar frá upphafi — örðug- ieikum, sem einungis varð sigrazt á með sér- fræðilegum tæknibrögðum. Tálmanirnar verða margar — en þar kemur á móti að geimfarinn fær yfir að ráða þeim fullkomn- ustu tækjum, sem nokkru sinni hafa verið siniðuð; afar langdræg og sterk senditæki, súrefnisvinnslutæki, tæki til að uppgötva vissar bergtegundir og jarðgas, flutninga- læki, kjarnorkuhlöður, geislamæla og tugi ananrra dýrmætra og mikilvægra áhalda. Þótt hvorki sé að finna andrúmsloft né vatn á tunglinu, verður gerlegt að hafast þar við • í þeim fyrstu langdvalarstöðvum, sem menn reisa sér annars staðar en á jörðinni. ERÐAÁÆTLUNIN mun yfirleitt við I það miðuð, að þrír karlmenn, meðal- ^ f menn á vöxt, taki þátt í fyrstu tungl- ferðinni. Þeir verða aS hafa lokið erfiðu námi í geimsiglingafræði, meðferð geimflauga, tunglfræði, rafeindafræði, stjarn- fræði, liafa öðlazt sérfræðiþekkingu á öllu, sem viðkemur geislavirkni, auk þess sem þeir verða að hafa kunnáttu og reynslu sem skurðlæknar og lyflæknar. Hver þeirra um sig verðm- að geta tekið til hendinni eins og með þarf, ef einhver þeirra fengi botn- iangabólgukast, hver þcirra um sig verður að kunna að blanda algengustu lyf, ef nauð- syn krefur. Ennfremur verða þeir, hver um sig, að vera færir um að leysa af liendi hinar flóknustu stærðfræðiþrautir og gera við nákvæmustu og margbrotnustu tæki. Þeir menn, sem vaidir verða i fyrstu tunglíerðina, verða þvi með öðrum orðum að hafa til- einkað sér til hlitar fullkomnustu kunnáttu og þekkingu fjölda sérfræðinga. M/llö getum gert okkur þessa tunglferða- lll langa í hugariund, klædda sina kyn- IT legu „samfestingum“ með sérstakar fahhlífar við axlir, sem þeim er ætl- að að grípa til ef i nauðirnar rekur. Hinni löngu og þreytandi bið þeirra er lokið, öll læki hafa verið endanlega reynd. Geimfars- stjórinn tekur sér sæti i stjórnklefanum, Framhald á næstu síðu. VIKAN XI

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.