Vikan


Vikan - 26.04.1962, Blaðsíða 32

Vikan - 26.04.1962, Blaðsíða 32
Hárið verður fyrst fallegt með / / i/ y / SHAMPOO WHITE RAIN gerir hár yðar gullfallegt. Hinn silkimjúki lögur gefur hárinu þægilegan ilm og gljáandi blæfegurð—laðar fram hinn dulda endisþokka. Af White Rain eru framleiddar þrjár tegundir, sem fegra allar hárgerðir — ein þeirra er einmitt fyrir yður. Perluhvítt fyrir venjulegt hár Fölblátt fyrir purrt hár Bleikfölt fyrir feitt hár Toni framleiðsla tryggir fegursta hárió Draugurinn í Malypense- höllinni. Framhald af bls. 9. gætur. t hvert sinn og ég náði í glas, var eins og augu þeirra mundu stinga gat á hendur mínar. Sir Robert var sá eini, sem drakk frjálslega. Hin sýndust ekki kunna að meta gott vinið. Loks fanst mér að stundin væri komin, og með varúð tæmdi ég inni- hald hringsins í silfurbikar, sem ég gat þekkt aftur á þvi að hann var beyglaður. Vínið freyddi eins og gos- brunnur, en enginn tók eftir því. — Úrþvætti! kallaði Sir Giles, læt- urðu gesti Malypensanna vanta vín? Fljótt setti ég eiturbikarixm og tvo 82 tuui aðra meinlausa á bakka. Fyrst bauð ég Lady Elísabetu. Hún horfði spyrj- andi á mig um leið og hún tók sér bikar, og ég kinkaði kolli og brosti. Svo rétti ég Sir Robert bakkann, en hann var töluvert kendur orðinn og lézt ekki sjá þann bikar, sem ég bauð honum og teygði höndina eftir eitr- aða drykknum. Fg sneri bakkanum snöggt. — Óþokkj, öskraði Sir Robert, þú hefur illt I huga. Svo reyndi hann aftur að ná í eiturbikarinn, en ég sneri bakkanum aftur, og við það varð Sir Robert óður af bræði. — Stattu kyrr, ræfillinn þinn, eða þú skalt hafa verra af. Aftur seildist hsuin eftir sama glas- inu, eins og hann gæti ekki beðið eftir því að deyja, og ég sneri bakk- anum einu sinni enn. •— Simon, sagði Sir Giles undrandi, vertu ekki svona þrár. Á þessu heim- ili er það ávallt gesturinn, sem hef- ur rétt fyrir sér. Ég leit á húsbónda minn og velti því fyrir mér, hvort hann hefði gert sér allar aðstæður ljósar. Á sömu andrá þreif Sir Robert einn bikar. Ég þorði ekki að líta niður á bakk- ann. Eins og í leiðslu rétti ég þriðja bikarinn að húsbónda mínum og gerði bæn mína. — Ég ætla að skála við ykkur, kall- aði Sir Giles. Megum við öll njóta hamingju, langs lífs og góðs svefns. — Amen, sagði Sir Robert hlæjandi. Lady Elísabet sagði ekkert, en hún drakk með þeim. Svo byrjuðu þau Sir Giles og Lady EUsabet að stara hvort á annað. Þau voru að biða eftir því að eitrið hefði áhrif. Það kom töluvert flatt upp á þau þegar Sir Róbert umlaði skyndi- lega: — Drottinn minn, ég dey! Svo þaut hann upp, og datt siðan kylliflatur til að sanna mál sitt. Lady Elísabet leit á líkið, þreif hníf, guð má vita hvaðan, og hljóp að mér. — Svikari! hvæsti hún. — Nei, nei, góða mín. Simon er bara fífl. Sir Giles skellihló. Hún sneri sér að bónda sínum af- mynduð af hatri og illsku, og andar- tak hélt ég að hún myndi nota hnif- inn til skynsamlegra verka. En svo ieit hún á föit andiit Sir Roberts og ;..eð ekkasogi stakk hún . hnífnum í sitt eigið hjarta. Og með yndisþokka íéll hun við hliö elskhuga síns. — VarÖveiti okkur nú allir dýrling- ar! kali..ði ég. Þetta var hrífandi sjón og ég v..x’ ..xustum með tárin í aug- unuixi. En ég gat ei;ki áttað mig á Sir Giles. Hanii var hættur að hlæja, og byrjaöur uö hugsa um hverjar af- leiðingar þessi atburður gæti haft. — Simon, sagði hann. Þú þarft á fleiri dýrlingum að halda en dagarnir eru í árinu. Þú ert erkisvikari. Sir Róbert var sendur til að njósna um mig, sem þér var vel kunnugt um. Það verður sagt að Malypense hafi drýgt þennan glæp, nema .... — Nema hvað, Sir Giles Ég var að deyja úr hræðslu. — Nema að Malypense sjálfur geti bent á glæpamanninn. Vei þér Simon fyrir svik við föðurlandið. Vei þér fyrir drápið á heiðursmanni. En stærsti glæpurinn er dráp minnar tryggu eiginkonu, þegar hún upp- götvaði ill áform þín .... Ég er hræddur um að það sé skylda mín sem heiðarlegs aðalsmanns að kæra þig fyrir yfirvöldunum. — Náð, kæri húsbóndi, kallaði ég. Göfugi Sir Giles, það var eftir yðar skipan að ég .... — Orð vesæls þjóns gegn orði að- alsmanns! Sem betur fer eru það aðeins aðalsmenn, sem eiga sæti í réttinum. Ef þú neitar, kæri Simon, verður þú yfirheyrður — og þú munt játa! Sir Giles veinaði af hlátri. Svo hellti hann vingjarnlega víni í glas handa mér. Ég þarfnaðist þess sann- arlega. Sir Giles hafði þvi miður rétt fyrir sér. Mér var ekki um pyndingar gefið. Þvert á móti. Það þurfti ekki annað en sýna mér tólin niðri i kjallaranum, sem bar merki djöfulsins og var nógu djúpur til að vera heimkynni hans. Strax og mér voru tilkynntir allir glæpir mínir, flýtti ég mér að játa þá alla og nokkra í viðbót, svona til að vera á því þurra. Þá var ekkert eftir annað en ákveða hvort ætti að hengja mig eða brenna. Það voru að- eins aðalsmenn og aðrir tignir menn, sem nutu þess að vera hálshöggnir. Loks, eftir miklar bollaleggingar lærðra manna, var ég úrskurðaður hæfur til hengingar, og á dásamlegum sumardegi, þegar lævirkjarnir sungu og göturæsin í London sendu frá sér meiri ódaun en nokkru sinni fyrr, var farið með mig til Tyburn, þar -sem ég var dreginn á loft og reynt að láta mig vera verðugan athygli góðborgaranna. Það var ekki sérlega þægilegt og gekk frekar seint, en ég frétti seinna, að líkami minn naut þrátt fyrir allt þess heiðurs að losna við höfuðið. Það var af völdum drukkins slátrara-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.