Vikan


Vikan - 26.04.1962, Blaðsíða 12

Vikan - 26.04.1962, Blaðsíða 12
. . . . TIL TUNGLSINS UM PÁSKANA TUNGLFARIÐ LENDIR HEILU OG HÖLDNU Ef menn eiga að komast leiðar sinnar á tungl- inu, verður að hafa meðferðis farartæki, sem komast yfir djúpar sprungur. Hér er skrið- dreki ásamt færanlegri brú, sem hugsað er til notkunar á tunglinu. Þegar aðdráttarafls tunglsins tekur að gæta, snýr stýrimaðurinn geimfarinu, þannig að skutur þess veit að tunglinu, og um leið er dregið úr hraðanum með hemlunarhreyflum. Og nú er skipinu stýrt í átt að áður ákveðnum lendingarstað. stýrimaðurinn sezt við hlið honum og tækni- vísindamaðurinn að baki þeim. Enda þótt þeir þremenningar hafi skipt þannig verk- um með sér, getur hver þeirra um sig geng- ið i verk hins ef með þarf. Ekki ber neitt á taugaóstyrk hjá þeim, þótt förin sé að hefjast — taugaóstyrk má losna við með þjálfun. éi^ *IÐ tröllaukna ferlíki, geimflaugar- A samstæðan, ryðst af stað í gráum bólslurmekki með ferlegum hvini. Ferðin er hafin. Geimflaugin er á svipstundu komin út fyrir þau loftlög, sem næst liggja jörðu, æðir áfram á leið til tunglsins. Þetta er fyrsta geimflaugin, sem skotið er beint frá jörðu til tunglsins. Seinna verður þeim svo skotið frá geimstöðvum, sem ganga á braut umhverfis jörðina. Þeir þremenningarnir hafa nú smeygt sér úr „samfestingunum". Annríki þeirra er byrj- að. Hitinn í klefanum er um 20 stig, og þeir sitja þar snöggklæddir og á stuttbrókum. Sökum þyngdarleysisins verða jjeir að bera einskonar segulskó á fótum sér, svo þeir geti hreyft sig eðlilega. Þegar hér er komið hefur dregið nokkuð úr hraðanum, sem i upphafi nam 11 km á sekúndu, og geimfarið æðir áfram sjáifkrafa, án þess lireyfilorkunni sé beitt. Geimfararnir hafa hinum ólíkustu verk- efnum að sinna -— mælingum allskonar, ljós- myndatöku og athugunum á plánetum þeim, sem nálægastar eru. Með vissu millibili er skipzt á tæknilegum og persónulegum upp- lýsingum og tilkynningum við geimhlustun- arstöðvar á jörðu niðri, og sent á 900—1.000 megac. Á einum kiefaveggnmn hangir geim- kort, sem gert hefur verið samkvæmt stjarn- fræðilegum rannsóknum og athugunum um áratuga skeið og rudíóljósmyndum, sem náðst liafa með aðstoð lítilla könnunar- geimflauga, sem áður hafa verið sendar þessa leið til tunglsins. 5T Ý RIM AÐ URINN fylgir nákvæmlega fyrirfram útreiknaðri stefnu. Og jafn- vel þótt svo færi að eitthvert af tækj- unum bilaði, eða jafnvei nokkur þeirra, tæki það hann ekki nema sekúndu að vita það upp á hár, hve langt væri þangað til geimfarið tæki iand á tunglinu. Um borð i geimfarinu má hvorki reykja né matselda. Andrúmsloftið þar inni verður að haldast óbreytt, anars er lifshætta yfirvofandi. Nestið til ferðarinnar er geymt í litilli búrskonsu — þörungahlaup í skálpum, þurrkað kjöt með fjörefnaíblöndun, sykur og þurrmjólk og ávaxtasafi, kaffi og te á flöskum. Á geimsiglingu þessari, sem tekur hálfan þriðja sólarhring, er strang- lega fylgt fastákveðnu starfsskipulagi — átta klukkustunda svefn, tíu klukkustunda starf, sex klukkustundir til að matast og „hafa það nota- legt“. Hver hreyfing krefst hnitmiðunar vegna þyngdarleysisins, sem nú er orðið algert. Þeir þremenningarnir njóta hvíldar til skiptis, þannig að tveir eru jafnan að starfi. ál ÝRAUGU eru á klefanum svo þeir geta notið útsýnisins, sem er jf/ hið undursamlegasta. Sólin er sem hvitglóandi skjöldur, stjörn- y. urnar rauðar, hvitar, bláar eða gular, jörðin sem grænleitur og rauðgulur hnöttur, sveipaður Ijósblárri hulu, en tunglið fram- undan eins og gulgrænn knöttur, sem stækkar óium. Öðru hverju bregður fyrir á honum annarlegum eldglæringum, sem eiga rætur sinar að rekja til endurkasts sólarljóssins frá jörðunni. Ferðin hefur staðið í tvo sólarhringa. Geislavirku beltin tvö sem kend eru við van Allen, og liggja í 3000 og 25000 km fjarlægð frá jörðu, hafa ekki valdið geimförunum neinum likamlegum óþægindum; hylkisþekjan er þannig gerð, að hún verndar þá gegn allri geislavirkni, sem annars mundi hafa skaðlegar afleiðingar. Geimskipið hefur farið 321.000 km leið, og hraði þess nemur nú 2534 km á klst. Nú nálgast óðum sú stund þegar aðdráttarafl jarðarinnar þrýtur og keinur inn á aðdráttarsvæði tunglsins, sem er sex sinnum orku- minna en jörðin. Þegar aðdráttarafls þess tekur að gæta, snýr stýrimað- urinn geimfarinu, þannig að skutur þess veit að tunglinu, og um leið er dregið úr hraðanum með hemlunarhreyflum. Og nú er skipinu stýrt í átt að áður ákveðnum lendingarstað. ÞETTA verður æsilegt andartak. Lendingin má ekki verða of hörð, sökum þess að mikill höggþrýstingur getur bæði valdið meiðslum á áhöfn- inni og skemmdum á tækjunum. En hemlahreyflarnir vinna eins og til er ætlazt, hinum fjórum, fjaðrandi „lendingarfótum“ er skotið út og geim- skipið sezt mjúklega á óslétt yfirborð hins framandi hnattar. Fyrsta mannaða geimfarið hefur lent á tunglinu. Þegar lendingunni er lokið fara þeir þremenningarnir í þar til gerða öryggisbúninga og opna klefadyrnar — og í fyrsta skipti skoða mannleg augu tunglið ið næsta sér. Þar fyrirfinnast hvorki vatn, sýrur, vindar, ský, regn eða andrúmsloft; þung þögn hvílir yfir fjöllum og sléttum! Og langt úti í geimnum blikar jörðin á myrkum himni, sem stráður er rauðum stjörnum. Þeir taka nú að bera farminn frá borði, og fara þar nákvæmlega eftir þeim fyrirmælum, sem þegar hafa verið skráð í leiðarbókina. Það er kalt — tíu stiga frost. í sólskininu mynda tindar og strýtur langa skugga. Á sléttunum getur hvarvetna að líta smágíga og sprungur; litir þeirra breytast í sífellu frá grau í rautt og svart. Og nú standa þeir þremenn- Framhald á bls. 36.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.