Vikan - 26.04.1962, Blaðsíða 14
ÞAÐ
Það hefur nokkrum sinnum borið við, að
Vikunni hafa borizt bréf frá fólki, sem kvart-
ar yfir óþarflega löngum setum á biðstofuin
lækna. Sumt af þessu fólki hefur að því er
segir þurft að ganga að staðaldri til lækna til
þess að fá bót meina sinna og það kvartar
mjög yfir því að þurfa ef til vill að bíða einn
eða tvo klukkutíma á eftir fólki, sem var að
koma í fyrsta sinn. Einn maður tók það fram
í bréfi sínu, að hann hefði fært það í tal við
lækninn, hvort ekki væri mögulegt að hann
fengi skjóta afgreiðslu; hann var þá búinn að
koma nær daglega í mánuð. En læknirinn „virt-
ist ekki hrifinn af hugmyndinni", segir hann
„að minnsta kosti gerði hann ekki neitt“.
Af þessu og ýmsu öðru virðist mega ráða að
langur biðtími á biðstofum lækna sé óþarflega
almennt vandamál og kosti þjóðina stórfé á
degi hverjum. Eftir viðtöl við nokkra lækna
virðist það vera svo, að fyrir suma þeirra sé
þetta ekkert vandamál, en aftur á móti eru
aðrir, sem gætu bætt ástandið mikið með ofur-
litlu skipulagi.
Allt þetta hefur orðið til þess, að Vikan fói
í leiðangur á biðstofur nokkurra lækna, vopn-
uð myndavél og penna. Við bregðum hér upp
nokkrum svipmyndum af hinum þöglu hópum
sem iða í skinninu af leiðindum og óþolinmæði
yfir langri bið. Þar er húsmóðirin, sem sér að
hún verður ekki komin heim til að elda mat-
inn, móðirin, sem gat beðið fyrir börnin sín
í tvo tíma og sá tími er nú liðinn. Þá er ferða-
maðurinn utan af landi, seni þarf að fara heim
ti' sín í fyrramálið og er að verða alltof seinn
að verzla eins og hann þarf og þar eru vinn-
andi menr, sem fengu leyfi til þess að bregða
sér frá rétt sem snöggvast. Allur hópurinn
mænir vonleysislega á dyrnar og á andlitun-
um steiulur skrifað: „Skyldi hann nú ekki fara
Það er varla hægt að segja að þetta beri vott um óaðfinnanlegt hrein-
læti, eins og maður mætti eiga von á hjá læknurn. Burt nieð borðið
og blöðin í öskutunnuna! Það er sennilega hvorttveggja jafngamalt!
Það eru 11 læknar á Klapparstígnum
og hafa þar sameiginlega biðstofu. Þar
hefur fóllc pantað tíma, eða fær núm-
er iafnskjótt og það kemur inn.
Það er dýrt þegar vinnufærir menn þurfa að bíða tím-
unum saman eftir að fá stungið á kýli, eða eitthvað
svoleiðis. Á því tapa allir, læknar, sjúklingar, fyrirtæki
og þjóðin öll.
Arinbjörn Kolbeinsson formaður
Læknafélags Reykjavíkur skrifar
grein í næsta blað, skv. tilmælum
VIKUNNAR þar sem hann ræðir
málið út frá sjónarmiði lækna.
Hann tók biðinni með ró. Var orðinn vanur að bíða,
enda lá honum í sjálfu sér ekkert á — en honum leiddist
að bíða. Konan varð að standa, því fleiri sæti voru ekki
lil á stofunni.
14 VIKAN