Vikan


Vikan - 26.04.1962, Blaðsíða 34

Vikan - 26.04.1962, Blaðsíða 34
 AULMANN Múmíubaðkörin eru algjör nýj- 4k ung á heimsmarkaðnum enda 'J formuð cftir mannsh'kamanum. Innbyggt kar Svuntukar í horn með fótlista. Öll Ahlmann svuntu- kör eru steypt í eitt sambyggt stykki en ekki með lausri á- kræktri svuntu á barminum. Svuntukar með fótlista. Q Með breiðara oln- bogarými. Með aflíðandi haila fyrir bakið. © Með breiðari setubrún. Með flatari botni svo þú rcnnir síður til í karinu. Vatnslisti. Öll Ahlmann baðkör eru fyrsta flokks postulínshúðuð fram- leiðsla úr steypujárni enda Ahlmann-verksmiðjurnar fremst- ar í sinni grein á heimsmark- aðnum. AULMANN Umboðið: Fótlisti. Fótlistinn er nýjung og til þæginda þegar staðið er fyrir fram- an karið og ef þarf að komast að vatns- lás. Sighvatur Einarsson & Co. Sími 24133. — Skipholti 15. 34 VIKAN Allir utan hættu, suður gefur. A V . ♦ * 7-6-5 K-8-6-5-3 A-5 K-9-2 ^ A-D-9-8 v D-G-10-9 4 9-7-2 * 7-3 N V A S A V ♦ * 10 7-2 D-G-10-4-3 D-G-10-6-4 Suður 1 spaði 2 spaðar 4 spaðar A K-G-4-3-2 V A-4 ♦ K-8-6 * A-8-5 Vestur Norður Austur pass 2 hjörtu pass pass 3 spaðar pass pass pass pass Útspil: hjartadrottning. Aðgætni hjálpaði sagnhafa í spil- inu hér að ofan til þess að vinna úttektarsögn í spaða, þótt vestur virðist fljótt á litið eiga fjóra slagi á tromp. Útspil vesturs var drepið á ásinn heima, tveir hæstu í tígli teknir og þriðji tigull trompaður. Siðan var spaða spilað, gosanum svínað og vestur átti slaginn á drottninguna. Nú virtist vestur eiga þrjá slagi á tromp í viðbót og hann spilaði sig út á hjartagosa. Hjartakóngur átti slaginn, meira lijarta var spilað og trompað. Sagnhafi hafði tekið vel eftir tíu austurs í fyrsta tromp- slag og hann ákvað að spila upp á öll trompin Iijá vestri og til vara ás—tíu hjá austri. Þá kom lauf drepið á kónginn í borði, meira hjarta spilað og trompað. Nú tók suður laufaás og spilaði siðan laufaáttu. Vestur var innifrosinn með A-9-8 í trompi og sagnhafi fékk síðasta slaginn á trompkónginn. Ef vestur hefði vitað hvernig spil- in lágu, þá hefði hann getað spilað meira trompi þegar hann fór inn á spaðadrottningu, en allt hefði komið fyrir ekki, sagnhafi getur alltaf fengið tíu slagi. Hann tromp- ar einungis tvö lághjörtu og lætur a-v rifast um síðasta slaginn með hæsta trompi og hæsta laufi. góðan veðurdag, og þegar hann var hættur að skjálfa, kynnti ég mig fyr- ir honum og ávann mér trúnað hans með því að segja honum nokkrar vogaðar sögur frá tíð Elísabetar fyrstu. Ég komst að því, að hann var mikill aðdáandi Lord Byrons og var v!ss um það, að hefði hann sjálf- ur haft tréfót, mundi hann ekki hafa staðið honum að baki í neinu. Það var óhjákvæmiiegt að hann og Amalía yrðu lirifin af hvort öðru. L’.i sambandið var fyrirfram dauða- dæmt, þó ég gerði það sem ég gat, til sð bjarga því við. Þau höfðu ekki einu sinni lag á því að geta verið ein saman, karl og kerling voru allt- af einhvers staðar í nágrenninu. Svo stakk ég upp á því við Aubrey, að hann og Amalía skyldu látast ætla að fara sofa snemma eitt kvöldið, en læðast frá herbergjum sínum nið- ur í garðinn og hittast þar. Ég gerði ráð fyrir að þegar skassið væri ekki við, mundi tunglsljósið og hormón- arnir — eins og sagt er nú á.dögum — vinna sigur á ströngu uppeldi þeirra. Ég bjóst við að Aubrey fengi hugrekki til að biðja stúlkunnar og að Amalía mundi hafa vit á því að láta ekki líða yfir sig fyrr en á réttu augnabliki. Stefnumótið var ákveðið og ég eyddi nokkrum tímum i að kenna Aubrey undirstöðuatriðin í biðilshlut- verkinu, en Amalía kom ekki á til- settum tíma. Ég stakk upp á því vi8 Aubrey, að hann færi upp til henn- ar, en vesalings drengurinn skalf af taugaæsing, eins og það hefði verið heil hersveit á ferð. 1 einhverju fáti, sagði ég, að ég skyldi þá fara sjálfur upp, en gleymdi því, að Amalia hafði ekki hugmynd um tilveru mína. Til allrar óhamingju líkamnaðist ég i sömu andrá og stúlkukindin var að siökkva á lamp- anum áður en hún færi á stefnumót- ið. Henni varð svo bilt við að hún missti lampann og tók á rás. Húsið var troðfullt af stoppuðum húsgögnum og allskonar eldfimu drasli, og öll efri hæðin brann til grunna á svipstundu. Allt hús;ð var orðið að brunarústum áður en yfir lauk, nema vinstri álma hallarinnar. Kvenskassinu var bjargað í náttkjóln- um einum saman — óborganleg sjón, — en majorinn, sem endilega vildi fara inn i bókasafnið til að ná í veiðigripina sína, fékk ljósakrónu i höfuðið og átakanleg eftirmæli í Times. Aubrey sagði mér, áður en skass- ið sendi hann út í nýlendurnar, að Amalía áliti atburðinn refsingu fyrir syndsamlegar hugsanir þeirra og gekk hún því í kiaustur og hætti öll- um ástarsögulestri. Hún lifði það sem eftir var i dyggð og dó sem jómfrú níutiu og eins árs gömul. Eftir brunann var Malypensehöll yfirgefin, ■— af öllum nema mér. Ég gat einhvern veginn ekki fengið það

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.