Vikan


Vikan - 26.04.1962, Blaðsíða 9

Vikan - 26.04.1962, Blaðsíða 9
urn, þegar Lady Elísabet gerði boð eftir mér. Ég bjðst viB, a8 hún ætlaði að senda mig með bréf til Sir Roberts, sem af „tilviljun" var staddur hjá hálfbróður sínum tíu milur frá okkur. Þegar Það er haft í huga, að Sir Robert átti að borða með okkur miðdegisverð sama kvöld, var ég ekki himinlifandi við tilhugsunina um að riða tvisvar sinrium tíu míl-o, ur bara til að fá honum ilmandi vasaklút eða rauða rós, sem hún hefðiff alveg eins getað fengið honum sjálf nokkrum tímum seinna. I En ég hefði ekki Þurft að hafa Þessar áhyggjur út af fyrirhöfninni, Því Það sem til stóð nú, mundi spara mér alla fyrirhöfn Það sem eftir væri. — Simon, sagði Lady Elísabet með augnaráði, sem venjulega fellur ekki í hlut Þjónustufólks, elskar Þú húsbónda Þinn? — Auðvitað frú. Mér fannst Þetta heimskuleg spurning. — Þú lýgur Þvi, sagði Lady Elísabet rólega. Eg hef heyrt Þig kalla hann heimskingja, sem hefði hugrekki á borð við kjúkling og væri trygg- ur sem slanga. Eg titraði allur. Þetta voru mín óbreyttu orð, sem ég hafði látlð út n ► ' úr mér við Kötu. — Yðar tign, sagði ég og kraup frammi fyrir henni, hafi ég tekið mér Þessi ónefni I munn — sem ég auðvitað neita — hlýtur Það aö hafa verið óráð drukkins manns. — Vínið losar um tunguna, sagði Lady Elisabet Þurrlega. Sir Giles er líka asni og kokkáll .... Þú mátt kyssa hönd mína! Lady Elísabet var mjög fögur. En Þegar varir mínar snertu fingur hennar kveið ég borguninni fyrir Þögn hennar. — Kannski að Þú vitir líka, að Sir Robert er áhrifamikill maður við hirðina. Honum hefur verið falið að komast fyrir svona heimskuleg samsæri, eins og Þau, sem maöurinn minn tekur Þátt i. — Guð sé oss næstur, yðar tign, hrópaði ég. Þá er Það fallöxin fyrir Sir Giles. — Hann veröur höfðinu styttri, játaði Lady Elisabet. Svo Þú sérð, kæri Simon, að dagar Malypensanna eru taldir. — Sannarlega, yðar tign, samsinnti ég, ekki sízt Þar sem Sir Robert hefur Þar nokkurra hagsmuna að gæta. Ég bjóst við að hún yrði reið, en hún brosti bara. — Gættu tungu Þinnar Simon. Dragðu ekki lykkjuna um hálsinn á sjálfum Þér. Sir Robert er ekki ókunnugt um leynibréfin í hnakktðsk- unni Þinni. — Þá er ég líka glataður! .... Draumsýnin um rólegu krána smáguf- aði upp. — Vertu ekki svona fljótfær, kæri Simon. Þú hefur litið hýrt til Kötu minnar, hefur mér sýnzt. Hún gæti orðið falleg brúður, en hvernig ekkju- halda að Þú sért bónda minum trúr og góður Þjónn. — Og I sjötta lagi, yðar tign, hver verða mín laun fyrir afrekið? — Kráin Þin, svaraði Lady Elísabet, herbergisÞerna mín, poki af ríkis- dölum og vinátta Sir Roberts og konu hans .... Hún hikaði andartak og hélt siðan áfram: — Simon, Þetta hef ég aldrei sagt nokkrum manni. Sir Giles hefur verið grimmur eiginmaður. Hann hefur oft slegið mig, eytt heimanmundi minum og hlaupið á eftir hverri stelpu i nágrenninu beint fyrir augunum á mér. Það má guð vita, að hann hefur melra að segja reynt við hana Kðtu Þína. — Þetta nægir, yðar náð, sagði ég festulega. Ég hef ekki dálæti á honum. Bakhluti minn ber enn merki stigvéla hans. örlög hans eru ráðin. Þannig vildi Það til, að ég komst inn í Þetta mál. Þetta kvöld var andrúmsloftið í Malypensehöllinni óvenjulega Þvingað. Sérstaklega vegna Þess að Sir Giles hafði gert boð eftir mér, stuttu fyrir Þennan örlagarika miðdegisverð, til að fela mér sérstaklega erfitt við- fangsefni. Hann var dðkkur og skuggalegur maður, meö ör, sem hélt öðrum hluta andlits hans I stððugu brosi, meðan hinn hlutinn var skældur af reiðl. — Simon, byrjaði hann, Þú ert ótryggur hundur. Ég ætti að refsa Þér duglega fyrir Þínar vondu hugsanir. Eitt hræðilegt andartalc hélt ég að komið væri upp um mig. En sem betur fór hafði ég ekki tíma til að kasta mér fyrir fætur hans og játa allt, Því hann hélt áfram: — Ég hef frétt um Þessa svivirðilegu ráðagerð Þina um að verða veit- ingamaður — og giftast. Þessari herbergisÞernuskjátu — að ég nú ekki tali um, að Þú hefur hugsað Þér að yfirgefa mig, án Þess svo mikið sem biðja um leyfi. — Herra minn, stamaði ég, Þetta eru bara hugarórar. — Hugarórar eru fyrir iðjuleysingja. Þú hefur of mikinn tima til flónskuverka. Ég hef verk handa Þér að vinna. Það getur reyndar orðið tll Þess, ef Það er gert eins og mér likar, að aumar óskir Þinar rætist. — Já, herra minn. Athygli min var vakin. — Þú veizt að ég er kokkáll? sagði hann umsvifalaust. — Herra minn! Ég skalf á beinunum. — Heimski ræfillinn Þinn, öskraði hann. Hálft England veit Það. — Ég hefi heyrt nokkrar slúðursögur um Það, herra minn, sagði ég varkár. En ég trúi ekki sliku. — Gott, en vittu Það, Simon vinur minn, að Malypense tekur aldrei við móðgunum. Þess vegna veröur Lady Elisabet að deyja — fyrir Þinni hendi! Þetta fór satt að segja að verða dálítið Þreytandi. Ég féll enn á kné. LlKLEGA HEFÐI ÉG GETAÐ LOSNAÐ ViÐ JARÐVISTINA EFTIR ATBURÐINN í HÖLL- INNI, EN ÉG HEF ÞAÐ SVO SKEMMTILEGT, AÐ ÉG SÉ EKKI ÁSTÆÐU TIL ÞESS. staðan mundi fara henni .... Ég féll aftur á kné (við vorum dálítið hátíðleg í Þá daga). — Talið yðar náð. Hver er skipun yðar? Lady Elísabet dró hring af fingri sér og fékk mér. — Ef sir Róbert yrði til Þess aÖ koma Malypense undir failöxina, sagði hún, væri Það ekki sæmandi ekkju hans að giftast böðli hans .... Eri Malypense er Þegar dauðans matur. Það væri Því enginn glæpur að flýta fyrir dauða hans. Með Því væri líka hægt að hlífa honum við óhollu og röku lofti fangelsisinp. — Yðar náð, mér fellur ekki Þessi hugsun. Er Það nauðsynlegt að ég eigi Þátt í slíkri framkvæmd? — Álíka mikilvægt og hálsinn á sjálfum Þér, Simon. Því enginn annar hefur tækifæri til að gefa Þetta eitur, sem er I Þessum hring. Sjálf hef ég annað að gera, og Sir Robert verður að vera hafinn yfir ailan grun. Þetta virtist allt sanngjarnt, en ég gat ekki fundiö til neinnar hrifn- ingar yfir Því. — Fyrirgefið heimsku mína, sagði ég, en verður Það ekki uppvist, að Sir Giles hafi dáið af eitri, og verður ekki gerð leit að banamanni hans? — Fífl! sagði hennar náð með hroka. Heldur Þú að ráðagerðir minar séu ekki fullkomnar? Eitrið er slikt, að álitið verður að hann hafi dáið af áreynslu eða skapofsa. Þar að auki hef ég komið Þeim orðrómi af stað, að hann hafi í leyni tekið inn lyf. 1 Þriðja lagi Þekki ég hálærðan lækni, sem hiklaust mundi láta brenna móður sína fyrir einn ríkisdal, og mun Þess vegna gefa yfirlýsingu um hvað sem er á lærðu máli. Og í versta falli getum við látið hengja lyfjafræðing Sir Giles fyrir ódæðið. Og í fimmta lagi, ert Þú, minn kæri Simon, hafinn yfir grun, Því allir — Sir Giles, bað ég, notið mig ekki sem verkfæri hefndarinnar. — Stattu upp, hvæsti hann. Annars færöu að finna fyrir svipunni. Þú átt að hlýða mér. Laun Þín verða kráin Þín, herbergisÞernan og — kannski — poki af gulli. Ég andvarpaði. — Hver er skipun yðar, Sir Giles? Hann fékk mér dós úr undarlegum viði. — Hér er dálítið til að krydda með vín konunnar minnar. Og gerðu Það vel Simon, Því ég Þoli ekki mistök. Guð veit, að Sir Robert Davenant auðnast Það að sjá fagra sýn, áður en Þessi dagur er liðinn. Hláturinn sauð í honum og hárin risu á höfði mér. Það var aðeins stutt stund Þar til Sir Robert var væntanlegur og ég gekk til herbergis mins til að velta hlutunum fyrir mér. Loks komst ég að niðurstöðu. Lady Elísabet var góð og göfug kona, sem hataði grófan og óheflaðan eiginmann sinn, en elskaði Sir Robert. Þar aö auki var hún falleg og Það var nokkuð Þungt á vogarskálunum. Ég ákvað Því að hella báðum eiturfcegundunum í glas Sir Giles, Þvi Þó hann lifði aðra Þeirra af, mundi hann sálast af hinni. Skömmu seinna, Þegar búið var að kveikja ljósin og eldurinn logaði hlýlega á eldstæðinu, tóku Elísabet og Sir Giles á móti gesti sínum. Þetta var undarleg máltíð og sá eini, sem reyndi að halda uppi sam- ræðum, var Sir Robert. Kannski vegna Þess að höfuð hans var ekki fullt af hugsunum, sem reyndar var hans eðlilega ástand. Ég bar auðvitað eitruðu ölkönnuna ekki á borð strax. I fyrsta lagi virtist mér Sir Giles og Lady Elísabet bæði gefa hreyfingum mínum nánar Framhald á bls. 32. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.