Vikan


Vikan - 26.04.1962, Blaðsíða 4

Vikan - 26.04.1962, Blaðsíða 4
Forvitin . . . Kaeri Póstur! Fyrir nokkru flutti gömul kona inn í næsta hús. HerbergiS hennar snýr að stofuglugganum okkar hjón- anna, sem er mjög stór. Gamla kon- an virðist ekki hafa mikið aS gera, þvi að við höfum tekið eftir því að hún situr daginn út og inn og glápir inn i stofuna hjá okkur. Lik- lega veit hún meira um okkar fjöl- skylduhagi en flestir aðrir. Hvað getum við gert við þessu? Er hægt að fara til gömlu konunnar og biðja hana að hætta þessu? — DoReMi. --------Ekki skil ég annað en aumingja konan megi glápa í hvaða átt sem henni sýnist. Haf- ið þið aldrei heyrt talað um gluggatjöld? Ef svo er ekki, getið þið reynt að senda gömlu kon- unni smásneið, næst, þegar þið farið út eina kvöldstund — sett skilti út í gluggann, sem á stend- ur: „Engin sýning í kvöld“ eða eitthvað því um líkt. Auðvitað væri það mesta firra að fara að minnast á þetta við gömlu kon- una. Pósturinn í hnotskum? Kæri Póstur. Elsku góði gefðu mér nú ráð, ef þú getur lesið þessa hræðilegu skrift, eða mér finnst hún alltaf hræðileg. Ég er sautján ára og elska mann i þorpi hérna i nógrenninu, en það er eins og allir hafi á móti því að við eigumst, af því hann er kominn undir fimmtugt. Ég get ekki talað um þetta við neinn nema mömmu, þegar hún er allsgáð. Fyrir hálfum mánuði talaði ég um þetta við hana, og þá sagði hún að þetta væri ekki hægt, af því ég er ófrísk, og hún veit eins vel og ég, að ég hef aldrei komið nálægt manninum, sem ég elska. Það versta er, að ég held að maðurinn, sem ég elska, elski hana ömmu mina, svo að þetta kemur sér mjög illa, því að amma er mjög veik fyrir svona, og ég veit að hún gæti aldrei hugsað sér að standa í vegi fyrir minni hamingju. Kannski vill maðurinn, sem ég elska, ekki lita við mér af þvi ég er svo gasalega frekknótt. Getur það verið? ESa er það, af því ég er svona feit? Ætli það sé svo nauðsynlegt fyrir mig að feðra barnið, sem er ó leiðinni — ég á dálítið bágt með það? Og hvað ó ég að gera við hárlosi? Geturðu birt fyrir mig textann við Twistin down in Mexico? Segðu mér svo, Póstur minn, hvað á ég að gera? Er annars ekki skrift- in hræðileg? Hvað á ég að gera? Ein í öngum. -------Gera? Er eitthvað að? Sniðgengnir hljómlistarmenn . . . Kæri Póstur. í 13. tbl. 24. árgangs er lesendum Vikunnar gefinn kostur á að kjósa beztu danshljómsveit og söngvara ársins. Þar eru taldar upp nokkrar hljóm- sveitir ásamt söngvurum þeirra. — Við nánari athugun tók ég eftir, að þar eru aðeins nefndar hljómsveitir, sem starfa á Suðurlandi. Þetta þyk- ir mér — og sjálfsagt fleirum — nokkuð skritin vinnubrögð. Það er sem sagt gefið í skyn, að engar hljómsveitir standist samanburð við þær sunnlenzku. Eða hvernig skilur þú þetta, Póst- ur sæll? Norðlendingur. --------Þessi listi, sem birtur var, var einungis ætlaður les- endum til hægðarauka, en það var einnig tekið fram, að frjálst væri að kjósa hvern sem væri, enda þótt hann væri ekki á list- anum. Hvor var í rétti? . . . -------Anzi er ég hræddur um að lögregluþjónninn hafi verið í sínum rétti (þeir eru það víst jafnan — hvort sem okkur líkar betur eða verr). Anzi er ég líka hræddur um, að sagan um krón- una, sem gleymdist heima og all- an tímann, sem fór í að skipta fimmkallinum, hljómi kunnug- lega í eyrum þessarra manna, Kæri Póstur. Um daginn stöðvaði ég bifreið mína við stöðumæli i miðbænum, fer út, en uppgötva, að ég hef enga krónu í vasanum. Nú, ég fer inn í næstu sjoppu og fæ skipt. Og viti menn — þegar ég kem aftur út, er lögregluþjónn að skrifa upp númer- ið á bílnum. Ég sagði honum, hvern- ig á þessu hefði staðið, en þau svör sem ég fékk, voru þau, að ég gæti séð um að hafa smápeninga á mér og svo ætti ég ekki að vera að rífa mig neitt. Nú langar mig til að spyrja: Hvor var í rétti i þessu tilfelli? Svo hef ég rekið mig á, að verzl- anir við stöðumæla, neita oft að skipta fyrir mann i krónur. Finnst þér þetta nokkur þjónusta? Einn reiður.. BRIDGESTONE undir alla bíla Salan hjá BRIDGESTONE verk- smiðjunum hefir aukist að jafn- aði um #6,5 milljónir á ári síðast- liðin 15 ár. Síðustu fimm árin ein hefir BRIDGESTONE tvöfaldað starfslið sitt og þrefaldað árssöl- una, sem nú nemur #130 milljón- um. Á íslandi einu saman hefir salan fjórfaldast síðasta árið. Salan hjá BRIDGESTONE í hin- um 91 löndum, nemur rúmum helming af dekkjaútflutningi Japans, eða um #10 milljónum. BRIDGESTONE TIRE CO..LTD. T O K VO. v* A «*A N Einkaumboð á íslandi: ^ U M BO Ð S- & HEILDVERZLUN 4 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.