Vikan


Vikan - 26.04.1962, Blaðsíða 8

Vikan - 26.04.1962, Blaðsíða 8
DRAUGURINN S M R S A G R FTIR því sam ég bezt man, var vorið 1557 mjög heitt — og það á fleiri en einn veg. Ladý Elísabet varð nefni- lega ástfangin af Sir Robert Devenant, sem ekki var sérlega heppilegt, þar sem hún var gift Sir Giles de Malypense. Á þessu tímabili var ég í þjónustu Sir Giles sem herbergis- þjónn, kjallarameistari sg sendill, því Sir Giles hafði, úppruna sínum trúr, veðjað á vitlausan hest (þið fyrirgefið nútíma- málið) og hafði misst töluvert af áhrifum sinum. Ég var lika sendill Lady Elísabetar og trúnaðarmaður henn- ar, og Það var því ekki nema eðlilegt að ég væri mikið á ferðinni, Þar sem ég varð að þeytast um landið með ástar- bréf til Sir Roberts og allskonar ieynibréf til samsærismanna Sir Giles, enda varð hestur minn stöðugt magrari og bakhluti minn aumari og aumari. Simon, sagði ég við sjálfan mig. Þú ert fífl! (Já, svona var talsmátinn þá). E'f þú lendir ekki i gálganum fyrir svik við húsbónda þinn, lendirðu þar 'fyrir föðurlandssvik. Væri ekki skynsamlegra að draga sig i hlé — kannski með Kötu hinni snotru — og fá sér rólegri stöðu? Þetta þýddi i rauninni það, að ég var hundleiður á þessu öllu og langaði mikið til að kvænast herbergisþernu Lady Elisabetar. Kata var á þeirra tíma mælikvarða ágætis konu- efni og hefði orðið góð kona fyrir veitingamann. Og ég vissi Um góða krá, sem var til sölu. Ég var þvi miður gæddur hæfileikanum til að gera það rétta á rangri stundu. Því þegar ég loks hafði trúað hinni fögru Kötu fyrir ráðagerð minni og fengið samþykki hennar á sérlega hrifandi hátt, hafði Lady Elísabet lika komizt að raun um, að ástandið var óþolandi, og hafði ákveðið að haf- ast eitthvað að. BURTSÉÐ frá því, að henni var ekki um stjórnmála- brask Sir Giles gefið, hafði hún líka grun um að hann efaðist um tryggð hennar, sem ekki er sérlega gott hugarástand eiginmanns. Sérstaklega ef grunur hans I er á rökum reistur. Eftir því, sem ég bezt veit, hafði húsbóndi minn þrisvar séð Sir Robert yfirgefa svefnherbergi húsmóður minnar að morgni dags. Það var þess vegna aðeins um það að ræða, hvor yrði fyrri til að drepa hvorn. Ég fékk eðlilegri forvitni minni svalað síðdegis dag nokk- 8 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.