Vikan


Vikan - 26.04.1962, Blaðsíða 29

Vikan - 26.04.1962, Blaðsíða 29
Bók vikunnar: „Milli Grænlands köldu kletta.. Sijrurður Breiðfjörð, FRÁ GRÆN- LANDI. Eiríkur Hreinn Finn- bogason sá um útgáfuna. Bók- fellsútííáfan, Reykjavík, 1961, Bókfellsútgáfan vandar vel til bóka sinna. Það er prýði að jreim í hverjum bókaskáp og yndi sér- hverjum bókamanni að handleika ]>œr. Og jjær eru, flestar að minnsta kosti, svo vel bundnar að maður getur flett þeim án þess hresti kjöl, en sá galii er nú — hvað sem veld- ur — algengastur á íslenzkum bók- um, jafnvel þótt ágætlega sé til þeirra vandað að öllu leyti af for- lagsins hálfu. Þetta er þvi einkenni- legra, sem band með slíkum vá- brestum er oft sfórglæsilegt útlits og klæðningin á kjöl og spjöld úr góðu efni og vel unnin. Einhvern tima var mér sagt, að þetta stafaði af liminu. Ég á örðugt með að trúa hvi — limið hlýtur að vera svo hlægilega iágur kostnaðarliður, þeg- ar nm útgáfu vandaðra hóka er að ræða. Mér finnst það, ef satt væri, sambærilegt við að maður efnaði sér i kjólföt úr vandaðasta og dýr- asta efni, en svo brakaði og brysti i hverjum saum, vegna þess hve lélegur tvinni hefði verið notaður. En þetta átti ekki að verða reiði- lestur um lélegt bókband, heldur verðskulduð viðurkenning fyrir bók, sem er i alla staði hin ágætasta, líka hvað bandið snertir. Á siðustu ár- um hefur mætum bókmenntamönn- um allt i einu orðið það ljóst, að nú væri einmitt lokatimi til þess kominn að láta Sigurð rimnaskáld Breiðfjörð njóta sannmælis, bæði sem mann og skáid. Lærðir menn bafa gerzt til að rita um lifsblaup hans, og rökstyðia þær ályktanir sinar að ölhim tiltækilegum gögn- um og heimildum rannsökuðum, að hann hafi alls ekki verið eins mik- ill bölvaður róni og samtið hans vildi vera iáta. Samtimis þessu bafa þeir, sem taldir eru vel dóm- bærir á skáldskap, kveðið upp þann úrskurð, að kveðskapur hans hafi verið stórum betri en Jónas Hall- grimsson vildi vera láta — en fyrir svo sem tveim áratugum var Snæ- björn .Tónsson bóksaii, sá fiðl- menntaði og tilgerðarlausi smekk- maður á erlendar og innlendar bókmenntir, vfst nokkurn veginn einn um þá skoðun, enda kallaður sérvitur fyrir bragðið. Það er að minnsta kosti ekki ýkjalangt siðan að það hefði ekki þótt efnileg spá, að tvö heiztu forlög i höfuðstaðn- um gæfu lit sitt hvora bók eftir Breiðfjörð um sömu jól, og vönd- uðu til þeirra rétt eins og um rit- verk öndvegisskálds væri að ræða. En hvað um það, ekki er það nema gott og blessað þegar fyrir- litinn rímhnoðari og flækingur með samtíð sinni hlýtur svo glæsilega uppreisn rúmlega öld eftir að hann er allur, og hefur margur orðið að bíða hennar lengur. Og það er ekki eingöngu bókamönnum fengur að fá ferðasögu hans frá Grænlandi i hendur i eins smekklegri og vand- aðri útgáfu og þessari, þvi að ferða- sagan er öllum skemmtileg aflestr- ar — og ekki síður forspjall Eiríks Ilreins Finnbogasonar, sem séð hef- (Jóðnr biekur Nú eru síðustu forvöð að eignast ýmsar góðar bækur, sem ekki má vanta í neitt heimilisbókasafn. Vér viljum hér með minna á nokkur rit, sem enn fást hjá bóksölum eða beint frá Bókabúð Menningarsjóðs. Upplag flestra þessara rita eru á þrotum hjá forlagi. Sturlunga I—II. hin glæsilega, myndskreytta útgáfa. Verð kr. 180,00 ób., 300,00 í skinnlíki, 400,00 í skinnbandi. Kviður Hómers I—II. útgáfa dr. Jóns Gíslasonar og Kristins Ármannssonar rektors. Verð kr. 200,00 í skinnlíki. Snorra Sturlusonar, dr. Páll Eggert Ólafsson sá um útgáfuna. Verð kr. 175,00 í skinnbandi. Saga Islendinga öll sjö bindin, sem út eru komin. Verð kr. 460,00 ób., 638,00 í skinnlíki, 932,00 í skinnbandi. Andvökur Stephans G. Stephanssonar I-V bindi. Verð kr. 320,00 ób., 441,00 í skinnlíki, 564,00 í skinnbandi. Bókaútgáftt Meuoingnrsjóðs VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.