Vikan - 26.04.1962, Blaðsíða 18
Frægir eru draumar Guðrúnar Ósvífursdóttur. Þeir snúast allir
um eina megintilfinningu, togstreituna milli skefjalausrar glys-
girni ungmeyjarinnar og áminninga aðsjáls föður.
Sálkreppur
og
sálgreining.
Greina-
flokkur
eftir
dr, Matthías
Jónasson.
sér illa; því fleygir hún honum út á lækinn, en hefir aö engu viðvaranir annarra.
Betur geðjast henni silfurbaugurinn, en eigi að siður glatar hún honum. Gullhring-
inn brýtur hún, þegar hún „fellur“, en gullhjálmurinn er svo þungur, að hún fær
naumast valdið, „ok bar ek hallt höfuðit", enda steyptist djásnið af höfði hennar
út á Hvammsfjörð. Samvizkugeigurinn, sem spratt af siendurteknum áminningum
og fortölum föðurins, leynist bældur í mótþróafullu geði ungmeyjarinnar, en
draumvitundin leysir hann úr læðingi og býr hann — að vísu allt of gagnsæju
dulargervi.
Af þessum draumsýnum stendur Guðrúnu inikil ógn, enda snerta þeir viðkvæma
strengi i eðli hennar. íslendingasögur lýsa margvíslegum jafnvægisskorti í sálar-
lífi unglinga.Höfundur Laxdælu lætur sársaukafulla duld hinnar óstýrilátu ung-
mcyjar endurspeglast í draumunum. Óljós grunur um þennan skyldleika fyllir
æskulétt geð hennar áhyggju. Því grípur hún tækifærið, þegar hún hittir Gest
hinn spaka, sem bar frægðarorð fyrir draumráðningar sínar. Hún segir honum
strax, að margir hafi reynt að ráða drauma hennar, „en engi maðr hefir þá svá
ráðit, að mér líki.“ Gera má ráð fyrir, að Guðrún hafi fyrst og fremst sagt for-
eldrum sinum draumana, en faðir hennar var kallaður djúpvitur og framsýnn.
Frá sjónarmiði hans liggur heint við að túlka þá sem aðvörun forsjónarinnar
til telpunnar að gæta hófs í glysgirni sinni og heimtufrekju. Og þó að Guðrúnu
sé það fjærst skapi að fallast á skýringu hans, eykur hún þó áhyggjur hennar út
af draumunum. Eins og hugarfari hennar er háttað, hlýtur hún að vera mjög
sefnæm, þegar hún hittir hinn spaka og víðfræga draumráðanda við Sælingsdalslaug.
Sögufræg glysgirni.
Örlagadraumar og örlagasýnir eru sam-
ofin islenzkum bókmenntum. Eitt listfeng-
asta sagnaskáld islenzkrar tungu, höfund-
ur Laxdælasögu, bregður upp í svipleiftri
örlagadraumsins skapgerð og æviferli
söguhetjunnar. Telpu, 14 vetra gamla,
dreymir fjóra drauma, og frægur draum-
spekingur túlkar þá sem fyrirboða
grimmra örlaga.
Áður hafði höfundur aðeins getið eins
þáttar i fari Guðrúnar Ósvifursdóttur:
hinnar gegndarlausu glysgirni hennar: „i
þann tíma þóttu allt barnavipur, þat er
aðrar konur höfðu i skarti hjá henni.“
Guðrún var þá á þeim aldri, sein við köll-
um erfiðasta gelgjuskeiðið, stórlynd og
lieimtufrek, enda giftir faðir hennar hana
15 ára gamla með jivi skilyrði, að eigin-
maðurinn „skyldi ok kaupa (skart)gripi
til handa henni, svá at engi jafnfjáð kona
ætti betri gripi, en þó mætti hann halda
búi sinu fyrir þær sakar“. Þessi varúðar-
ráðstöfun Ósvífurs var ekki að ófyrir-
synju, því að hóflaus glysgirni Guðrúnar
nægði ungu lijónunum til endanlegs sund-
urþykkis og skilnaðar.
En áður en stofnað var til þessa hjóna-
bands, dreymdi Guðrúnu draumana fjóra.
Þeir snúast allir um eina megintilfinn-
ingu: togstreituna milli skefjalausrar
glysgyrni ungmeyjarinnar og áminninga
aðsjáls föður. Kjarni draumanna allra er
hinn sami: skartgripur, sem setur Guð-
rúnu í vanda. Henni þykir faldurinn sóma
Sefjandi draumráðning.
Næst sjáum við bráðþroska ungmey, sem stóð á mörkum bernsku og kvenlegs
þroska og brann af sjálfræðis og metnaðarþrá, sitja eftirvæntingarfulla í lyng-
teignum andspænis hvíthærðum, liæglátum öldungnum og drekka í sig seiðmagnaða
örlagaspá hans. Gestur tekur frásögn hennar spámannlega, segir fátt, en gefur þó
í skyn, að bæði þyki honum draumarnir stórkostlegir enda sjái hann þýðingu
þeirra. Hugur telpunnar stendur sefjun „ráðningarinnar“ því svo opinn sem fram-
ast má verða.
Og Gestur ræður draumana „næsta einn veg alla,“ eins og hann tilkynnir fyrir-
fram. Dýrgripurinn i hverjum draumi táknar eiginmann, en hverjum þeirra munu
fylgja nokkrir meinbugir, svo sem vandkvæði fylgdu skartgripum draumanna.
Hann dregur upp mynd af stórbrotnum harmsárum örlögum, en dylur samt þann
broddinn, sem síðar Iineit liinni geðríku konu næst lijarta. Einnig Ósvífr hafði
ráðið draumana alla á einn veg: sem varnað við ofsa. En Gestur trúir á óhaggani-
leg örlög og samkvæmt þvi á óbreytanleik manneðlisins. Ilann túlkar draumana
að visu út frá óstýrilátu og andstæðufullu eðli Guðrúnar, en i hennar eyrum
hljóma orð hans sem Urðar dómur, ósveigjanlegur vilji skapnornarinnar.
„Guðrúnu setti dreyrrauða, meðan draumarnir váru ráðnir." Enda smaug örlaga-
boðskapur Gests með sefjandi afli djúpt inn í vitund hennar og tilfinningalif.
Eftir samtalið var hún raunverulega ofurseld þeim örlögum, sem liann hafði
spáð henni.
Mannleg mistök greiddu þcim leið. Fyrsta óhappaverkið vann faðir hennar, hinn
spakvitri Ósvifr, er hann scldi hana 15 vetra gamla í ástlaust hjónaband. Ofan
á þetta gerræði bætti hann svo samningnum uin skartgripakaupin, þar sem hinum
unga eiginmanni var tryggt að missa ekki óðal sitt fyrir skefjalausa glysgirni
konu sinnar. Sá hjúskaparsamningur má kallast innsiglaður með skapgerðargalla
brúðarinnar. Af þeirri rót vex ófarnaður hennar. Hún fellir ekki liug til manns
síns, enda hafði spekingurinn spáð henni þeim fjórum, svo að hver tryggðaeiður
hlaut að vera tjald til einnar nætur. Næst kemur ást i tvöföldum meinum; tvennir
eiðar rofna, svo að draumspá silfurbaugsins rætist. Gróf fyndni Guðrúnar á Þing-
vallareið með Þórði — um brækur Auðar konu hans — og hlutdeild hennar i skilnaði
þeirra sýnir lesandanum glöggt, að ofsa hennar lægir litt, þó að hann snúist ekki
lengur um skartgripina eina.
Guðrún verður brátt ekkja og giftist í þriðja sinn. í sambandi við þá ákvörðun
Framhald á hls. 30.
18 VIKAN