Vikan


Vikan - 26.04.1962, Blaðsíða 5

Vikan - 26.04.1962, Blaðsíða 5
[TRDJK sem alltaf hafa rétt fyrir sér. Anzi er ég svo hræcldur um að lögregluþjónninn hefði mátt sleppa því að segja þér að vera ekki að „rífa þig“ — nema þá þú hafir beitt hann bæði dónsku og flónsku. Það þýðir sem sagt ekki að brúka sig, meðan mælir- inn sýnir rautt. Þú ert ekki einn um að gleyma krónurn heima — og líklega er eilíft rand krónuleysingja í þeim verzlunum, sem liggja að stöðu- mælum og því raunar eðlilegt að afgreiðslufólkið sé tregt á að skipta. Þú verður a. m. k. að kaup þér eina karamellu næst. Beið og beið . . . Kæri Póstur. Ég er áskrifandi að Vikunni og hef alltaf fengið hana senda heim. Um leið og ég jiakka fyrir þessa ágætu þjónustu, vil ég segja, að ekki er eins alls staðar. í haust afréð ég að gerast áskrifandi að timariti einu, sendi áskriftargjaldið til btaðsins og beið svo þess að mér yrði sent ritið. Þcgar komið var framyfir jól og ekkert blað komið, skrifaði ég til blaðsins og kvartaði undan þessu. Ég fékk það svar, að stjórn blaðs- ins hefði aldrei móttekið neina pen- inga frá mér og myndi því ekki svara þessu meira. Hvert á ég að snúa mér í þessu máli, til að fá pen- ingana endurgreidda? Jóhann. --------Ef þú hefur ekki sent áskriftargjaldið í ábyrgðarbréfi, geturðu víst gert fátt eitt. Mér finnst sennilegast, að peningarnir hafi aldrei borizt tímaritinu — því það væri vafasamur gróði fyrir forráðamenn blaðsins að hirða áskriftargjaldið. Það þyrfti varla meira en þrjá reiða menn, sein svipað væri ástatt fyrir og þér, til þess að koma blaðinu á hausinn — ef þessir menn bara opnuðu munninn. Svona sögur elskar landinn. Við skulum segja, að peningarnir hafi aldrei komizt til skila — þess vegna geta for- ráðamennirnir ekki sinnt um- kvörtusn þinni — því ef þeir gerðu það, sætu þeir áður en varði uppi með hóp áskrifenda, sem aldrei hafa greitt blaðinu einn einasta eyri. Séður kennari . . . eða sonur . . . ? Kæri Póstur, Hvernig er eiginlega ástatt með skólamál landsins? Sonur minn, sem gengur í barnaskóla, sá varla fram úr því, sem hann átti að læra heima í fyrra.Nú í vetur hefur hann annan kennara en i fyrra. Nú hefur brugðið svo við, að hann segist ekki þurfa að lita í bók; kennarinn setji aldrei fyrir heimalestur. Mér þykir þetta í meira lagi undarlegt, eða er þetta bara hégiljuskapur í mér? — — — Eg hélt endilega, að yfirleitt væri nú svo komið, að náið samband væri milli foreldra barnsims og kennara þess — t. d. gæfist foreldrum árlega kostur á að tala í einlægni við kennara barnsins. Mér finnst því heldur ánalegt að vera að snúa sér til Vikunnar — ekki veit ég, hvað þessi nýi kennari setur syni þín- um fyrir. Þér hefur líklega aldrei dottið í hug að minnast á þetta við kennara barnsins. Óður. . . Til þín — Kæra Vika. —. Marga skemmtun þakka þér — þar um ekki hika. Allra heilla ósk frá mér áttu, kæra Vika. Furðu margt á borð sem ber — að bragða' á ei mun hika. Andans fæðu þessa þér, þakka, kæra Vika. Þótt Pósti* í margt sé prýðilegt við palladóm ei hika: Sumt er bull og furðu frekt, finnst mér, kæra Vika. Einstaklingsins ævi þver(r) engar stundir hika. Langan aldur lifðu hér, i landi, kæra Vika. Frá St. G., Akureyri. Hugulsemi . . . Heiðraði Póstur. Það er orðinn allálitlegur höpur af stúlkum, sem skrifa ykkur um ástarraunir sínar. Blessaður segðu þeim nú, að þrír ungir menn, sem fara í Þórseafé á hverjum föstudegi, séu reiðubúnir til jiess að létta á ástarþrautum þeirra. Með beztu kveðjum. Óli, Steini og Daddi. SCOTT'S HAFRAGRJÓNIN eru nýjung á markaðnum. Þau eru drýgri, bragðbetri og kraftmeiri, enda heims- þekkt gæðavara. Reynið sjálf þessar þrjár uppskriftir. LeiObeiningar: 1 góðan hafragraut fyrir tvo; hrærið úr heil- um botla af Scott's hafragrjónum út í þrjá bolla af köldu vatni. Bætið út í sléttfullri teskeið af salti. Setjið yfir suðu og látið sjóða í fimm minútur. Hrærið í af og til. (Borið fram með kaldri mjólk, þegar tilbúið). 1 gómsætan hafragraut notiö mjólk eða mjólkur- blöndu i staðinn fyrir vatn eingöngu. 1 m. uppskrift. Fyrir tvo: Hrærið úr heilum bolla af Scott's hafragrjón- um út í þrjá og hálfan bolla af hálfsoðnu vatni. Bætið út í sléttfullri teskeið af salti. Haldið yfir suðu í eina mínútu. Hrærið í af og til. Takið hitann af og látið hafragrautinn standa í fimm mínútur. Borið fram með kaldri mjólk. Káldur hafragrjónsréttur: Hellið beint úr pakkanum, bætið út á kaldri mjólk og sykri. — Þetta er dásamlegur réttur. SCOTT'S hafraGRJÓNIN fást í næstu búð. Heildsölubirgðir: KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ h.f. vikan 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.