Vikan


Vikan - 26.04.1962, Blaðsíða 39

Vikan - 26.04.1962, Blaðsíða 39
)g reisn yfir persónunni, fumlausar, snyrtilegar hreyfingar. — Og nú er bezt afS koma sér heim. Hann tekur í hönd telpunnar, leiðir hana til dyra. Við fylgjumst að út í anddyrið. Þar tekur hann telpuna i fang sér, stingur fótum hennar inn undir frakkann, hlúir að henni. Hún leggur höndina yfir öxl hans. Ég opna fyrir þeim dyrnar. — Vertu blessaður, gamli vinur! Hann gengur út á götuna án frek- ari orða, lítur ekki við. Ég horfi á eftir honum þar sem hann gengur inn Hverfisgötuna — maður með barn í fangi. ★ Það er dýrt að bíða ... Framhald af bls. 15. mömmu sina — en i rauninni var það hreint ekkert sérstakt. Gerla- fræðingurinn sjálfur var standandi hissa á þessu. „í rauninni,“ sagði hann, „er blaðið ekkert verra en sæmilega þvegin mjólkurflaska, sýklafræðilega séð.“ — Ég gæti hreinlega étið blaðið þess vegna? „Já, ef þig langaði til.“ — Engar vondar pöddur? „Ein eða tvær, en ekki svo slæm- ar að þú réðir ekki við þær.“ — Og hvernig i lifandis ósköpun- um stendur á þessu? „Það er ekki gott að segja. Kannski hefur þú bara verið óheppinn að taka þessi blöð. Vafalaust hafa ver- ið á þeim milljónir gerla i öll þessi ár, lifað og dáið, eða flutzt búferl- um eitthvað annað, þar sem lifs- skilyrði voru betri.“ — Að þeir hafi ekkert fengið að éta þarna, greyin? „Mjög sennilega. Það er svo lítið lífrænt efni í svona blöðum, nema ef á þau kemur fita, sviti eða raki. Það er ekkert ósennilegt að ný blöð séu öllu verri.“ — Svo það er þá ekki aðeins und- ir aldrinum komið? „Nei. Blöðin voru að visu ákaflega óásjáleg, sóðaleg og ógirnileg til snertingar, en það er elcki allt undir því komið. Peningaseðlar eru t. d. ekki álitnir svo ákaflega hættuleg- ir ...“ — Jæja, alltaf heyrir maður eitt- hvað nýtt. Mér er alveg sama. Það er með öllu óhæft að hafa slik blöð á biðstofum lækna. Og eftir þessa athugun mundi ég helzt leggja til að þar væru hreint engin blöð, livorki gömul né ný. Fólk á ekki að þurfa að bíða svo lengi þar að það þurfi að sökkva sér niður í blaðalestur. Það getur þá sjálft haft með sér eitthvað að lesa. Síðan fór blaðamaðurinn á marg- ar biðstofur lækna hér í bæ, og oft endurtók sagan sig með litlum breytingum. Margar voru stofurnar litlar, þéttsetnar og ekki sem hrein- legastar. Fæstir læknanna virðast hafa haft hugsun á svo einföldum en þó sjálfsögðum hlut að leggja til númer á nagla svo fólk þurfi ekki að biða tímunum saman á sama stað í daunillum og loftlausum bið- stofum. Slik númer geta varla kost- að mikið, kannski tvö—þrjú hundr- uð krónur í mesta lagi, og ekki þarf nag.mu að vera merkilegur. Annars er langt i frá að allar biðstofur lækna séu þannig. Sumar þeirra eru þokkalegar, aðrar mjög þokkalegar og enn aðrar hreinasta fyrirmynd, — en því miður of fáar. Að Klapparstig 25 hafa 11 læknar sameinazt um að skapa biðstofu- tækni, sem að öllu leyti virðist vera hreinasta fyrirmynd. Biðstofan er stór, rúmgóð og nýtízkuleg, • og þar eiga að komast fyrir allir sjúkhng- ar þessara 11 lækna. Læknastofurn- ar eru svo allar inn af þessari einu stóru biðstofu, og eru mjög svipað- ar. Þar er móttöku- og viðræðuher- bergi, þar sem sjúklingurinn situr i þægilegum stól öðru megin við skrifborð læknisins. Þar inn af er svo lítið herbergi þar sem skoðun og minniháttar aðgerðir geta farið fram. í biðstofunni er lítil síina- og af- greiðsluskonsa, þar sem símastúlka og hjúkrunarkona hafa aðsetur og fylgjast með öllu, sem þar fer fram og aðstoða sjúldinga og lækna eftir þörfum. Ilver sjúklingur fær ákveð- inn tíma tekinn frá, en þar að auki fær hann sitt númer þegar hann kemur á biðstofuna. Þar mun sjald- an koma fyrir að maður þurfi að biða lengur en kortér — hálftíma. Dagblöð eru endurnýjuð á hverjum degi og vikublöð jafnskjótt og þau koma út. Blaðamaðurinn gaf sig á tal við hjúkrunarkonuna, Unni Jakobs- dóttur. Jú, hún var mjög hrifin af þessu kerfi og hélt þvi fram — vafalaust réttilega — að vart væri hægt að hafa betri aðstöðu fyrir sjúklinga en þá, sem þangað kæmu. „Að sjálfsögðu,“ sagði Uunur, „er þetta mikið undir fólkinu sjálfu komið, hvernig það hagar sér og kemur fram. Það er ekki allt okkur að kenna eða læknunum, sem aflaga fer. Við erum t. d. oft i vandræðum með blöðin, sem liggja frammi. Við reynum að liafa þau ávallt ný og eins snyrtileg og unnt er, en samt fólk fer svo afskaplega illa með slíka hluti, og ég tala nú ekki um ósköpin þegar það leyfir börnuin að leika sér að þeim og rifa þau niður. Svo hverfa blöðin líka oft ... kannski alveg óviljandi." „Þið eruð hérna tvær stúlkur, sé ég ...“ „Já, Gréta Haraldsdóttir er við simaborðið. Svo er önnur stúlka, sem leysir liana af hólmi, svo við erum í rauninni þrjár.“ — Þetta er mjög vinsælt fyrir- komulag, er það ekki?“ „Jú, fólk er mjög ánægt með þetta.“ — Sumir læknar hafa borið þvi við, að þeir hafi ekki ráð á að hafa stúlku eða veita sjúklingum aðra þjónustu en stól á biðstofu. Haldið þér ekki að svona fyrirkomulag spari læknunum tima og erfiði? „Ég er ekki i nokkrum vafa um það að það er mjög mikið þægi- legra fyrri lækninn, sparar honum tima og gerir honum mögulegt að sinna fleiri sjúklingum. Hérna dreifist kostnaðurinn að sjálfsögðu á alla ellefu læknana, svo að hann verður hverfandi litlil hjá hverjum samanborið við það að þeir hefðu liver sina stúlku.“ — Þeir eru ekki allir við i einu ... ? Framhald á bls. 42. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.