Vikan


Vikan - 26.04.1962, Blaðsíða 17

Vikan - 26.04.1962, Blaðsíða 17
Herðatré fyrir blússur. i Héx- er óvanalegt, en þó þægilegt fyrirkomulag til afS geyma alls konar léttan fatn- aíS, svo sem blússur. Um leiS er hagkvæmust nýting pláss- ins í klæðaskápnum tryggð. TakiS rifsband og saumið á það lykkjur eftir meðfylgj- andi mynd. Festið glugga- tjaldahring efst á bandið, smeygið síðan herðatrés- króknum í gegn um hringinn. Hengið herðatré i lykkjurnar, eins og myndin sýnir. Saumað gleraugnahulstur Efni: Fíngert hörefni, að stærð 36x10 cm, sem hefur þráðafjölda 11 þræði á 1 cm; 1 dokka jurtalitað bómullargarn; vatt; dálítið af bóm- ullarefni, sem fer vel við lit út- saumsins og þunnur pappi sem ekki brotnar, eða millifóðurstrigi, sem stangaður er saman tvöfaldur; um 55 cm leggingarband. Byrjið á að skipta hörefninu í tvö jafnstór stykki, sem eiga að hylja hvort sinn helming gleraugnahulst- ursins. Mynztrið er saumað með krosssaumi eftir meðfyigjandi mynd- um. Gjarnan má sauma með tveim- ur litum sem fara vel saman. Krosssaumur er alltaf saumaður niður og er því stykkinu ýmist hald- ið upp eða niður þegar saumað er, en aldrei á hlið. Öll yfirspor snúa upp til vinstri. Pressið öll stykkin frá röngu. Klippið pappann í nákvæmlega sömu stærð og útsaumurinn er. Límið vattið á pappann báðum megin, þynnið það og látið verða að engu við brúnirnar. Leggið nú útsaumaða stykkið yfir pappann og saumið frá röngu með stórum sporum milli hliða og enda. Athugið, að mynztrið komi alveg á i: E£ búa ætti til súpur hér á þann hátt, sem margar aðrar þjóðir gera, yrðu þær dýrasti réttur borðsins. Þar er allskonar ljúf- fengt kjöt og ótölulegur grúi af grænmeti soðið saman og margs- konar dýrmætt krydd notað í súp- urnar. Þess vegna hafa pakkasúp- urnar náð svo miklum vinsældum hér, enda eru margar þeirra ágæt- ar og sumar þeirra er hægt að gera betri með því að bæta í þær smjöri, rjóma eða sherry. Súpu- teningar eru oftast notaðir sem kjötsoð hér á landi í súpur, og eru þeir yfirleitt góð vara, en nokkur munur er á þeim eftir því hvort Þeir eru ljósir eða dökkir, t. d. eru dökkir teningar eins og Oxo með nautakjötsbragði, en aftur ljósir eins og t. d. Honig, er hægt að nota sem kjúklingasoð. Nokkrar súpur eru þó svo auð- veldar og tiltölulega ódýrar að efni,. að sjálfsagt er að búa öðru hverju til súpur í stað okkar dag- legu grauta, og fara hér á eftirj nokkrar uppskriftir af þeim. Tvær uppskriftir að franskri lauksúpu. I. 3 meðalstórir laukar, 2—3 msk. smjörlíki, 2 msk. hveiti, 1% 1. vatn, salt og pipar, 6—8 franskbrauðs- sneiðar, 5 msk. rifinn ostur. Nægir fyri ■ 5—6 menn. — Laukurinn hakkaður og brúnaður í smjörlík- inu. Hveitið hrært í og látið brún- ast og jafnað með vatninu, hellt í eldfast fat, brauðsneiðarnar lagð- ar þar ofan á og ostinum stráð yfir. Bakað í heitum ofni þar til osturinn og brauðið er brúnt. Bor- in fram strax. II. Smjörlíki 3 matsk., hakkaður laukur 2 bollar, kjötsoð 4% bolli, salt, pipar, worcestersósa og sterk- ur ostur. — Laukurinn brúnaður mjög ljósbrúnn í smjörlikinu og kjötsoðinu hellt á og soðið saman í 20 mín. Kryddað og sett í skál. Steiktar franskbrauðssneiðar lagð- ar ofan á og rifnum osti stráð yfir. Rifinn ostur borinn með á borðið. Fyrir 6 menn. Þunn tómatsúpa. 2 bollar kjötsoð, 2 bollar tómat- sósa, þeyttur rjómi og piparrót. pappabrúnina allt i kring og látið stykkið strekkjast þannig, að þaC liggi alveg slétt. SniSið fóðrið eftir pappanum, með 1 cm saumfari allt i kring. Brjótið saumfarið inn af og þræðið. Leggið síðan fóðrið yfir, athugið að það strekki ekki. Leggið niður við fóðrið með smáum sporum i brún allt í kring. Saumið hinn helming gleraugnahússins á sama hátt. Saumiö nú helmingana saman með varpspori og sterkum þræði. Látið 3 cm efst báðum megin vera ósaum- aða. Gangið mjög vel frá endun- um í vikunum. Þar sem brúnin er nú nokkuö ójöfn er saumað yfir hana allt í kring með leggingarbandi. Einnig má stíma eða flétta mjóa snúru og sauma niöur með smáum sporum. — Súpan borin fram með einni skeið af þeyttum rjóma, sem rif- inni piparrót hefur verið blandað saman við. 1 súpuna má setja ým- islegt krydd, ef vill, t. d. lauk, en hann þarf þá að sjóða nokkra stund, lárviðarlauf, sellerisalt, piparkorn, og gott er að strá persilju yfir rjómann. * Tvær uppskriftir af kartöflusúpu. I. Kartöflur 500 gr, vatn 1% 1., 2 púrrur, 2 laukar, 2 gulrætur og timian, persilja og selleriblað bundið saman í knippi, salt og 25 gr hveiti, 25 gr smjörlíki og hökk- uð púrra út á súpuna. — Allt, nema hveitið, smjörlíkið og hökk- uð púrran er sett í pott og soðið þar til það er meyrt. Þá er krydd- II. 10 kartöflur, 2 laukar, 4 púrr- ur, sama krydd í knippi og í fyrri uppskriftinni, salt, pipar, 1% 1. kjötsoð og tvær matsk. matarolía, knippið tekið upp úr og kastað, en hitt er marið i gegnum sigti og sett aftur í pottinn. Smjörbolla er búin til úr hveitinu og smjör- líkinu og látin bráðna í pottinum í um 10 mín. eða smjörlíki. — Púrran og lauk- urinn skorin í sneiðar og soðin í feitinni, en ekki brúnuð. Kjötsoð- inu hellt i, og kartöflurnar sneidd- ar og soðnar með öllu kryddinu þar til þær eru komnar í mauk, en það tekur u. þ. b. klukkutíma. Kryddknippið tekið upp úr og súp- an borin fram með söxuðum gras- lauk eða persilju. Skozk fiskisúpa. Þessi súpa er heil máltíð, svip- að og kjötsúpan okkar. 1 hana fer: Ýsa 1 kg, bacon, saxað, !4 bolli, laukur % bolli, kartöflur, sneiddar eða saxaðar, 2 bollar, salt 1% tesk. eða eftir smekk, pipar % tesk., timian % tesk., vatn 1% bolli, smjörlíki 2 matsk., hveiti 2 matsk., ..' VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.