Vikan


Vikan - 26.04.1962, Blaðsíða 43

Vikan - 26.04.1962, Blaðsíða 43
West Side Story. Framhald af bls. 21. verzluninni og átti hana vist, halda heimleiðis og nokkrum mínútum fyr- ir klukkan sex hélt hin holdþrýstna stúlka Bernardos einnig á brott — en sneri við aftur, Tony til mikillar gremju, barði á hurðina og María hleypti henni inn. Ekki hafði Aníta þó staldrað við nema stundarkorn og var nú farin. Og nú brá Tony sér yfir götuna. Hann hafði ákafan hjartslátt, þegar stúlkan, sem svifið hafði með honum til stjarnanna í nótt er leið, opnaði fyrir honum, rétti honum hönd sina hljóð og ljúf og leiddi hann inn fyrir. „Ég hélt að klukkan ætlaði aldrei að verða sex,“ sagði hann. „Ég horfði stöðugt á klukkuna, og mér íannst sem visarnir hreyfðust ekki,“ sagði María. „Ég segi sama,“ svaraði Tony og svipaðist um inni í verzluninni. „Það er ekki svo ákaílega heitt hérna; ekki líkt því eins og heima.“ Sama sagði senóran. Hún sagði að það væri svalara hérna en heima í íbúðinni sinni. Og ég hélt að hún ætlaði aldrei að koma sér heim." Tony snart hvitt silkið, sem lá á borðinu. „Hún gerði Það nú samt í tæka tíð. En svo sneri hin aftur." „Anita?“ „Hún heitir það víst .... stúlkan, sem er með Bernardo." „Já, Anita," svaraði Maria. „Hún vildi endilega íá mig heim með sér. Hvað heidurðu að hún kalli konuna, sem á búðina?" Og Maria teygði út armana og hermdi eftir Anítu. „Skass?" „Já, og annað lakara. Bruja ....“ „Hvað þýðir það?“ „Galdranorn." „Einmitt það,“ varð Tony að orði. „En það mætti vera sterkt sópskapt, sem bæri hana út í geiminn." Framhald í næsta blaði. Hve glögg eruð þið? LAUSN. 1. Oddurinn á svarta fánanum hef- ur beinzt upp á við. — 2. Hlaupari nr. 1 hefur lyft vinstra fæti. — 3. Hárið á hlaupara nr. 2 er slétt. — 4. Axlarhlirar hlaupara nr. 2 eru mjórri. — 5. Talan þrír er ekki eins. •— 6. Hlaupari nr. 6 lyftir vinstri hendi meira. — 7. Dómarinn hefur öðruvísi axiir. Plötur og dansmúsík. Framhald af hls. 24. TROMMU-SANDY. Hann heitir Sandy Nelson og dag nokkurn þegar hann var að leika undir hjá einhverjum söngvaranum, sem var að syngja inn á plötu þá datt honum í hug hvort ekki væri hægt að leika inn á plötu með rhythmahljóðfærum einum saman, trommum, bassa og gítar og ekki lag, heldur bara rhythma, en þó svo að það væru viss kaflaskipti á þessum þremur mínútum, sem Sandy Nelson platan átti að standa yfir. Nú, hann’lét ekki standa við orð- in tóm. Og auðvitað náði platan metsölu, lagið hét „Teen bean“, síðan kom „Drum party“ og þá „Bongo rock", sem meira að segja náði þó nokkrum vinsældum hér. Svo heyrðist ekkert frá Sandy i nokkra mánuði, cn það var ckkert vit. Nú var hann orðinn þckkt hljómplötustjarna. Hann raðaði nið- ur rhythma á nýja plötu, skírði hana „Let there be drums“ og seldist hún betur en allar hinar til samans. Og vegna allra þeirra, sem ekki komust í Háskólabíó til að sjá Laurie London þegar hann var hér, þá sendi hann okkur ])essa ágætu mynd af sér. Og það var reyndar vel til fund- ið, þvi það birtist ekki mynd af hon- um þegar minnzt var á hljómleika hans hér fyrir nokkru. RAFMAGNSF.LDAVÉLAR MARGAR GERÐIR 25 ÍRA REIN8LA Gerð 4403-4 fáanlegar með 3 eða 4 hellum, glópípu eða steyptum (heilum), klukku og Ijósi, glóðarrist og hitaskúffu. Verð frá kr. 4.750.00 Eldavélasett til innbygging- ar í ný eða gömul eldhús, 2 gerðir, einnig með glóðarrist Verð frá kr. 7.090.00 settið Ódýrasta eldavélin á markaðnum Gerð 2650 - 3 steyptar hellur, auðveldar í hreins- un, með bökunarofni KBK H.F. RAFTÆKJAVERKSMIÐJAN HAFNARFIRÐI vikan 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.