Vikan


Vikan - 26.04.1962, Blaðsíða 20

Vikan - 26.04.1962, Blaðsíða 20
FRAMHaLDjSjSAQAN 9. HLUTl. Bernardo benti spyrjandi á Tony og gat ekki duliö vonbrigði sín. „Ég hélt . . „Hvern kjósið þið úr ykkar hópi?“ spurði Riff. „Bg fer sjálfur fram“, sagði Bern- ardo. Um leið varð honum litið til Tonys, og með sjálfum sér ákvað hann, að María skyldi giftast Chino enn fyrr, en ráð hafði verið fyrir gert. „Ég mæti fyrir hönd Hákarl- anna“. Diesillinn klappaði saman höndum fyrir ofan höfuð sér. ,,Það er meiri heiður, en ég verðskulda", sagði hann. „Ég bauð þér að við skyldum stað- festa þetta með handabandi“, sagði Riff við Bernardo. „En þú þáðir Það ekki. Er það kannski vegna þess að þið séuð að guggna?" Hreyfillinn ruddist fram til að beina athyglinni áð sér. „Ef ykkur skortir hug, Bernardo", sagði hann, „þá er hérna náungi, sem hefur kjark aflögu . . .“ „Þegiðu, Hreyfill", sagði Riff og var fljótmæltur. „Þarna eru fyrir- menn að koma í heimsókn. Farðu og opnaðu dyrnar". Schrank leynilögreglumaður gekk inn í veitingastofuna. Afgreiðslumað- urinn kom fram úr bakherberginu I sömu svifum, leit ýmist á piltana eða leynilögregluþjóninn og var ekki sérlega ánægður á svipinn. „Gott kvöld, Schrank leynilögregluþjónn", sagði hann. „Ég ætlaði að loka um leið og strákarnir færu“. Schrank hallaði sér fram á af- greiðsluborðíð og seldist eftir sama og fullum sígarettupakka úr brjóst- vasa afgreiðslumannsins. „Með þínu leyfi?" sagði hann. „Því ekki það“, svaraði afgreiðslu- maðurinn. „Allir vaða í mína vasa“. Schrank kveikti í sígarettu, hægt og rólega, sogaði fast að sér reykinn og varpaði eldspýtunni I þann kaffi- fantinn, sem næstur var. „Ég hef það fyrir fasta reglu, að fá mér alltaf sígarettu, þegar ég kem hingað inn“, sagði hann með sömu ró. Hann veitti því athygli að þeir strákarnir höfðu nánar gætur hver á öðrum, og það sannaði einmitt það, sem náunginn í félagsheimilinu hafði sagt honum — að þeir væru að undirbúa einhver meiriháttar átök og þetta væri eins konar herráðsfundur. ,JComið ykkur út, strákar", sagði hann glaðhlakkalega við Bernardo. „Að vísu lifum við í lýðfrjálsu landi og ég hef ekki neina lagalega heimild til að reka ykkur út. En ég er hérna með kylfu, og á meðan þið náið henni ekki af mér, er ykkur vissara að hlýða mér“. Hann benti þeim á dyrnar með sígarettunni. „Fljótir", sagði hann. „Og látið ekki sjá ykkur á götunni". Schrank horfði á eftir þeim, Há- körlunum, þar sem þeir gengu út þöglir og svipkaldir, undir forystu Bernardos. Um leið og Þeir komu út á götuna, voru þeir horfnir út í nátt- myrkrið, áður en Krupke hafði unnizt tími til að koma sér út úr lögreglu- bifreiðinni. Schrank gaf Krupke merki um að setjast aftur undir stýri. „Jæja, Riff“, sagði hann. ,,Hvar á svo slagurinn að standa?" Hann þagði og beið svars, kinkaði kolli til strák- anna og það fór ekki fram hjá hon- um hve fljótir þeir voru að líta und- an. Og þegar hann færði sig um skref nær pelabarninu og Allraskjátu, voru þau óðar svo önnum kafin við að skoða hasarblaðið, að þau virtust hvorki heyra hann né sjá. „Ég veit ósköp vel að innfæddir Bandaríkja- menn eru ekki á fundi með þessum náungum, nema einhver stórátök séu í undirbúningi. Hvar? Niðri við fljót- ið? 1 garðinum?" Hann gerðist nú fastmæltari og lagði þyngri áherzlu á orðin. „Ég stend með ykkur", sagði hann. „Ég vil að þessari deilu ljúki eins og þið. Hvers vegna höfum við þá ekki sam- starf? Hvar hafið þið haslað ykkur orrustuvöll?" Hann nefndi nokkra staði^ sem hann taldi líklegasta. ÍBeið þess, að þeir veittu eitthvert andsvar, en þeg- ar það varð ekki, gerðist hann reið- ur. Bölvaðir hvolparnir ykkar; það væri réttast að ég færi með ykkur alla á stöðina og léti mola á ykkur hauskúpurnar". Síðan jós hann yfir þá fúkyrðum, bersýnilega í von um að þeir stæðust ekki mátið og veitt- ust að honum, því að hann hafði hönd- ina á kylfunni, reiðubúinn að veita þeim varmar viðtökur. Loks gat Hreyfillinn ekki stillt sig lengur og hljóp fram, en þeir Riff og Malbikar- inn gripu hann og héldu honum föst- um. „Sleppið honum, strákar, sleppið honum bara“, mælti Schrank ögrandi. „Þið verðið ekki alltaf við höndina til að halda aftur af honum hvort eð er“. Hann hafði auga með þeim þegar hann hélt til dyra, hafði hönd- ina á kylfunni og var við öllu búinn. „Þið Þurfið ekki að halda að ég kom- ist ekki að þessu! Og ég ráðlegg ykk- ur að ganga milli bols og höfuðs hver á öðrum, áður en ég kem á vettvang. Annars geri ég það . . .“ Þoturnar biðu þess að lögreglubill- inn fjarlægðist, áður en þeir yfirgáfu Þoturnar í stríðsdansi. — Úr söng- leiknum West Side Story. 20 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.