Vikan


Vikan - 26.04.1962, Blaðsíða 15

Vikan - 26.04.1962, Blaðsíða 15
:r dýrt að biða - O G OFT HREÍNASTI ÓÞARFI að koma út, þessi sem er inni og þá eru átta á undan mér og það gerir tvo klukkutíma. Ætti ég kannski að fara og reyna að koma á morgun?“ Svo rufum við þögnina í bili og tókum fólkið tali. ÞAÐ ER DÝRT AÐ BÍÐA — OG OFT HREINASTI ÓÞARFI. — Það var dauðaþögn í biðstofunni, nema þegar gamli maðurinn í horn- inu ræskti sig einstaka sinnum, tók upp tóbaksklútinn og snýtti sér og fékk sér svo korn í nefið. Tvær kon- ur sem sátu á miðjum bekk voru að pískra saman i hálfum hljóðum, en þær töluðu svo lágt að jafnvel þótt maður legði eyrað við, gat mað- ur ekki heyrt nema orð og orð á stangli. Fullorðin kona sat með prjóna sína og hafði hnykilinn í tösku á gólfinu, en við hlið hennar sat litill strákur, svona sex — sjö ára og skoðaði blöðin sem lágu á borðinu. „Mamma,“ sagði hann, „er þetta vinnukonan?“ og benti á mynd í blaðinu. „N'ei, væni minn. Þetta er ekki vinnukona.“ „Af hverju er maðurinn þá að kyssa hana, mamma?‘ sagði snáðinn svo hátt að allir máttu heyra, og hláturinn braust fram á varir allra nema gamla mannsins i horninu. Hann hefur liklega verið heyrnar- sljór. „Hann virðist vera búinn að afla sér lifsreynslu, þessi,“ sagði önn- ur hljóðskrafskvennana og brosti ibyggin á svip. „Kannski hún hafi einhvern tíma haft vinnukonu. Það voru 17 manns á biðstofunni, þegar blaðamaðurinn kom inn, en sæti aðeins fyrir 14. Tveir karl- menn stóðu og ein kona. Blaðamaðurinn sagðist vera frá Vikunni og vera að athuga ástandið á læknabiðstofunum. „Eru hér nokkur númer fyrir fólk eða önnur þjónusta?“ spurði hann út í loftið og leit á fólkið til skiptis. Fólkið virtist varla átta sig á því að hljóð- múrinn hafði verið rofinn og að nú væri óhætt að tala upphátt eins og annars staðar. Menn fóru að laga sig til í sætinu, tvær konur ræsktu sig eins og þær ætluðu að fara að tala, en maður i verkamannafötum um þrítugt, tók strax af skarið og sagði: „Nei, það er sko ekkert svoleiðis. Hér biður maður bara þangað til röðin er komin að manni ...“ — Ertu búinn að biða lengi? spurði blaðamaðurinn. „O — ég læt það vera, núna. Sið- an klukkan hálfniu. Hún er ekki nema hálftólf, svo þetta eru ekki nema þrír tímar. Manni þykir það nú svosem ekkert umtalsvert, ef maður kemst þá í vinnu aftur eftir hádegi.“ — Hefirðu þurft að bíða lengur áður? „O-já. Það held ég maður liafi séð rúma þrjá tima.“ Andrúsloftið i stofunni var nú strax orðið allt öðruvisi. Konurnar tvær voru hættar að skrafa saman og horfðu fullar áhuga á blaða- manninn. Aðrir voru farnir að hreyfa sig til og einhvern veginn var komið meira líf í mannskapinn. — Væri ekki þægindi að þvi að hafa niimer hérna, þó ekki væri nema til þess að þið gætuð skroppið út í búð eða eitthvað á meðan þið biðið eftir að komast að? „Jú, vissulega væri það mikið betra. Manni virðist það svosem ekki mikill kostnaður að leggja i, að hafa númer hangandi á nagla, til þess að gera manni lífið svo- lítið þægilegra. Það er ekki svo gaman að því að hanga allan dag- inn á þessum biðstofum,“ sagði önnur hijóðskrafskonan. — Og ekki hafið þið pantað viss- an tíma? „Nei, maður verður bara að koma og bíða.“ — Nokkur aðstoðarstúlka hjá lækninum, til að flýta fyrir? „Nei, hann er bara einn.“ — Jæja ... Nú, en þið hafið þó nægjanlegt lesefni til að stytta tlm- ann á meðan þið bíðið? „Já, ekki vantar nú það. Viltu koma og kíkja hérna á blöðin, sem var kannski ekkert undarlegt þótt þau litu ekki sem bezt út, því þar sá blaðamaðurinn enskt blað sem hét „Woman's own“ og var frá í marz 1951. Annað blað hét „Woman“ og var siðan i iúli 1956. Það væri sannast að segja furðulegt ef ekki leyndust á þessum gömlu og marg- þvældu blöðum nokkar milljónir gerla. Allavega voru blöðin langt í frá girnileg til aflestrar ... Blaðamaðurinn „stal“ tveim blöð- um og sendi þau síðan í gerlarann- sókn til rannsóknarstofu Fiskifélags íslands. Svo leið og beið. Blöðin voru rif- in í tætlur á vísindalegan máta, bleytt upp í vatni í klukkutíma og meðhöndluð eins og hverjir aðrir óbótamenn, snúin og þvæld, undin og hrærð. Svo var afgangurinn sett- ur i sérstök ílát, allt saman hitað upp og mögulegum gerlum gert eins hátt undir höfði og hægt var, til að þeir sýndu sinn rétta lit. Það hlakkaði í blaðamanninum á meðan hann beið í ofvæni eftir úr- slitunum. Nú skyldi hann aldeilis sýna þeim svart á hvitu, hve margar milljónir gerla væru hlaupandi til og frá á blaðinu og biðu aðeins eft- eru á borðinu þarna. Það mættiliir hentugu tækifæri til að komast segja mér að það væru nokkrarHupp i og inn i einhvern, þar sem bakteríur á þessu, því ekki eru þau þeir gætu grasserað að vild. alveg ný af nálinni." Svo kom skýrslan um árangurinn. Blaðamaðurinn fór að skoða Jú, jú. Það var fullt af allskonar blöðin á borðinu og varð satt að pöddum, bæði góðum og vondum, segja furðulostinn. Öll blöðin voru — eins og strákurinn sagði við ævaforn, þvæld, skitug og rifin. Það Framhald á bls. 39. Þau voru ekkert óróleg, þessi, enda voru þau ekki búin að bíða lengi. Strákurinn átti að fara til tannlæknis, og hafði pantað tíma. Hjá tannlæknum þarf yfir'eitt ekki að bíða eins lengi. Þegar maður fer til læknis, reiknar maður ávallt með að þurfa að bíða í einn til tvo tíma áður en maður kemst að. Það er reglan. wsm Slfptli VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.