Vikan - 26.04.1962, Blaðsíða 42
EGGERT KRISTJANSSON & CO HF
Það er dýrt að bíða ... Frh.
„Nei, þeir skipta deginum á milli
sín til að nýta plássið og starfs-
kraftana sem bezt. Hingað koma
svona 200—300 sjúklingar á hverj-
um degi og það væri annað en auð-
velt að fá þá alla á sama tíma.“
En þetta er algjört einsdæmi, eins
og áður er sagt.
Algengast er að biðstofur lækna
séu sæmilega þokkalegar og hrein-
legar, með gömlum en þolanlegum
húsgögnum.
Þar verður fólk að koma inn þeg-
ar það þarf á þvi að halda, — og
bíða og bíða þar til að því kemur.
Engin númer, engir pantaðir við-
talstímar, engin stúlka til að flýta
fyrir lækninum né aðstoða sjúkl-
inginn.
Það er of dýrt, — segja læknarn-
ir — að hafa aðstoðarstúlku á stof-
unum. Skyldi það vera of dýrt að
hafa númer, svo menn geti skropp-
ið út í búð á meðan, þótt’ ekki sé
meira sagt?
Og hvað ætii það sé dýrt fyrir
þjóðfélagið í heiid og einstaka stofn-
anir, að láta starfandi fólk bíða
timunum saman á biðstofu lækna
eftir því að stungið sé á graftrar-
kýli, skoðaður háis eða gefin
sprauta?
42 VIKAN
Ef tiu manns biða í einn klukku-
tíma eftir lækni, hefur þar sóazt
tifalt kaup meðalmanns, og sú
framleiðsla, sem þeir tiu meiðal-
menn hefðu getað afkastað, aldrei
orðið til. Það verður orðin dýr
læknaþjónustan fyrir þjóðfélagið,
þegar við þetta bætist kaup lækn-
anna, sem varla má reikna með
að séu nein sultarkjör miðað við
meðalkaup þeirra, sem bíða í bið-
stofunum.
Sennilegt er að vinnutapið sé
ekki minna en öll læknaþjónustan
í heild.
Auðvitað er ekki hægt að komast
hjá tímatapi og einhverri bið i sam-
bandi við veikindi, skoðanir og
læknisvitjanir, en það er örugglega
hægt að lagfæra og bæta ástandið
heilmikið, svo að það verði hag-
kvæmara fyrir alla aðila, heil-
brigðara, þægilegra, ódýrara og ör-
uggara.
Læknar bera því margir við, eins
og áður er sagt, að þeir hafi ekki
ráð á því að leggja í meiri kostnað
í sambandi við biðstofur sinar.
Þetta getur verið rétt. Það er
eftir því við hvað er miðað. Blaða-
maðurinn fyrrnefndi reyndi að fá
uppgefin lágmarkslaun, meðallaun
eða hámarkslaun lækna hér á landi,
en það reyadist ekki gerlegt, nema
með mjög nákvæmri og ítarlegri
rannsókn, og jafnvel þá ekki með
neinni vissu.
Flestir læknar stunda nefnilega
fleiri en eitt starf.
Sumir eru fyrst og fremst heim-
ilislæknar með samninga við Sjúkra-
samlagið og fá þá ákveðið lágmarks-
gjald fyrir hvert heimili, en auk
þess er þeim heimilt að innheimta
smávægilega greiðslu hjá hverjum
sjúklingi. Þar að auki eru sumir
þeirra sérfræðingar í einhverri
grein og taka við sjúldingum, sem
aðrir læknar vísa til þeirra sem
sérfræðinga, og fá að sjálfsögðu
fyrir það sína greiðslu. Þess utan
eru sumir sjúkrahússlæknar á full-
um eða hálfum launum og hafa þar
jafnvel ýmis fríðindi, sem erfitt er
að reikna út í fé. Þá eru sumir
einnig skólalæknar, trúnaðarlækn-
ar fyrir ýmis stórfyrirtæki, sam-
lagslæknar fyrir sjúkrasamlög úti
á landi, og stunda þá sjúklinga, er
koma til bæjarins á þeirra vegum,
starfa á rannsóknarstofum o. m. fl.
Læknar eru líka mannlegir eins
og annað fólk, og hafa sina kosti
og galla. Sumir innheimta hvern
þann pening, sem þeir eiga tilkall
til, aðrir gefa mikið af sinni þjón-
ustu þegar þeir sjá að erfitt er i
búi hjá sjúklingnum, og enn aðrir
fara þar veg á milli.
Það er ekki ætlunin hér að álasa
læknum á nokkurn hátt fyrir að
taka fulla þóknun fyrir sína þjón-
ustu. Síður en svo. Þeir eiga hana
sánnarlega skilið, og margir þeirra
leggja á sig næstum því ofurmann-
legt erfiði til að geta sinrit sem
flestum og afkastað sem mestu,
enda eiga ])eir aldrei íríslund.
Það væri vafalaust þeim sjálfum
í hag að geta skipulagt vinnu sína
á læknastofunni þannig að þeir
geti þar afkastað sem mestu og
jafnframt komið til móts við sjúkl-
ingana og þjóðfélagið í heild með
að láta stundirnar á biðstofunni
verða sem skemmstar hjá hverjum
og einum.
—O—
Vikan hafði samband við marga
reykvíska lækna í síma og fór fram
á það við þá, að þeir svöruðu
nokkrum spurningum um hvað
þeir gerðu til að stytta og auðvelda
sjúklingum biðina á biðstofunum.
Hvort þeir Jétu börn og gamal-
menni ganga fyrir svo og sjúklinga
sem koma að staðaldri í lengri
tima. Nokkrir tóku þessu vel og
kváðust mundu svara þessum
spurningum skriflega, ef þeim
væru sendar spurningarnar.
Vikan scndi síðan spurningalist-
ann út en aðeins tvö svör bárust.
Annað var á þá lund að „af sér-
stökum ástæðum" færðist læknirinn
undan að svara.
Svar Ófeigs J. Ófeigssonar lækn-
is fer hér á eftir: G. K.
Hr. ritstjóri:
Ég kýs lieldur að svara spurn-
ingum yðar undir einum lið.
Læknar, sem hafa sjúkrasamlags-
sjúklinga (þ. e. þeir, sem starfa
ekki einvörðungu sem sérfræðing-
ar), geta ekki skipulagt heimsókn-
artíma sinn nema að nokkru leyti.
Fólk, sem er með eitthvað aðkall-
andi eða þá smákvilla, t. d. kvef
og þ. h., þarf að geta farið til læknis
þann dag sem þvi hentar bezt. Það
fær þá tölusett merki, svo það geti
komizt að eftir röð. Þó eru smábörn
og aðrir þeir, sem eiga erfitt með
að bíða, látnir ganga fyrir eftir þvi,
sem við verður komið, eins þeir,
sem „ganga í sprautur“, ef þeim
liggur á.
Ef um meiriháttar aðgerð eða
ransókn er að ræða, er reynt að
taka sjúklinga á öðrum tíma en aug-
lýstum viðtalstíma.
Það skal tekið fram, að ég állt,
að bæta mætti alla læknisþjónustu
frá því sem nú er, ef læknar hefðu
efni á að hafa nægilega aðstoð, bæði
við afgreiðslu og önnur hjálpar-
störf, sem taka mikinn tíma frá
lækninum, en þjálfað aðstoðarfólk
gæti leyst af hendi. Þá væri og að
sjálfsögðu nauðsynlegt fyrir lækna
að hafa rýmra og betra húsnæði en
þeir nú hafa almennt.
Það væri gott, að minu áliti, að
almenningur og heilbrigðisyfirvöld
gerðu sér ljóst, að þetta fyrirkomu-
lag myndi borga sig betur fyrir
sjúklinga og þjóðfélagið sem heild.
Fólk vill nú einu sinni hafa það
þannig, að læknar og hjúkrunarkon-
ur „fórni“ sér fyrir sjúklinga sína,
en það er hægt og heppilegt að gera
það á annan hátt en með með því
að vinna við erfiðar aðstæður og
léleg laun.
Virðingarfyllst,
Ófeigur J. Ófeigaaon.