Vikan - 26.04.1962, Blaðsíða 13
ís
3 Sama ár reit Docteur Cathelinau sögu sína, „Ferðin til tunglsms'-.
Það var fyrsta eiginlega „vísindalega skáldsagan". Þar ræðir meðal annars
urn „andþyngdaraflið", en einmitt nú eru Bandaríkjamenn að rannsaka það
fyrirbæri í harðri keppni við sovézka vísindamenn.
4 j>eir Le Faure og Graffigni þurftu alls þrjú bindi til að segja frá öli-
um þeim ævintýrum, sem rússneskur vísindamaður lenti í úti í geimnum.
Þar segir í fyrsta skipti frá „fljúgandi diski“, en sá farkostur var knúinn
ljósorku. Bókin kom út árið 1889, en hlaut ekki sérlega góðar viðtökur —
höfundarnir voi'U svo langt á undan sarntíð sinni. Og að unnt væri að knýja
nokkurn farkost ljósorku —
5 „Eldhringurinn“, skáldsaga Miral-Vigiers kom út árið 1922, og notaði
höfundurinn málm nokkurn, 60.000-falt öflugri að geislaorku en radíum, til
að knýja farkostinn um geiminn, og kallaði hann „virium“. Eins og myndin
sýnir var þarna um útstreymisþrýsting að ræða, eða þá aðferð, sem nú
er notuð.
6 K. Gulzine, rússneskur rithöfundur, reit bók um landgöngu á mán-
anum, sem kom út árið sem leið, undir nafninu „Fjarlægar veraldir'*. í
Sovétríkjunum nýtur rithöfundurinn mikils álits sem góður rithöfundur á
sínu sviði. Þannig höfurn við nálgazt landamæri hugaróra og raunveru-
leika. Hvenær koma svo fréttirnar af fyrstu tunglferðinni ... ?
1 Árið 1860 reit Alfred Driou bók, sem fjallaði um för Parísargeimfara
til tunglsins. Hann og félagar hans brugðu sér þangað í loftbelg — og fengu
slæmt kvef í ferðinni.
2 Skáldsaga Jules Verne, „Frá jörðunni til tunglsins“, korn út árið 1865.
Jules Verne var fyrsti maðurinn, sem vitað er um að tæki eldflaugarnar „í
notkun“. Það er örðugt að gera sér grein fyrir því nú, hvílíkt hugarflug
og hugmyndaauðgi þurfti til þess á þeirri tíð. Meðfylgjandi teikning, sem
tekin er úr bók hans, sýnir að mun rýmra var þó um geimfarana í skipi
hans, en þá Gagarin, Títov og Glenn.
Þannig
hugsuðu
menn sér
tunglferðir
á
öldinni
sem leið