Vikan - 06.12.1962, Qupperneq 7
Efri myndin var tekin heima á Siglufirði, árið
áður en Rikki lagði upp í ævintýrin. Neðri
myndin var tekin i haust.
Á ÞESSUM ÁRUM VAR ÉG
AÐEINS EINU SINNI RÆND-
UR. ÞAÐ YAR í ALEXAND
RÍU í EGYPTALANDI. ÉG
KOM ÞAR INN Á BAR OG SÁ
GULLFALLEGA STÚLKU, OG
FÓR ALLUR AÐ IÐA. ÉG GAF
HENNI AUGA, OG HÚN GAF
MÉR UNDIR FÓTINN MEÐ
AU GN ARÁÐINU. SYO FÓR
HÚN ÚT, OG ÉG í HUMÁTT-
INA Á EFTIR. SVONA GENG-
UM VIÐ NOKKURN SPÖL,
SVO HVARF HÚN INN í
HÚSASUND.
ÞEGAR ÉG KOMST SVO
LANGT, AÐ ÉG SÆI INN í
SUNDIÐ, SÁ ÉG HURÐ LOK-
AST. ÉG FÓR ÞANGAÐ, EN
UM LEIÐ OG ÉG KOM INN
FYRIR ÞRÖSKULDINN,
FÉKK ÉG HÖGG Á HAUSINN.
heimslystum
i helgan
stein
— Þið eigið að tala við hann Rikka prins,
sagöi maður, sem kom inn á ritstjórnarskrif-
stofur Vikunnar einu sinni í haust. — Hann
hefur farið um allan heim og kann frá ýmsu
c-o segja, og hann segir skemmtilega frá. Hann
á nú heima í Höfnunum og allir þekkja hann
unciir nafninu Prinsinn.
Orð þessa manns, ásamt öðru fleira, urðu til
þess, að frostbitran morgun settumst við inn
í ljósgráan Volkswagen frá Bílaleigunni Fal o^
ókum af stað út á Suðurnes. Þegar í Hafnirnar
kom, vikum við okkur að einum innfæddum,
og spurðum hvort hann kannaðist við Rikka
prins. Rikka prins, svaraði maðurinn og
brosti í kampinn. —■ Þið munuð eiga við hann
Rikka í Nýlendu, en ekki hef ég nú heyrt hánn
kaliaöan prins áður. Það er gula húsið þarna,
þetta með svarta þakinu. En ég er ekki viss
um, að hann sé heima. Þið skuluð þá koma við
í búðinni á móti kirkjunni, ég hugsa að stúlk-
an þar viti um hann.
Það fór eftir. Rikki var ekki heima í Nýlendu.
I-íins vegar fræddi stúlkan í búðinni á móti
kirkjunni okkur um, að hann myndi líklega
vera staddur í laglegu húsi með grænu þaki
við veginn inn í Hafnirnar, húsi sem nefnist
Brautarhóll.
Jú, frúin í Brautarhóli brást kunnuglega við,
er við spurðum eftir Ríkharði Ásgeirssyni. —
Rikki, kallaði hún inn í húsið, — það er verið
að spyrja um þig.
ALLX LYGILEGT.
Ég hafði ímyndað mér, að Rikki væri ofan
við miðjan aldur, gráhærður eða jafnvel sköll-
óttur, með ör í mörkuðu andlitinu. Ég mun
því hafa verið annað en gáfulegur í framan,
þegar íram ganginn snaraðist ungur, liðlegur
maður, með mikið dökkt, liðað hár, laglegt
anolit (ef karlmaður getur dæmt um hvort
annar karlmaður sé laglegur), brúna og hraust-
lega húð og ofurlítið yfirskegg. Rikki tók er-
indinu vel, og innan skamms sátum við í vist-
ler ri stofu frú Ástu Þórarinsdóttur í Brautar-
hóli og Rikki byrjaði:
— Ég veit þið trúið því ekki, strákar, en
þegar maður hugsar um þessi ár eftir á, finnst
manni þetta allt svo lygilegt, að það sé fjar-
stæða, að maður hafi lent í þessu. Þetta, er
annars ekkert efni fyrir blaðaviðtal, strákar,
þetta var aldrei neitt, maður var bara á sjón-
um, og þegar maður fór í land var það ekki
nema á einhverja búluna og svo aftur í skipið,
þegar ekki var meiri peningur til.
— Jæja, þetta byrjaði allt með því, að við
fórum tveir saman, ég og hann Siggi heitinn
halti, sem seinna varð bílstjóri í Reykjavík,
á kanadískt skip í konvoj til Rússlands. Þá
var maður 15 ára, og þetta var hreinn barna-
skapur, það komust fæst skipin fram af þessurn
skipalestum, þetta var árið 1942. Þetta þótti
svo mikið óðs manns æði, að þegar við komum
um borð vorum við spurðir að því, hvað við
hefðum gert af okkur, hvers vegna við hlypum
svona svo að segja út í opinn dauðann. Og eng-
inn trúði okkur, þegar við sögðumst ekkert
hafa gert. En þetta fór allt vel. Svo komumst
við til Panama og fengum pappíra þar, og svo
(J VIKAN
Sh skrásetti eftir frásögn Ríkharðs
Ásgeirssonar, Siglfirðings, sem sigldi
um flest heimsins höf í fimm ár sam-
fleytt, átti gleðihús á Colombia-
ströndinni og stundaði vopnasmygl í
Ameríku, en er nú meðhjálpari og
safnaðarfulltrúi í Höfnunum.
Teikning: SNORRI SVEINN.
var maður þetta á einum dallinum eða öðrum,
eftir því sem bezt blés.
MISSTI AF SKIPINU.
Á þessum árum voru margir íslenzkir strák-
ar á amerískum skipum. Einu sinni kom ég af
tilviljun inn á bar í New York, klukkan tvö
um nótt. Þá voru þar fimm íslendingar. Einn
þeirra var á norsku skipi, sem átti að fara
þá um nóttina, en hinir strákarnir vildu ekki
sleppa honum, því hann átti einhvern pening
eftir pg gaf að drekka. Hann vildi ekki missa
af skipinu. Hvaða vitleysa, sögðu hinir. Þú
getur fengið nóga vinnu hér, miklu betur borg-
aða. Og þeir nefndu alls konar tölur, máli sínu
til sönnunar. Nú, ég á öll fötin mín um borð.
Þeir héldu, að það væri lítið vandamál. Þeir
skyldu redda því. Hvar á ég að sofa? spurði
hann. Þú getur sofið hjá mér, svaraði einn eins
og skot. Nú, svo missir vinurinn af skipinu,
og þar kemur að hann segir við þann, sem bauð
honum að sofa: Eigum við nú ekki að fara
heim? Jú, jú, svarar hinn. Hvar áttu annars
heima? Ja — ég sef hjá honum NN — (annar
úr hópnum). Hvar á hann heima? Ja — hann
á heima á sænsku sjómannaheimili, og ég verð
alltaf að smygla mér inn til hans svo lítið beri
á. Þetta var nú sá, sem húsnæðið bauð.
Jæja, ég hafði tvö herbergi úti í Brooklyn,
og það varð úr að ég tók drenginn með mér —
hann var reyndar nafni minn. Og það var svo
sem ekki mikla vinnu að fá um þetta leyti,
en við fórum til skipamiðlara, sem hét Harris
— stórundarlegur maður. Hann kunni ég veit
ekki hvað mörg tungumál, og gat talað við
fimm—sex í einu, svaraði þeim alltaf á jafn
mörgum tungumálum og fipaðist aldrei. Þegar
við komum var hann að tala spönsku í sím-
ann, og í miðri setningu skaut hann á okkur:
What can I do for you? Sorry, gentlemen, no
ship. Og jafnframt bunaði spænskan út úr hon-
um. Að lokum komst nafni minn á skip fyrir
hans milligöngu, og einnig ég. En hann útveg-
aði fyrst og fremst skiprúm fyrir þá, sem enga
pappíra höfðu. Þegar ég komst í pláss, rétti ég
skipsmönnunum vegabréfið mitt. Do you have
a passport? spurðu þeir undrandi. Svo dró ég
fram siglingapappírana mína. Þá duttu af þeim
andlitin: Do you have all those papers? And
a passport to? And you come from Harris? Það
lá við að þeir færu að bera virðingu fyrir mér.
ROTAÐUR I ALEXANDRIU.
Ég komst alltaf vel af. Ég lærði fljótt að
forðast slagsmál, vasaþjófa og svoleiðis ævin-
týramenn. Á þessum árum var ég aðeins einu
sinni rændur. Það var í Alexandíu í Egypta-
landi. Ég kom þar inn á bar og sá gullfallega
stúlku, og hún gaf mér undir fótinn með augna-
ráðinu. Svo fór hún út, og ég í humáttina á
eftir. Svona gengum við nokkurn spöl, svo
hvarf hún inn í húsasund. Þegar ég komst svo
langt að ég sæi inn í það, sá ég hurð lokast,
Ég fór þangað, og um leið og ég kom inn fyrir
þröskuldinn fékk ég högg á hausinn. Ég rotaðist
ekki, en dasaðist og datt. Það var ekki mikið
af mér að taka, var bara í þröngum buxum
og skyrtu, en veskið yar þrifið og svo hlaupið
burt. Við þessu var ekkert að gera, annað en
að bera sig vel.
Annars passaði ég mig að vera ekki fyrir,
þegar slagsmál voru annars vegar. Það gerði
líka sitt, að ég má ekki sól sjá, þá verð ég ekki
aðeins brúnn, heldur svartur upp úr og niður
úr, eins og negri. Það var einu sinni í Texas,
að Norðmaður tók mig fyrir negra, og veðjaði
10 dollurum. En ég var þó alltaf í stuttbuxum,
og ég sýndi honum í hvítu röndina þar. Hon-
um varð svo mikið um, að hann fór úr barn-
um, sem við vorum á, en ég varð svo hreykinn,
að ég gaf öllum viðstöddum einn umgang!
Verstir voru Gyðingarnir. Ég fór héðan
hleypidómalaus í kynþáttamálum, sem von
var, því hér hafði ég engu kynnzt nema venju-
legum hvítum mönnum. En fyrst þegar ég kom
til New York tók á móti mér Gyðingaprang-
ari og hætti ekki, fyrr en hann var búinn að
reita af mér hvert einasta sent. Og draslið,
drottinn minn, það hefði engum heilvita manni
dottið í hug að hirða einu sinni, þótt hann
hefði verið draugfullur. Eftir þetta passaði ég
mig á þeim — nema einu sinni. Það var líka
í New York.
JAKKINN OG HRINGURINN.
Þá var ég á gangi á götu, þegar bíll renndi
upp að mér og bílstjórinn benti mér að koma.
Hann sagðist vera sendill hjá stóru fyrirtæki,
og auðkýfingur á hóteli, sem hann nefndi, hefði
pantað fjóra jakka ■—■ þið munið, rauða flauels-
jakka með öðru vísi ermum, æpandi skræpótta,
Framhald á bls. 54.
VIK4N 7