Vikan


Vikan - 06.12.1962, Síða 49

Vikan - 06.12.1962, Síða 49
DURA-GLOSS-NAGLALAKK fullkomnar handsnyrtingu yðar við öll tækifæri. Það er fáanlegt í 15 fallegum tízkulitum. ! HALLDÓR JÓNSSON, heildverzlun, - Hafnarstræti 15. - Símar 12586 og 23995. Fuglarnir hennar Maríu. Framhald af bls. 23. nein skemmtireisa í misjafnri færS og vetrarveðrum, og sízt þeim sem alizt höfðu upp við aðrar og mild- ari aðstæður og hlýrra loftslag. Og flestir báru þeir einhver merki úr átökunum við sandinn, sem nú gróf skip þeirra, unz ekkert stóð upp úr nema siglutrén ... Sigla við siglu á löngu svæði úti við brim- garðinn, eins og skógur annarlegra trjáa með rár fyrir lim og reiða- slit fyrir laufskrúð, hefði festþar rætur“. Hann þagnaði við og horfði í málverkið. Ekki að hann virti það fyrir sér, eins og maður sem reynir að gera sér grein fyrir markviss- um átökum listamannsins við liti, form og línur, heldur var sem hann hyrfi í sjálfa myndina, eins og sá sem staldrar við á vegarleiti og horf- ir heim. Og það er ekki að vita hve lengi hann hefði staðið þar og horft, ef ekki hefði heyrzt lág dyrabjöllu- hringing frammi á ganginum að næstu íbúð og kallað hann aftur heim þangað, sem hann mundi aldrei eiga heima. „Fyrirgefðu“, sagði hann og brosti afsakandi um leið og hann stakk silfurdósunum í vestisvasann, gekk síðan yfir að skrifborðinu og tók sér sæti. „Ég fer víst að gerast nokk- uð háfleygur. Það er þó ekki mein- ingin að messa yfir þér — en svona er það, ræðuhreimurinn vill verða þaulsætinn í kverkunum, þegar hann hefur einu sinni tekið sér þar ból- festu. Og svo er það lika, að þegar maður er kominn á þennan aldur, lifir hann allt eins í því liðna og á líðandi stund. Jú, ég ætti að geta frætt þig eitthvað nánara um hana Maríu í Skörðum og fuglana hennar. Sú saga gerðist raunar að miklu leyti fyrir mitt minni, en ég hef þann hluta hennar eftir góðum heimildum. Faðir minn sálugi, „gamli presturinn“ hérna næstur á undan mér, var líklega eini mað- urinn, sem Jón Sigfússon batt vin- áttu við. Var faðir minn þó mörgum árum yngri, svo ekki er ósennilegt að þar hafi ráðið nokkru um, að hann var eiginlega eini maðurinn hér um slóðir, sem hafði menntun og þekkingu til að skilja fræða- hneigð Jóns, er aðrir gerðu gys að eða kölluðu sérvizku og hégórna". „Og saga Maríu verður hvorki sögð né skilin, nema getið sé for- eldra hennar, en þó fyrst og fremst föður hennar, „annálaskrifarans í Skörðum“, eins og hann var stund- um kallaður og þó oftar í háði en virðingarskyni. Raunar hefur þú þegar kynnzt honum nokkuð, og kannski meir en þig grunar. Taktu eftir snarhöndinni hans. Og taktu eftir því hve línurnar eru beinar og bilið á milli þeirra jafnt á ó- strikuðum örkunum. Að vissu leyti lýsir það honum betur, en gert verð- ur með orðum. Fyrirsögnin á titil- síðunni er hins vegar handaverk föður míns, sem dró hana að beiðni Jóns. Af stafsetningunni virðist mega ráða að það hafi verið áður en hann fór í skólann — eða hann hefur viljað hafa upphafsstafina sem flesta, svo hann kæmi flúrinu við, því að hann var sundurgerðarmað- ur, öðrum þræði, einkum á yngri árum. Jón gat aftur á móti hvorki dregið staf né flúrað, og var þó lista- skrifari eins og þú getur sjálfur séð, en einnig það lýsir honum nokk- Framhald á bls. 52. VIKAN 4^

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.