Vikan


Vikan - 06.12.1962, Blaðsíða 60

Vikan - 06.12.1962, Blaðsíða 60
Einungis úrvals vörur Allskonar karlmannafatnaður FÖT-FRAKKAR TREFLAR-KULDAHÚFUR HANZKAR-HATTAR SKYRTUR-BINDI SOKKAR - NÆRFÖT SNYRTIVÖRUR - RAKSETT Dolcis KARLMANNASKÓR Austurstræti 22 og Vesturveri. appelsínu, ósætum), og blandið 2 bollum af kókósmjöli í deigið. KRYDDKÖKUR: 1 tesk. kanill, V2 tesk. allrahanda, Ví tesk. negull, V2 tesk. engifer blandað í deigið. FYLLTAR KÖKUR: Búið til kringlóttar kökur úr helmingi deigsins, og úr hinum helming jafnstórar kökur, nema með stóru gati í miðju. Smyrjið heilu kökurnar með sultutaui eða appelsínumarmelaði, sem hefur ver- ið blandað rúsínum eða brúnuðum hnetum, smásöxuðum, og leggið gatakökurnar yfir, þrýstið þeim saman og bakið eins og áður. Líka má nota þessa ávaxtafyllingu: V2 bolli sykur, Va bolli döðlur, V2 bolli rúsínur, 1 matsk. hveiti, Vi tesk. af safa úr sítrónu, Vt tesk. sítrónusafi úr flösku, Vi tesk. salt. Sjóðið þetta í 5 mín. og kælið áður en það er smurt á kökurnar. SÍTRÓNUKÖKUR: 200 gr smjör eða smjörlíki, % bolli sykur, 3 egg, 60 gr möndlur, 2 bollar hveiti, sítróna. Bræðið smjörið og hrærið það með sykrinum þar til það er létt. Bætið eggjarauðunum í og saftinni og rifnum berkinum af sítrónunni, síðan er hveitinu og síðast stííþeytt- um eggjahvítunum. Sett með tesk. á smurða plötu og smásöxuðum möndlunum stráð yfir. Bræðrabylta. Framhald af bls. 39. „Nógu lengi höfum við nú um- borið ómenni þetta,“ mælti Ög- mundur. „Nú skalt þú kalla til þín nokkra vaska menn, og farið svo að Þorleifi og færið hann hingað í böndum. Síðan vil ég að þú setjir hann út af sakramenti, því að þessi maður er óalandi og óferjandi í kristilegu samfélagi.“ „Það mun ég fúslega gera,“ mælti prestur. „Og hefðu verið æmar á- stæður til þess fyrr. Þyngst er sú refsing er alfaðir leggur á bófa og illræðismenn, er eigi iðrast mis- gerða sinna og eigi fá notið frið- þægingar í heilögu sakramenti." Það var upphafning í ásjónu prestsins er hann mælti þetta og heilög vandlæting í rómnum. Þorbjörn prestur valdi með sér sex af hraustustu landsetum Ög- mundar til þess að gera aðförina að Þorleifi. Sjálfur var prestur eigi til neinna stórræða fallinn, en hvatti menn sína til framgöngu og eftir nokkra viðureign komu þeir böndum á Þorleif. Að því búnu leiddu þeir hann til sjávar, ásamt konu hans og börnum og öðru húsfólki frá Stafnesi, og voru allir fluttir suður yfir voginn, heim að Vogi og Kot- vogi. Var Þorleifur geymdur í svefn- húsi og hlekkjaður þar við stein einn mikinn, og enginn fékk til hans að koma, nema prestur ein- samall, svo og gömul kerling, sem færði honum mat og þjónaði honum til baks og kviðar. En morgun einn, þrem nóttum eftir að Þorleifur var fluttur í bönd- um að Vogi, sá fólk, er komið var á fætur, að brotið var upp svefn- húsið, og er að var gætt, var Þor- leifur horfinn, en fjötrar hans og hlekkir lágu á gólfinu við steininn. Þótti þetta eigi einleikið, og engum kom til hugar að Þorleifur hefði leyst sig af eigin rammleik. Komu því upp getgátur um, að einhver hefði hlotið að vera honum hjálp- legur í þetta skipti, eins og þá er hann vanaði graðhest Ögmundar. En hvar sem eftir var leitað fannst enginn, sem við það vildi kannast. Eigi vissu menn hvað af Þorleifi varð, og spurðist eigi til hans næstu vikur eftir þenna atburð. Sumir gátu þess til, að hann hefði flúið hérað, aðrir að hann hefðist við á laun hjá einhverjum landseta Ögmundar. Leitað var fram á haust. Þá var það einhverju sinni, að Þorbjörn 60 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.