Vikan


Vikan - 10.01.1963, Blaðsíða 2

Vikan - 10.01.1963, Blaðsíða 2
f fullrí olvöru DELTA DÖMUKÁPAN 'A' Úrvals efni Glæsileg snið 'A' Laus loðskinnskragi. t>AÐ BEZTA Á MARKAÐNUM Lítið inn! NINON Ingólfsstræti 8. Stjórnlausir bílar Það er klárt mál, að það verður að gera eitthvað róttækt í umferðar- málum hér hjá okkur, og því fyrr, því betra. Menn læra að vísu helztu umferðarreglur að nafninu til, þegar þeir taka bílpróf, en svo er það líka gleymt, þegar skírteinið er feng- ið, og þegar nýjar reglur ganga í gildi, dettur engum í hug að læra þær og því síður að fara eftir þeim. Þessi fáliðaða lögregla hér í Reykja- - vík hefur alls ekki við að taka hvern einstakan tali út af lögbrotum, enda mætti þá vera fjölmennt í lögregl- unni, því það þyrfti helzt — ef ein- hver árangur ætti að nást, — að vera lögregluþjónn á eftir hverjum einasta bílstjóra daginn út og inn í svo sem vikutíma, og stöðva hann á öðru hverju götuhorni, eða í hvert skipti, sem hann fremur lögbrot. Þar sem götum er skipt í akrein- ar, er vissara að hafa fulla gát á, þótt maður aki rétt eftir akrein, því þeir virðast teljandi á fingrum annarrar handar, sem kunna að aka eftir akreinum, en fara ekki sikk sakk á milli þeirra, eins og enginn sé á götunni nema þeir. Það er líka svo sjaldgæft, að menn reka upp stór augu, ef ökumenn stanza fyrir gangandi fólki, þar sem það á skilyrðislausan rétt til þess að ganga yfir götur, sem er bæði þar sem gangbrautir eru merktar yfir göturnar og eins, þegar bifreiðar skipta um götur, þá eiga gangend- ur rétt fyrir þeim bílum, sem eru að beygja inn á þá götu, sem fólkið er að leggja af stað yfir. Sumir bílstjórar eru svo ger- sneyddir allri skynsemi, að það ætti tvímælalaust að svipta þá ökurétt- indum — ef glæpzt hefur verið á að veita þeim þau — og forðast að veita slíkum mönnum réttindi til aksturs. Það er eins og þeir veiti engu athygli í kring um þá, svo lengi sem þeir geta ekið áfram, jafnvel taka þeir ekki eftir því, þótt hlaupið sé á svig við þá, barið í gluggana hjá þeim og öskrað full- um hálsi, að þeir séu að drepa barn! Fimmtudaginn 29. nóvember s. 1. kom lítill Fíat, 4 manna, gulur og brúnn að lit, niður Skúlagötu og beygði til suðurs inn á Rauðarár- stíg. Urn leið og hann beygði, tóku menn, sem stóðu þarna við gatna- mótin, eftir því, að lítill drengur hékk á höndunum í afturstuðara bílsins og dróst með honum — á maganum. Annar mannanna á horn- inu, leigubílstjóri af Bæjarleiðum. stökk þegar að Fíatinum, greip 1 hurðarhúninn og bankaði á glugg' ann, og kallaði um leið, að barn væri fast í bílnum og drægist honum. Hann þorði ekki að taka í barnið, af ótta við að það vaer* illa fast og hann myndi meiða það. ef hann reyndi að grípa það af bíln- um, meðan hann væri á ferð. En ökumaðurinn á Fíatinum var ekki á því að anza svona ónæði, heldur jók ferðina, til þess að hrista þenn' an gluggabankara og öskurapa sér. Um leið og leigubílstjórinn sá. að hann fengi Fíátmanninn ekki til Framhald á bls. 50.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.