Vikan


Vikan - 10.01.1963, Blaðsíða 12

Vikan - 10.01.1963, Blaðsíða 12
(/PfiþöTl 30R6INNI Baruch leit niður til konu sinnar og hún brosti við hon- um. Hún var enn ung og það var hann líka. Honum varð hugsað til tilhugalífs þeirra, til kvöldanna þegar hann beið hennar undir olivutrjánum í útjaðri þorpsins, beið þess að hún kæmi og settist hjá honum við brunninn — hávaxin og falleg með dökka lokka, sem stundum villtust undan höfuðbúnaðinum. Dökk augu hennar lýstu af ást og ungur líkami hennar var sveigjanlegur eins og ungt tré. Núna lýsti bros hennar hugrekki, en hann vissi, að bak við það leyndist sársaukinn. Þegar hann hugsaði um það, fylltist hann vonlausri reiði og ótta, ekki aðeins hennar vegna, heldur einnig barnsins, sem hún gekk með, fyrsta barnsins þeirra. Hún spurði: „Hvað sagði læknirinn?“ Hann beygði sig niður og tók með dökkum, hrjúfum höndum um granna fingur hennar. „Hann sagði, að barnið hefði það gott hjá þér. Það er engin ástæða til þess að hafa áhyggjur. Veikindi þín er hægt að lækna með þessum nýju meðulum." „Nýju meðulum? En þau kosta sjálfsagt peninga." „Ég get fengið þá.“ Hann var að hugsa um lækninn, sem ekki leyfði sér vorkunnsemi við fátæklingana af hræðslu við að hún mundi ná of miklum tökum á sér. Hann var hörkulegur maður og fær í sinni grein, og hann hafði sagt hreinskilnislega: „Ef hún fær ekki þessi meðul, deyr hún þegar barnið fæðist. En það getur verið að barnið lifi.“ „Hvar getur þú fengið peninga?" spurði hún. Hann brosti og rétti fram hendurnar. „Það er hægt að vinna.“ En þegar hann hafði yfirgefið hana og farið niður í einu stofuna þeirra fyrir neðan svefnherbergið, neri hann aUgu sín og velti því fyrir sér, hvar hann gæti byrjað. Það var hægt að vinna — en það mundi kosta árs vinnu að kaupa þessi meðul. Læknirinn mundi ekki gefa honum neinn greiðslufrest. Konan hans varð að fá þessi meðul núna, innan nokkurra daga. Andartak sá hann sjálfan sig í huganum aleinan, þegar konan hans væri ekki lengur hjá honum — og sú hugsun fyllti huga hans reiði. Vinna var þýðingarlaus, hann hafði engan tíma til þess. Hann varð að fara til Adan, sem átti heima í útjaðri borgarinnar. En það þýddi ekki að fara til Adan tómhentur. Adan var góður maður, en hann gat ekki frekar en læknirinn leyft sér meðaumkvun, því að í svo fátæku og róstusömu landi var meðaumkvun ekki það rétta hugarfar fyrir þá, sem sjálfir vildu lifa. Baruch litaðist í kringum sig í herberginu. Hann varð að selja allt, sem var einhvers virði. En hann átti fátt verð- mætt. Þau áttu varla nóg til að fleyta fram lífinu, en hann gekk um herbergið og safnaði saman þeim hlutum, sem hann hélt að Adan vildi láta peninga fyrir. Það voru tvær slitnar silfurskeiðar, sem konan hans hafði komið með í búið, útskorinn trékassi með ibenholtloki, silkiklæði, sem þau höfðu fengið í brúðargjöf, ofið úr fínum rauðum og gylltum þráðum, og af gólfinu tók hann litarpottinn, sem þau höfðóu notað til þess að geyma í uppkveikju. Faðir hans hafði átt pottinn — hann hafði verið litari — og hann minnist þess hvernig hann var vanur að horfa á föður sinn dýfa efninu í pottinn, upp og niður, rauðu, grænu og gulu. Hann setti þessa muni á gróft borðið og vafði þeim inn í skyrtu af sjálfum sér, en hann vissi að þetta mundi ekki verða nóg. Þessi nýju meðul voru dýr. Hann tók böggulinn og fór út. Það var aðeins um eitt að ræða, og það var eitt af þvi, sem fólk eins og hann gat alltaf búizt við. Hann vann baki brotnu og reyndi að koma betur undir sig fótunum, en það var eins og það gæti aldrei heppnazt. Meiri hluta vikunnar var hann að heiman og seldi ó- dýrar vörur í fjallaþorpunum, en varninginn lét hann öspuna-bera. Tvisar hafði asnan eignazt folald, en bæði höfðu drepizt. En þriðja folaldið lífði, og ef hann hefði tvo burðarasna, gæti hann aukið verzlunina og átt ofur- lítið þægilegra líf. En núna, þegar folaldið var næstum fullvaxið og hann var farinn að hlakka til að fara með helmingi meiri vaming upp í fjöllin og auka söluna, varð hann að selja Adan folaldið. Það varð ekki hjá því komizt. Fyrir þessa fáu hluti úr heimilinu og folaldið, mundi hann fá næga peninga hjá Adan til þess að kaupa með- ulin, sem konan hans þurfti að fá. Hann gekk út úr dimmu húsinu og sterkt sólskinið blindaði hann næstum og þurr vindurinn þeytti rykinu framan í hann. Hann gekk yfir rukugt torgið að hest- húsinu bak við krána, þar sem hann fékk að geyma asnann fyrir það, sem hann vann fyrir veitingamanninn. Margir heilsuðu honum á leiðinni og hann tók annars hugar undir. Hann var vinsæll og undir venjulegum kringumstæðum hefði hann stanzað og talað við fólk, en núna.-gat hann ekki hugsað um annað en konuna sína. Hann gekk bak við krána að þröngu girðingunni, sem asninn og folaldið voru geymd í. Sonur veitingamanns- ins sat uppi á girðingunni og var að tálga spýtu. Hann hoppaði niður þegar Bai-uch nálgaðist. Gamla asnan leit upp og þegar hún sá Baruch, kom hún til hans og stakk flipanum í lófa hans. En Baruch tók varla eftir þessu, því að hann svipaðist um eftir fol- aldinu - en það var hvergi sjáanlegt. „Hvar er folaldið?“ spurði hann drenginn. „Þér senduð eftir því, herra.“ „Hvað segirðu?" Baruch þreif í öxl drengsins og dró hann til sín. „Þér senduð eftir því. Fyrir tveimur klukkustundum. Það komu tveir menn og sóttu það.“ „Hvaða menn, og hvað sögðu þeir?“ Hann varð ofsa- hræddur. í svona fátæku landi var ekkert öruggt, en ef folaldið væri horfið ... „Ég þekkti þá ekki. En þeir sögðu að þér vilduð fá folaldið. Svo að ég lét þá taka það, og þeir fóru með það í átt til borgarinnar ...“ En Baruch var farinn. Hann gekk hröðum skrefum út á torgið og á veginn, sem lá til borgarinnar. Reiði og örvænting gagntók hann. Drengurinn hafði verið gabbaður. Það voru ræningjar á hverju strái. Hann varð að komast fljótt til borgarinnar, ef hann átti að hafa nokkra von um að sjá folaldið sitt aftur. Þeir mundu fara með það á markaðinn, selja það og Framhald á bls. 43. 12 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.