Vikan - 10.01.1963, Blaðsíða 31
ásamt Tom syni þeirra. Þau eru bæði — og
öll — fædd og uppalin í Amsterdam, en
hvorugt hikar við að flytja til annars lands,
ef þeim býðst þar betra.
Þau eiga einn son, Tom, og John vinnur 45
tíma á viku fyrir f jölskyldu sinni, þegar hann
er á dagvakt, en 42% tíma þegar hann er
á næturvakt. Hann vinnur sér inn 1237 krón-
ur á viku, en frá því eru þegar dregin 25
prósent, sem borga tekjuskatt, opinberan
ellilífeyri og í lífeyrissjóð. verksmiðjunnar
sjálfrar. Þetta má telja meðaltekjur verka-
manna í Hollandi. Uppbætur fær John ýms-
ar, m. a. fær hann í barnalífeyri fyrir Tom
litla, 636 krónur ársfjórðungslega. Ef hann
eignast enn eitt barn hækkar barnalífeyrir-
inn upp í 1374 krónur þriðja hvern mánuð.
Sjaldan gefst honum færi á að vinna eftir-
vinnu, en þegar hann er svo lánsamur, fær
hann 35 prósent meira fyrir fyrstu þrjár
klukkustundirnar og síðan 50 prósent í við-
bót við venjulegt tímakaup sitt.
John býr rétt utan við Amsterdam í íbúð,
sem engan veginn er fjölskyldu hans full-
Framhald á bls. 34.
Magrijn-fjölskyldan notar hátt á fjórða
hundrað krónur á viku í fæði og þess hátt-
DREGIÐ UM PRINZINN
Á tilsettum tíma var dregið um Prinzinn hjá Borgarfógetanum í Reykjavík. Viðstaddir
voru fulltrúar frá Vikunni og Fálkanum h.f., sem hefur umboð fyrir Prinzinn. Fjöldi réttra
lausna hafði borizt og voru tveir fílsterkir menn látnir burðast með bréfakassann upp til
borgarfógetans, þar sem ung stúlka, Oddrún Kristjánsdóttir, dró úr Iausnunum. Og svo kom
nafn hins hamingjusama fram í dagsljósið: Stella Jónsdóttir, Byggðavegi 141 á Akureyri, stóð
á getraunaseðlunum í bréfinu, sem upp kom. Þegar við hringdum í hana, trúði hún okkur
varla. Henni fannst óhugsandi, að hún gæti verið svona heppin. En varð að trúa því samt.
Hún er gift Kjartani Sumarliðasyni, iðnverkamanni hjá Gefjun og þau eiga 4 börn á aldrin-
um 13—2 ára. Stella sagði, að þau ættu ekki bíl og hefðu meira að segja hvörugt bílpróf.
Meðfylgjandi mynd var tekin af Stellu fyrir Vikuna sama daginn og henni bárust tíðindin.
Svo segjum við bráðum frá því, þegar Stella kom suður og lienni var afhentur Prinzinn.