Vikan - 10.01.1963, Blaðsíða 34
ViS hitlum hann i húsaiynnum
bankans á horninu á Hafnarstræti
og Pósthússtræti, heint á móti lög-
reglustöðinni. Hann má að' vísu ekki
vera að því að ta’a við okkur núna,
en við mælum okkur mót á Gihla-
skáianum klukkan fimm á morgun.
— Ég kom til Reykjavíkur fyrir
1(5 árum, gagngert lil þess að læra
að verða leikari, segir Steindór.
— Maður hefur gengið nieð hetta í
maganum, siðan maður var smá-
strákur. Þá hyrjaði ég i leikskóla
Lárusar Pálssonar, og jafnframt í
Landsbankanum. Síðan varð ég
síarfsmaður Seðlabankans, þegar
hann var stofnaður, og hef unnið
bar síðan.
Pað er enginn fórnarhugur eða
pislarvætti á hak við það, að hafa
aðra fasta atvinnu én leiklistina.
Það er enginn að neyða mann tii
þess. Launin, sem Leikfélagið getur
grcitt, eru að vísu of lág fi! j;ess
að hægt sé að lifa af þeim, c 1 hér
er hópur manns, sem lifir eingöngu
af leiklist, og j)ví skyldi mér vera
vandara um en þeim? Nei störf
mín hjá Leikfélaginu eru nú orð-
ið meira vani en annað, þau stjórn-
ast af þessari hakteríu, sem mnður
losnar aldrei við. Það er fáránlegt
að segja frá því, það halda allir
að maður sé vit'aus og fáhjáni ef
maður segir það, en staðreyndin
er sú, að launin, sem leikfélaginu er
kleift að greiða, eru um tíu krónur
Hvar er örkin hans Nóa?
llngfrú Yndisíríð
býður yður hið landsþekkta
konfekt frá N Ó A .
Síðast þegar diegið var hlaut
verðlaunin:
ELÍZABET ÓLAFSDÓTTIR,
Laugarnesvegi 92, Reykjavík.
Nú er það örkin hans Nóa, sem
ungfrú Yndisfríð hefur faiið í
blaðinui Kannski í einhverri
myndinni. Það á ekki að vera
mjög erfitt að finna hana og ung-
frú Yndisfríð heitir góðum verð-
launum: Stórum konfektkassa,
sem auðvitað er frá Sælgætis-
gerðinni Nói.
Nafn
Heimilisfang
Örkin er á hls. Sími
á tímann. Og þetta er svo mikil
vinna, að J)að er óskiljanlegt, að
nokkur skuli halda það út til lengd-
ar.
Annars er þetta nú að breytast.
Leikfélagið er núna í millihils-
ástandi. Hópur leikara þar er nú
o: ðinn prófessjónell, en hann er
dkki nógu stór, til þess að geta einn
gert það sem gera þarf. Brynjólfur
er nú loi sins orðinn prófessjónell,
kannski maður hafi það eins og
Binni, híði hara þangað til maður
kemst á eftirlaun!
Nei, ég vil ekki hætta. Það gerir
hakterían. Hitt er annað mál, ég
vildi ekki vera svona mikið i þessu.
Ég hef oft haft meira í einu, en ég
kæri mig i rauninni um, en maður
með hakteríu getur aldrei sagt nei.
Jú, lítils háttar hef ég aðstoðað leik-
féiög utan Reykjavíkur, aðallega í
Hafnarfirði, en þessi Stcindór Hjör-
leifsson á Selfossi er alnafni minn,
það vill svo undarlega til. Mér þykir
vænt um, hvað hann er farinn að
fá góða krítik.
Þú spyrð, hvort við störfum af
ambissjón, fyrir leiklistina sjálfa
eða fyrir félagsskapinn? Þessu er
erfitt að svara. En ég held, að það
sé fyrir leiklistina. Mikill hluti af
j>essu er ekkert annað en vinna,
vinna og aftur vinna, svo mikil
vinna, að hvorki framgirni eða fé-
lagsskapur kemst þar að. Það er
eitthvað' í þessari vinnu, sem skír-
skotar til allra, leikgleðin verður
hara mismunandi áleitin.
Nei, það er ekki samhandið við
áhorfendur, sem ræður úrslitum.
Þessi fimmhundruð augu í salnum,
eða hvað þau eru nú mörg, hafa
ekki allt að segja. Maður getur
fundið alveg jafn mikla ánægju af
leiknum á æfingu og á sýningu.
Annars hefur þessi taug milli á-
horfenda og leikara mjög mikla
þýðingu, en henni er ekki hægt að
lýsa. Hún verður aðeins fundin.
Það er mikið sama fólkið, sem
er í- eldlínunni. Ég er ekki alveg
viss um, að það sé rétt ráðið af
leikstjórunum að nota svona mikið
sama fólkið. Við erum með leikskóla,
og við væntum okkur mikils af því
unga fóiki, sem útskrifast úr hon-
im). Við Helgi Skúlason kennum
við hann. Þar læra nemendurnir
framsögn, upplestur, •— bæði sögur
og Ijóð, — söng, og seinna fá nem-
endurnir atriði úr leikritum til þess
að æfa saman. Ég held, að það
sé ekki lieppilegt að láta nemend-
urna hyrja snemma að troða upp,
það gæti komið inn hjá þeim alls
konar varasömum hugmyndum.
Já, hvort er meiri vandi að lesa
upp rimuð ijóð eða órímuð? Það
er nú spurningin. Þessi gömlu, góðu
rímuðu Ijóð eru fastari I forminu,
hafa fastari rythmá, og að lestri
þeirra eru til fleiri fyrirmyndir.
En það er eins og það sé orðin
árátta, að lesa órimuðu ljóðin í
einhverjum fýlutón. Ég liugsa að
])að sé fyrir áhrif frá höfundunum
sjálfum. Þegar maður heyrir þá
sjálfa lesa upp ljóðin sín, er þessi
mærðardrungi I þeim, eins og þeir
vilji segja: Allir eru á móti mér!
Þetta er óþarfi, þvi mörg órímuð
Ijóð eru jákvæð, kröftug og falleg.
Ég er ekki frá því, að þau gefi jafn-
vel meiri tjáningarmöguledka en
rímuðu ljóðin.
Það er kannski rétt, að klykkja
út með |)vi að tala um jafnvægið
milli vinnunnar í bankanum og
vinnunnar í leikhúsinu. Þessi tvii
óslyldu störf jafna livort annað upp.
Ég er alveg viss um það, að ef ég
væri ekki önnum kafinn við mína
vinnu, daginn fyrir premíer, ef ég
væri hara að híða og hiða allan
daginn, hefði ekkert fyrir stafni,
væri ég alveg kominn í rusl, þegar
loks kemur að sýningunni. í staðinn
er ég að vinna, og gleymi því kann-
ski tímum saman, að það er premíer
I kvöld, Svo kemur að sýningunni,
j)á er ég kannski orðinn j)reyttur
eftir starfið í hankanum, og þá er
vinnan i leikhúsinu svo allt annars
eð is, að ég hvílist þar, þótt hlut-
verkin séu erfið. Það með öðru
gerir það að verkum, að ég vil helzt
ekki hætta annari vinnu til j>ess að
snúa mér eingöngu að hinni göfugu
Þalíu — og þó ...
S. H.
Hvernig er afkoma
þeirra?
Framhald af bls. 31.
nægjandi. Þetta er stofa, eldhús og
salerni úti í garði. Hann borgar um
540 krónur á mánuði í húsaleigu.
— Ég skyldi feginn borga meira
ef ég fyndi mannsæmandi stað að
búa í, segir hann. — Þetta er næst-
um óþolandi, og það hryggilegasta
er, að litlar líkur eru á, að nokkuð
breytist til batnaðar. Ég verð að
sofa í eldhúsinu, og ef að líkum
lætur, verður lítil breyting á þessu
næstu 8—9 árin.
Skattfrjálsar eru tekjur allt upp
í 36.680 krónur á ári. Af tekjum
sínum borgar hann átta prósent í
skatta — eða um 96 krónur á viku.
Auk þess borgar hann um 84 krón-
ur í opinberan lífeyrissjóð, en sá
sjóður ásamt sjóði verksmiðjunnar
(tillag um 120 krónur á viku) á að
tryggja honum um 80 prósent af
síðustu vikutekjum hans eftir 65
ára aldur.
William hefur verið óvenjumikið
veikur. Ef hann veikist aftur verð-
ur hann að borga 6 prósent af viku-
tekjum í sjúkra- og slysatrygginga-
sjóð, eða rúmar 52 krónur, sem veit-
ir honum svo 90 prósent af tekjum
hans fyrsta hálfa árið og 70 prósent
eftir það. Hann borgar um 12 krón-
ur á viku í atvinnuleysissjóð, sem
er skyldutrygging og tryggir honum
60 prósent af tekjum hans. Ef hann
yrði atvinnulaus, fær hann um 120
krónur á viku frá verkalýðsfélaginu.
Tillagið til þess er næstum 18 krón-
ur á viku. Frá verkalýðsfélaginu
fær hann einnig borgaðar um 120
krónur á viku, ef hann skyldi verða
veikur í meira en eitt ár.
Mánaðarlega borgar hann rúmar
156 krónur í sjóð, sem borgar ekkju
hans, ef hann skyldi deyja, um
60.000 krónur.
John Magrijn hafði í eina tíð yndi
af því að ferðast um Evrópu á vesp-
unni sinni, sem kostaði um 18.400
þegar hann keypti hana. Hann hef-
ur ekki lengur efni á slíku. Á hverju
ári fær hann sumarleyfi, sem nem-
ur tvisvar sinnum fimm vinnudög-
um plús þremur aukadögum, sem
hann má nota sér þegar hann vill.
★
Melker málið.
Framhald af bls. 23.
ætti að vera næg ástæða til þess
að gefa sig á tal við ókunnugt
fólk. Hann bað um bjór með lrárri
röddu og brosti breitt, en j)jónustu-
stúlkan leit rannsalcandi á hann.
Ilún kom nú samt með bjórinn
og Ceder tók fram veskið silt og
byrjaði að róta i því. Hann ætlaöi
að gera dálitla. tilraun. Hann taut-
aði eitthvað fyrir munni sér og'
hann sá að ungi maðurinn liorfði
crgilegur á liann.
—- Fjaldinn hafi það, sagði Ced-
er loks. — Hann er týndur. Hann
sneri sér að unga manninum og
sagði óskýrri röddu: — Þú ert
vist ekki með sjötta skilningarvitið
íneð þér? Nema að þú munir hvaða
dagur var þann sextánda júní? Var
það ekki fimmtudagur?
Hafði manninum orðið bilt við
spurninguna? Eða voru þessar
hrukkur á enninu aðeins af tilraun
til þess að muna þetta?
— Nei, það var miðvikudagur,
sagði hann kuldalega.
— Bravó! kallaði Ceder. — Þctta
kallar maður gott minni! Hvernig
gaztu vitað þetta svona samstund-
is? Það eru þrír mánuðir síðan.
— Það er tilviljun, að ég man
þetta, því að frænka mín átti af-
mæli þennan dag. Hann leit und-
an, cn skömmu seinna horfði hann
aftur rannsakandi á Ceder.
— Hvers vegna hafið þér áhuga á
þeim degi.
— Það er ekkert áríðandi, sagði
Ceder hlæjandi. -—■ Vinur minn og
ég vorum að deila um það í dag,
hvaða dagur hafi verið þann sex-
tánda, því að þann dag lcntum við
á heljarmiklu fylliríi. Þú hefðir átt
34 VIKAN