Vikan - 10.01.1963, Blaðsíða 49
og kræktur. Ég veit vel að slíkt
hendir í reyfurum — en ég hef
aldrei rekizt á það í raunveruleik-
anum. Nokkuð fleira?“
„Já, ég held nú það, það er ýmis-
legt fleira.“ Poirot fékk sér sæti
í stól. Hér sit ég. Og nú er ég
Chevenix-Gore. Ég sit hér við skrif-
borðið mitt. Ég hef ákveðið að fyrir-
fara mér, af því að — ja, við skul-
um segja, af því að ég hef komizt
að einhverri hræðilegri vansæmd,
sem knýtt er við nafn ættarinnar.
Það er ekkert sérlega sannfærandi
ástæða, en hún verður nú að duga.
„Gott og vel, hvað geri ég þá?
Ég hripa orðið AFSAKIÐ á papp-
írsblað. Jú, jú, þetta getur vel átt
sér stað. Því næst dreg ég út skrif-
borðsskúf funa og. tek upp skamm-
byssu, sem ég geymi þar, hleð hana,
ef hún er óhlaðin, og svo —- held
ég svo áfram við að skjóta mig?
Nei, fyrst sný ég stólnum —■ svona,
svo halla ég mér ofurlítið til hægri
— svona — og svo — svo held ég
skammbyssunni að gagnauganu og
hleypi af!“
Poirot spratt upp úr stólnum,
sneri sér á hæli og spurði hvasst:
„Ég spyr, finnst yður þetta senni-
legar aðfarir? Til hvers að vera að
snúa stólnum? Ef það hefði, til dæm-
is, hangið mynd á veggnum þarna,
þá, já, þá mætti kannski skýra það.
Mynd af einhverjum, sem hinn
deyjandi maður kynni að óska, að
væri hið síðasta, sem augu hans
litu á þessari jörð, en gluggatjald
— nei, nei, það er ekki sennilegt."
„Hann hefur ef til vill langað. að
líta út um gluggann. Líta í síðasta
sinn yfir ættaróðalið.“
„Góði vinur minn, þér segið þetta
ekki af neinni sannfæringu. Satt að
segja, þér vitið að þetta er vitleysa.
Klukkan átta mínútur yfir átta er
komið myrkur, og í öllu falli er
búið að draga fyrir gluggatjöldin.
Nei, við verðum að finna einhverja
aðra skýringu . .
„Það er ekki til nema ein skýring,
að því er ég fæ bezt séð. Gervose
Chevenix-Gore var geggjaður.“
Poirot hristi höfuðið með óánægju-
svip.
Riddle majór reis á fætur.
„Komið,“ sagði hann. „Við skul-
um spjalla við hitt fólkið í húsinu.
Vera má, að við getum komizt að
einhverju á þann hátt.“
SJÖTTI KAFLI.
Eftir erfiðið, sem Riddle maj-
ór lenti í, þegar hann reyndi að ná
ákveðinni skýrslu hjá frú Chevenix-
Gore, var honum mikill léttir í því,
að kljást við gamalreyndan lög-
fræðing eins og Forbes.
Hr. Forbes var vel á verði og ákaf-
lega varkár í svörum sínum, en þau
snerust alltaf beint um efnið.
Hann viðurkenndi, að sjálfsmorð
hr. Gervase hefði komið honum
algerlega á óvænt. Honum hefði
aldrei komið til hugar, að hr.
Gervase væri þess konar maður,
sem færi að svipta sig lífi. Hann
vissi enga ástæðu fyrir slíkum
verknaði.
„Hr. Gervase var ekki aðeins
skjólstæðingur minn, heldur einnig
mjög gamall vinur. Ég hef þekkt
hann frá barnæsku. Ég mundi segja,
að hann hefði alltaf notið lífsins.“
Eins og ástatt er, hr. Forbes, hlýt
ég að biðja yður þess, að tala af
fullri hreinskilni. Yður var ekki
kunnugt um neinn dulinn óróleika
eða sorg í lífi hr. Gervase?"
.V
%
^ j j
i, ^
f 1 ry
«»,
DUBARRY VANISHING
CREAM
gerir húð yðar silkimjúka
og ver hana fyrir óhrein-
indum. Þegar þér kaupið
snyrtivörur, biðjið um
Dubarr^
HeildverzL Halldórs Jónssonar
Símar 12586 og 23995.
„Nei. Hann átti í smávegis erfið-
leikum, eins og flestir, en engum
alvarlegum sem heitið gæti.“
„Engin veikindi? Engir árekstrar í
hjónabandinu?"
„Nei. Hr. Gervase og frú
Chevenix-Gore höfðu mjög miklar
mætur hvort á öðru.“
Riddle majór sagði varlega:
„Frú Chevenix-Gore virðist hafa
all einkennilegar skoðanir.“
Hr. Forbes brosti — mildu, vor-
kunnlátu brosi.
„Konum,“ mælti hann, „verður að
leyfast að hafa sitt hugmynda-
flug.“
Lögregluforinginn hélt áfram:
„Þér höfðuð á hendi öll lögfræði-
störf fyrir hr. Gervase?"
„Já, félag mitt, Forbes, Ogilive
og Spence hefur starfað fyrir
Chevenix-Gore-ættina í meir en
hundrað ár.“
„Komu fyrir nokkur — hneyksli
í Chevenix-Gore-ættinni?“
Hr. Forbes lyfti augabrúnunum.
„Satt að segja, þá veit ég ekki,
hvað þér eruuð að fara?“
„Hr. Poirot, viljið þér sýna hr.
Forbes bréfið, sem þér sýnduð
mér?“
Poirot reis þegjandi á fætur og'
rétti hr. Fórbes bréfið með ofur-
lítilli hneigingu.
Hr. Forbes las bréfið og á meðan
lyftust augabrýr hans hærra og
hærra.
„Ákaflega athyglisvert bréf,“
sagði hann. „Nú skil ég spurningu
yðar. Nei, mér var ekki kunnugt
um neitt það, sem gæfi ástæðu til
að rita slíkt bréf.“
„Hr. Gervase hefur ekkert minnzt
á þetta mál við yður?“
„Alls ekkert. Ég verð að segja,
að mér finnst það mjög einkenni-
legt að hann skuli ekki hafa gert
það.“
„Hann var vanur að hafa yður
að trúnaðarmanni?“
„Ég held að hann hafi treyst
dómgreind minni.“
„Og þér hafið enga hugmynd um,
hvað það er, sem hann á við í þessu
bréfi?“
„Ég vildi helzt ekki bera fram
neinar ótímabærar getgátur."
Riddle majór hlaut að viðurkenna
réttmæti þessa svars.
„Jæja þá, hr. Forbes, ef til vill
getið þér frætt okkur um, hvernig
hr. Gervase hefur ráðstafað eigum
sínum?“
„Vissulega. Ég get ekki séð, að
neitt sé því til fyrirstöðu. Hr.
Gervase eftirlét konu sinni sex þús-
und punda árlegar tekjur, sem
greiðist af óðalssetrinu, og svo mátti
hún velja um Dower-húsið og húsið
á Lowndes Square í borginni, hvort
sem hún kysi heldur. Auk þess voru
að sjálfsögðu ýmsir erfðahlutar og
dánargjafir, en enginn, sem nam
verulegri upphæð. Afganginn af
eignunum eftirlét hann kjördóttur
sinni, Rut, með því skilyrði, að ef
hún giftist, skyldi eiginmaður henn-
ar taka upp nafnið Chevenix-Gore.“
„Eftirlét hann ekkert systursyni
sínum, hr. Hugo Trent?“
„Jú. Dánargj.öf að upphæð fimm
þúsund pund.“
„Og ég þykist vita, að hr. Gervase
hafi verið auðugur maður?“
„Hann var stórauðugur. Hann átti
geysimikla einkaeign auk ættaróð-
alsins. Auðvitað var hann ekki út
af eins vel settur eins og áður. Svo
að segja allar fastar tekjur hafa
rýrnað. Hr. Gervase hafði einnig
tapað talsverðum peningum á vissu
hlutafélagi — Paragon Synthetic
Rubber Substitute, sem Bury of-
ursti hafði ráðið honum til að
leggja talsvert af peningum í.“
„Ekki sérlega skynsamlegt ráð.“
Hr. Forbes andvarpaði.
„Uppgjafahermenn eru allra
manna óheppnastir, þegar þeir fara
að gefa sig við einhverju gróða-
bralli. Ég hef komizt að þeirri nið-
urstöðu, að trúgirni þeirra skari
langt fram úr trúgirni ekkna — og
er þá mikið sagt.“
„En þessar óheppilegu fjárfest-
ingar hafa ekki höggvið alvarlegt
skarð í tekjur hr. Gervase?“
„Ónei, ekki alvarlegt, hann var
ennþá stórauðugur maður.“
„Hvenær var þessi arfleiðsluskrá
gerð?“
„Fyrir tveimur árum.“
Poirot muldraði:
„Var ekki þessi ráðstöfun ef t.il
vill ofurlítið ranglát gagnvart hr.
Hugo Trent, systursyni hr. Gervase?
Hann er þó nánasta skyldmenni hr.
Gervase.“
Hr. Forbes yppti öxlum.
„Við komumst ekki hjá því að
taka visst tillit til sögu ættarinnar."
„Eins og — —?“
Hr. Forbes virtist lítið eitt treg-
ur til að segja meira.
„ „Þér megið ekki halda,“ sagði
Riddle majór, „að við séum með
einhverja ósæmilega rekistefnu út
af gömlum hneykslum innan fjöl-
skyldunnar eða eitthvað slíkt. En
við verðum að finna einhverja skýr-
VIKAN 49