Vikan


Vikan - 10.01.1963, Blaðsíða 4

Vikan - 10.01.1963, Blaðsíða 4
HVAÐ UNGUR NEMUR IÐUNNARSKÓR Á ALLA FJÖLSKYLDUNA . . . Kæri póstur Væri nokkur leið1 að fá að sjá annað ávarp í bréfum Póstsins en „Kæri Póstur“ og „Kæra Vika“, cf þá nauðsynlegt er að liafa nokkurt ávarp í þessum bréfum. Af _30 bréf- um, sem ég athugaði, voru 13, sem byrjuðu á „Kæri Póstur“ og 7, sem byrjuðu á „Kæra Vika“, þ. e. 20H bréf með öðru hvoru þessara á-|lj varpa. Þvilík andleg eyðimörkl'j Betra að snúa sér heldur bcint að efninu og sleppa ávarpinu — kæru bréfritarar. Með þökk fyrir birtinguna. Dóni. --------Alveg sammála. Eða þá þetta „Með þökk fyrir birting- una“ — það er nú meiri árans vitleysan, ha? . . . Kurteisi Kæri Póstur. Ég var að lesa urn kurteisi i Vikunni, og ég er alveg sammála Naggi: kurteisi er oft ó-kurteisi. Mér finnst k.urteisi smjaðursleg og fráhrindandi, og ef ég mætti ráða, myndi ég vilja afnema „kurteisi". Menn geta komið prúðmannlega fram án þess að vera smjaðurslega kurteisir. Hevrt hef ég sögu um mann, scm var illa við annan. Hann sagðist þúa Guð og góða menn, en þéra andskotann og yður. Saman- ber í bæninni „Faðir vor, þú sem ert á himnum . . .“ Þérun er þving- andi, en þúun frjálsleg, en ekki ókurteisi. Nói gamli. — — — Sjálfum fannst mér gæta nokkurs niisskilnings i greininni um kurteisi, því að höfundur vildi rugla saman kurteisi og siðum. Kurteisi er kurteisi um allan heim, en sinn er siður í hverju landi. Auk þess er þetta misskilningur hjá þér: smjaður er einmitt ekki kurteisi, langt frá því — það er argasta ókurteisi. • . . Dús við tengdaforeldrana ? Kæri Póstur. Ég hef alllengi verið með sömu stúlkunni, og nú erum við trúlofuð. Samt hef ég aldrei liitt eða talað við foreldra hennar. Þegar við opin- berum, vcrður víst ekki hjá þvi lcomizt, að ég verði kynntur fyrir þeim. Nú er spurningin: Á ég að þúa þau eða þéra og bíða þar til þau bjóða mér dús? Vandræðagemlingur. --------Ég geri ráð fyrir, að þú verðir kynntur fyrir tengda- foreldrunum sem verðandi tengdasonur eða allt að því — a. m. k. fyndist mér það eðlileg- ast að vera ekki að fara í graf- götur með þetta við sjálfa tengda- foreldrana. Þess vegna áttu ekki að hika við að þúa þau. Ef þú verður kynntur fyrir þeim eins og hvert annað tímabundið svermerí dótturinnar, skaltu forðast öll persónuávörp þar til þú færð „línuna" hjá foreldrum hennar . . . . . . Stopp Gam’a góða Vikan mín. Ég er einn af bílakandi mönnum bæjarins og einn af þeim, sem alltaf rer eftir settum reglum. Ég vil gjarna vita, livað' er rétt os hvað er rangt, og þess vegna spyr ég: Þegar ég kem að götu þar sem stoppskylda er og ef til vill, fimm Ijilar ó undan mér, þá stoppa ég 20-30 metrum frá stoppskyldumörk- unum. Nú fer öll hersingin af stað í einu. Á ég þá að nema staðar að nýju, þegar ég kem að götunni eða halda áfram, ef enginn bill er þar á ferðinni? J. K. V. -------Þú átt að nema staðar á gatnamótunum þar scm skiltið er sett upp. Ég er eiginlega alveg hissa á þessari spurningu — ímyndum okkur að bílaröðin væri svona þrisvar sinnum lengri: þú myndir þá nema stað- ar rúmum hundrað metrum frá horn:. Fyndist þér þá ekki á- stæða til að nema staðar við stopphornið? Jú, er það ekki. Það er samt ekki nema stigmun- ur á Jiessu dæmi mínu og— dæm- inu þínu. . . . Róttækur Póstur minn. Segðu öllum eða allflestum leigu- bílstjórum og hérumbil öllum vöru- bílstjórum, að þeir séu plága í um- ferðinni. Leigubílstjórarnir vegna frekju og tillitsleysis, en vörubíl- stjórarnir f tímavinnunni lialda öllu föstu. Ég skora á Vikuna að taka þessa gutta í gegn með ein- 'hverju móti. Páll á bláa jeppanum. -----Það er undarlcg árátta, þetta að láta afglöp einstaklinga eða fámennra hópa ganga yfir heildina. Það ber mjög á l)essu í bréfum, sem Póstinum berast: bréfritarar sjá allt of oft ekki annað en hvítt og svart — Jjað er ekkert þar á rnilli. Mér dettur ekki í hug að taka undir þessi ummæli þín og fordæma þessar stéttir manna, því að ég þekki til niargra dáindismanna í þessum stéttum báðum. Hins vegar efast ég ekki um, að innan um eru margir svartir sauðir, og mættu þeir svo sem taka þetta til sín. En ég álít, að gagnrýni nái ekki tilætluðum árangri, þegar hún er svona róttæk, blind og ein- h'iða eins og í bréfi þínu. . . . Prökk Kæra Vika. Ég bý í sambýlishúsi, og i næstu ibúð býr kona, sem er ágæt vin- kona mín, og við drekluim oft ellefu- sopann saman. Það er bara með þessa konu, hún er orðin fullfrökk,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.